Saga - 1970, Blaðsíða 148
146
JÓN SIGURÐSSON
Seinni konan hafði skilið við mann sinn vegna Albertis
eftir langt og hamingjusamt hjónaband, en skiptum þeirra
lauk, er Alberti gaf sig fram við lögregluna 8. sept. 1908
án þess að segja henni aukatekið orð af högum sínum. Þetta
gat hún ekki fyrirgefið honum, fékk skilnað 1909, bað uffl
gott veður hjá fyrra eiginmanni sínum og fékk það. Eina
dóttur eignaðist P. A. Alberti barna.1'
Ekki fer hjá því, að Peter A. Alberti hafi þótt nokkuð
óprúttinn í viðskiptum frá unga aldri. Þótti þegar fara af
honum misjafnt orð í lögmannsstarfi hans á þessum ár-
um. En ekki er grunlaust um, að danskir sagnaritarar geP
nokkuð mikið úr því í Ijósi þess, sem henti hann síðar.
Einnig eru orð Frede Bojsens, leiðtoga hægfara Vinstrx-
manna á síðasta áratug 19. aldar og um skeið samherja
Albertis, varasöm vegna þess kala, sem Bojsen fylltist
til hans við vinslit þeirra. Þó er það rétt, að um það le,yti>
sem hann tók við af föður sínum í forstöðu Sparisjóðs
sjálenzkra bænda, hafði hann vakið nokkra tortrygg01
einstaka manna vegna brasks, er olli honum stórtapi a
árunum 1881—1884 og aftur 1886—1887. Hafði hanu
átt í fasteignasölu í fyrra skiptið, en allvafasömu húsa-
braski hið síðara. Var þetta notað af stjórnmálaandstæð-
ingum hans, sem kepptu við hann um íorystu fyrir spari'
sjóðnum. Síðar hafa margir talið frama hans fyrst °£
fremst til kominn vegna minningar um hinn ágæta föðai
hans, þótt hitt sé jafnaugljóst, hversu hann skaraði fr&nl
úr að glæsileik, gáfum og dugnaði. Á það má benda, n
1890 hlaut hann % atkvæða við formannskjörið í Sparj'
sjóði sjálenzkra bænda. Annað atvilc er ekki síður
marks um traust. Um þetta leyti kom fram tillaga í spa1’1'
sjóðnum um mun strangari reglur um bókhaldseftir11
en áður hafði verið, og var Alberti henni fylgjandi. Bæn
umir töldu þetta einberan óþarfa,10 og löngu síðar töldu
þeir kvörtun Albertis undan móðgun eina saman nse£a
tryggingu þess, að málefni sparisjóðsins væru í góðn01
höndum.