Saga - 1990, Blaðsíða 200
198
RITFREGNIR
á sérstakri opnu með stórum kortum og texta sem dregur saman megin-
drættina í Landnámufrásögnunum án fyrirvara eins og um heilagan sannleik
sé að ræða.
Efninu er skipað í tímaröð þó að hér og þar sé hún rofin þegar fjallað er um
þróun sem spannar margar aldir og er af og til rakið til nútíma. Reyndar er
álitamál hvort ekki hefði gefið betri og samfelldari mynd ef tímaröðin hefði
verið brotin upp í nokkrum tilfellum og samstæðu efni skipað saman. Pað er
einkum í síðari hluta bókarinnar sem þessi hugsun verður áleitin; t.a.m.
hvort ekki hefði farið betur á að raða saman opnunum sem fjalla um andlega
menningu þjóðarinnar á 16., 17. og 18. öld og að gera einokunarversluninni
skil án þess að fleyga með óskyldu efni. Og vissulega er undarlegt að fjalla
ekki um landafundina fyrr en á bls. 204-5 þegar meginhlutinn af efninu sem
snertir 17. og 18. öldina er að baki og mörgum opnum eftir að Jón Indíafari
siglir um heimshöfin sem byssuskytta í flota Danakonungs (bls. 171), eins og
Gísli Ágúst Gunnlaugsson (1989) benti á í ritdómi sínum í Morgunblaðinu á
Þorláksmessu. Textinn er svo undarlega utan gátta. Pað á ekkert síður við
um kortin. Þau virðast hafa verið tekin sem næst óbreytt úr erlendri kortabók
og stinga óþægilega í stúf við önnur kort í bókinni, jafnvel við hliðstætt kort,
Siglingar Dana um miðja 18. öld (bls. 207), á næstu opnu.
Kortin eru yfirleitt læsileg, falleg og vel gerð og haganlega komið fyrir og
tákn víðast skýr og smekkleg. Möguleikarnir til að nota mismunandi mæli-
kvarða eru vel nýttir en þó ekki til fullnustu, t.d. er ekkert heilsíðukort af
landinu öllu. Ég hefði gjarnan viljað sjá almennt staðfræðikort í þeim mæli-
kvarða. Pað er raunar lítil kurteisi við landið, vettvang atburðanna, að kynna
ekki megindrætti þess og helstu kennileiti. Kortin eru unnin af Elínu Erlings-
dóttur landfræðingi og samstarfsfólki hennar sem flest eru Iandfræðingar og
er það þáttur landfræðinga í verkinu. Svo virðist sem hlutverk þeirra hafi
eingöngu verið að hanna kortin eftir fyrirmælum og að þeir hafi ekki átt þátt
í að velja hvaða efni skyldi sýnt á kortunum. Það er heldur ekki alveg ljóst
hvar verk útlitshönnuðar, Búa Kristjánssonar, hefst og hvar kortagerðar-
manna endar. Var samvinna milli þeirra um litaval á kortum og öðrum
myndritum eða fékk hönnuðurinn texta, kort og sum myndrit í hendur full-
frágengin með stuttum fyrirvara? Svo kann að virðast því að eitt af því sem
lýtir þessa annars fallegu bók er að litanotkunin er víða tilviljanakennd og
samræmislaus og spillir heildarsvip bókarinnar og margra opnanna. Það er
víða misræmi á milli litatóna sem notaðir eru i myndritum og kortum. Of oft
er skipt um litatóna í kortunum og stöku kort og kortasíður stinga óþægilega
í stúf bæði hvað liti varðar og yfirbragð. Samræmisleysið í grunnlit lands og
þó sérstaklega hafsins er mér þyrnir í augum. Á flestum kortunum er landið
með fallegum mildum og hreinum gulum Iit og hafið ljósblátt. En innan um
eru notuð önnur litbrigði af gulu, bláu og blágrænu, m.a.s. á sömu blaðsíð-
unni, t.d. á bls. 182-3. Á bls. 37 eyðileggur eitt kort annars velheppnaða
síðu, á bls. 145 hleypur litadýrðin á efra kortinu fagnandi á móti lesandanum
er kortið fyrir neðan hangir litlaust eins og viskustykki á snúru í logni. Sem
dæmi um vel heppnaða litanotkun vil ég nefna röðina um Sturlungaöld, þó