Saga - 1970, Blaðsíða 218
216
JÓN SIGURÐSSON
saman höndum. En umræðurnar héldu áfram af sama hita,
enda var nú loks komið kjörið færi í hendur stjórnar-
andstæðingum og fjendum Albertis að lesa ríkisstjóm J*
C. Christensens og gjörvallri stefnu hennar þann príma,
er þeir höfðu lengi hugað henni. Bentu þeir á, að þeir
hefðu margsagt hið sanna, en fyrir daufum eyrum hins
auðtrúa og hrekklausa forsætisráðherra og manna hans.
Þessir dagar urðu Christensen dimmir og kvalafulir, enda
hlaut hann nú að víkja frá stjórnmálaforystu. I næstu
kosningum 25. maí 1909 missti Umbótasinnaði Vinstn
flokkurinn tuttugu og eitt sæti (breytingin 48 til 27), Hæg-
fara Vinstrimenn bættu við sig átta sætum (13 til 21),
Róttækir Vinstrimenn unnu níu (11 til 20), en Jafnaðar-
menn stóðu í stað.8
Þannig hrundi fylgi Umbótasinnaða Vinstraflokksins
á Sjálandi til grunna í fyrstu kosningunum eftir að mál
Albertis kom upp, en Róttækir Vinstrimenn gjörsigruðu,
m. a. í kjördæmi Albertis, og þeir viðurkenndu, hve mik-
inn meðbyr málið hafði veitt þeim. Einn heimildarmanna
kemst þannig að orði: „Albertihneykslið gaf Róttækum
tækifæri til að skjóta rótum meðal almennings sem flokk-
ur“.9
Það var ekki fyrr en fullum tveimur árum síðar, nð
Christensen losnaði úr þeirri kreppu, sem Alberti hafð1
komið honum í. Var hann, auk Sigurds Bergs, kærðm
fyrir Landsdómi Danmerkur (Rigsretten) um misferli 1
embættisrækslu vegna samstarfsins við Alberti, einkum
vegna leynilánsins, sem þegar hefur verið rætt á þessum
blöðum. Loks var hann sýknaður hinn 17. júní 1910, en
Berg hlaut sekt. Þá fyrst gat Christensen hafið virk stjórn-
málaafskipti að nýju, þótt ekki ætti það fyrir honum
að liggja að takast oftar á hendur stjórnarforystu. Lands-
dómurinn komst að þeirri niðurstöðu, að ýmar ástæðu1
yllu því, að sýknudómur væri réttur í máli Christensens,
enda þótt dómurinn áteldi það athæfi hans að hafa neitað
að skipa rannsóknarnefnd, þegar árásirnar færðust í auk-