Saga - 1990, Blaðsíða 66
64
LÝÐUR BJÖRNSSON
bréfið er dagsett hinn 2. september. Þá er Pétur sigri hrósandi og telur
sig hafa tryggt lán til hitaveitunnar og með ágætum kjörum. Hann
heldur síðan til Edinborgar og skoðaði jarðborun í grenndinni undir
leiðsögn mr. Andrews Kyles, sem sá þar um borun eftir kolum og hafði
einnig starfað á Svalbarða. Pétur ritar móður sinni bréf eftir heimkom-
una til að sýna henni svart á hvítu, að hún væri ekki gleymd „í útlegð-
inni" við íshafið. Það bréf er dagsett 30. september. Þar biður hann
móður sína að gæta fyllstu þagmælsku um fyrirhugaða hitaveitu
því það er hér í Rvík, hvað þá annars staðar, ennþá hið strang-
asta leyndarmál, sem er gætt svo vel þagnar um, þótt allir
flokksmenn mínir í bæjarstjórn viti hvað til stendur fyrir
nokkru, að enginn veit neitt um þetta utan hins fámenna
hrings, sem trúað hefir verið fyrir því. Ég dáist að þessum hóp
manna fyrir það hve vel hann kann að fara með trúnaðarmál.
Ég vil af mörgum ástæðum ekkert láta fréttast um þetta allt fyrr
en málinu er komið svo langt, að ekki geti orðið vonbrigði úr
og að engum takist að spilla því, sem búið er að vinna, og svo
líka vegna þess, að ég vil vinna í kyrrþey, en forðast allt glam-
ur og þvaður, ekki síst blaðaskrum og illdeilur og fjandskap,
sem alltaf rís um hvaða mál sem er. Ég vil að fólkinu lærist að
trúa meira á hávaðalausa viðleitni til lausnar mála en innan-
tómt snakk og rugl.
Til skýringar skal þess getið, að Kristjana dvaldi um þessar mundir
hjá Halldóri syni sínum á ísafirði. Skoðunarferðin á jarðboranasvæð-
ið við Edinborg var farin að tilhlutan mr. Halcrows, en hann hafði sam-
ið álitsgerð um hitaveitu fyrir Reykjavík frá Reykjum. Þar eru tækni-
leg vandamál við lögn hitaveitu frá Reykjum (Reykjaveitu) talin
leysanleg og að slíkt fyrirtæki muni gefa arð.1
Önnur ferðin til London var farin í nóvembermánuði. Þá var geng-
ið frá uppkasti að lántökusamningi við Powsecure, sem Pétur kveður
vera stærsta félag um hlutabréfaeign í fyrirtækjum (holding com-
pany) á Bretlandseyjum. Uppkastið skyldi sent til Reykjavíkur svo
fljótt sem kostur var, og var Pétur enn vongóður um að fá þarna lán
með góðum kjörum. Samþykki bresku ríkisstjórnarinnar fyrirlántök-
unni mun hafa verið áskilið. Þriðja ferðin var farin í febrúarmánuði
árið 1938. Þá kom babb í bátinn. Forustumenn Powsecure, Bergström
°g Hugh Balfour, greindu Pétri frá bréfaskiptum við fjármálaráðuneyt-
ið (the Treasury) og viðtölum við sir John Simon fjármálaráðherra í