Saga - 1990, Blaðsíða 13
FÉLAGS- OG HAGÞRÓUN Á ISLANDI
11
vetur „einna stríðastur orðið hafa um 29 ár hin næstu".16 „Lengst af
frost á nætur og gróðurleysi", segir Björn á Brandsstöðum þegar hann
lýsir vorinu eftir þennan fimbulvetur17, enda féll bæði sauðfénaður og
hross vítt um landið. Á þessu ári varð fellir á fé sunnan- og vestan-
lands í allmörgum sveitum, segir Björn á Brandsstöðum, en bætir svo
við: „Hvergi hér varð fellir, en heyþrot hjá mörgum á einmánuði og fé
langdregið".18
Svo hefur verið talið að á tveimur fyrstu áratugum 19. aldar hafi síð-
ast orðið mannfellir af hungri og harðrétti á íslandi. Dr. Jón Steffen-
sen hefur tekið þetta til athugunar og niðurstaða hans er sú að á fjórt-
án fyrstu árum 19. aldar hafi sex ár orðið mannfellir af völdum van-
eldis, þ.e. árin 1803 og 1804 og styrjaldarárin 1811-14.19 Pegar kom
fram um 1820 urðu þáttaskil í þessu efni: „Eftir 1821 er mannfellir af
sulti yfirleitt horfinn úr prestatöflum og heilbrigðisskýrslum, þó að
enn sé þar getið stöku mannsláta úr skyrbjúgi".20
Á fyrri hluta aldarinnar gerðist það allmörg ár að færri fæddust en
dóu. í Skýrslum um landshagi á íslandi er ritgerð eftir Arnljót Ólafsson
um mannfjölda á íslandi. Par setur hann upp í töfluformi greinargerð
sem hann kallar: „Skýrsla um fjölgunarmegn landsmanna frá 1735 til
1855".
Samkvæmt þessari skýrslu voru 14 mannfellisár á fyrri hluta aldar-
innar. Þetta voru árin 1802-5, 1812-14, 1816, 1821, 1826, 1827, 1839,
1843 og 1846. Sum árin var verulegur munur á tölu fæddra og látinna.
Árið 1843 létust 1.161 fleiri en fæddust vegna landfarsóttar þeirrar
sem þá gekk. Alls fæddust 2.066, en 3.227 dóu. Árið 1846 gengu misl-
ingar hér á landi. Þá dóu 1.166 fleiri en fæddust. Tala fæddra var
2.163, en 3.329 dóu.21
Jón Espólín og Bjöm á Brandsstöðum greina báðir frá landfarsóttum
sem gengu um landið og ollu manndauða. Þrátt fyrir að kúabólusetn-
ing væri lögleidd upp úr aldamótunum 180022 barst bólusótt til lands-
16 lbid, bls. 55.
17 Björn Bjarnason, Brandsslaðaannáll, bls. 64.
18 Ibid, neðanmáls.
19 Jón Steffensen, Mennitig og meinsemdir. Ritgerðasafn um mótunarsögu íslenzkrarfijððar
og baráttu hennar við hungur og sóttir. Rvík 1975, bls. 396.
20 Ibid, bls. 399.
21 Skýrslur um landshagi á íslandi I, bls. 393.
22 Sjá aftanmálsgrein 3.