Saga - 1970, Blaðsíða 25
KVEIKURINN I FORNRI SAGNARITUN 23
urður þó af lítillæti sínu ekkert vita um hann, þar sem fyrir
honum kunni að vera „lítill sannsögulegur fótur . . . eða
jafnvel enginn“. — Þrátt fyrir orðfæðina hefur Ari efni
á að tímasetja, hve nær Ingólfur nam land, auk þess að
hann hafi farið hingað könnunarferð áður, — hvar hann
hafi komið fyrst að landi, að Ingólfsfell hafi orðið á leið
hans vestur eftir og hann hafi fest byggð í íteykjavík,
nieð landareign, sem náði austur fyrir Ingólfsfell. Allt er
þetta í samræmi við aðrar heimildir og stutt ömefnum.
Miklar líkur þykja fræðimönnum til þess, að Ari hafi
verið aðalhöfundur Frumlandnámu, og þótt margir legðu
hönd að verkinu, gat varla hjá því farið, að þekking Ara
um fund landsins yrði notuð í Landnámu strax, þegar hún
var skráð. Þótt Sigurði eða öðrum sýnist það e. t. v. rýra
heimildargildi íslendingabókar, að Landnáma hefur mun
ýtarlegri sögn um Ingólf, þykir flestum öðrum þessar
12. aldar heimildir styðja og fylla hvorar aðra, og því
fremur sem treysta mun mega, að Ari hafi átt þátt í
samningu beggja. Um þetta þarf ekki langt mál hér. Inn-
gangskaflar þeir, sem um ræðir, bera lítinn eða „jafnvel
engan“ keim af þeim ágripsþáttum, er síðari ritarar Land-
námabókar bættu inn í bókina á 13. öld eftir rituðum sög-
um, ýmist varðveittum sögum eða týndum. Fræðimenn
okkar hafa því talið, að þeir hljóti að hafa verið í Styrmis-
hók Landnámabókar, sem lcennd er við Styrmi fróða og
Haukui' lögmaður Erlendsson hafði í höndum, er hann rit-
aði sína Landnámabók, þó að af hófsemi sinni hafi þeir
ekki viljað rekja uppruna þeirra lengra til baka. Nú vill Sig-
urður Líndal sanna það, að þessir inngangskaflar séu frá
upphafi 12. aldar, og að vissu marki eru rök hans fyrir
því alveg rétt. Þeir eru augljóslega ritaðir af trúhneigð-
uiR manni, „jafnvel prestlærðum", eiga rót sína að rekja
tíl þein’a hugsjóna, er náðu tökum á þjóðinni, prestastétt
hennar og eflaust nokkrum hluta hinna veraldlegu höfð-
Ingja um 1100, eru í senn persónulegir og tízkubundnir
íjmir þann tíma, ritaðir undir áhrifum af þeim lestri, sem