Saga - 1990, Blaðsíða 175
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
173
Athugasemdir við ritdóm
Gísla Agústs Gunnlaugssonar um
Verzlunarsögu íslands 1774-1807
I síðasta hefti Sögu (XXVII-1989) skrifar Gísli Ágúst Gunnlaugsson ritdóm
um bók mína, Verzlunarsaga íslands 1774-1807. Upphaf fríhöndlunar og almenna
bænarskráin. í þessu sama hefti birtist ennfremur eftir hann „Athugasemd við
ritfregn Eiríks Guðmundssonar um Sögu Ólafsvíkur." í inngangi þessarar
Athugasemdar segir Gísli Ágúst meðal annars: „Þegar ég hafði lesið ritfregn
Eiríks Guðmundssonar í síðustu Sögu um bók mína: Saga Ólafsvíkur. Fyrra
bindi, fram um 1911, fann ég mig þó knúinn til svara. Réð þar mestu að mér
fannst gagnrýni hans í mörgu ósanngjörn og óréttmæt." Pessi orð Gísla
Ágústs verð ég að gera að mínum, að því er varðar ritdóm hans um bók
mína. Þau kvörtunarorð hans yfir Eiríki eiga hér einnig við um hann sjálfan,
að hann „dæmir verkið út frá því hvernig honum finnst að það hefði átt að
vera."
Gísli Ágúst hefur mjög mikið og með góðum árangri helgað sig rannsókn-
um á íslenskri samfélagssögu. Virðist áhugi hans hafa beinst svo mjög að
sh'kum viðfangsefnum, að það er eins og honum finnist ýmsar aðrar hliðar
sagnfræði allt að því léttvægar. Þannig gagnrýnir hann mig t.d. fyrir að fjalla
ekki nægilega um íslenska samfélagsgerð á 18. öld, völd og áhrif embættis-
manna í landinu og skipan stjórnsýslu á íslandi og í Danmörku. Á hinn bóg-
mn þykir honum ég skrifa óþarflega mikið og ýtarlega um verslunina og
hvaðeina sem varðar hana, þótt sjálfur titill ritsins gefi það markmið þegar til
kynna, auk þess sem það er tekið fram í upphafi verksins.
Gagnrýnandi heldur því raunar fram að markmið ritsins sé ekki nægilega
hlgreint í fyrsta hluta inngangskaflans sem heitir Greinargerð um verkið. Þetta
er þó vissulega gert, en að vísu ekki í því spurningaformi sem hann hefur
tamið sér og telur greinilega að allir aðrir eigi líka að nota. Auk þess að gera
grein fyrir efni og tilhögun ritsins ásamt markmiði, segi ég þarna í stuttu máli
rá heimildunum og því sem hefur aðallega verið skrifað um verslun lands-
ins á umræddu tímabili.
Gísli Ágúst getur þess að vísu að rit mitt sé árangur áratugalangrar heim-
'ldavinnu. Hann er þó fremur fáorður um gildi þess að verkið er að mestum
luta unnið úr óprentuðum frumheimildum, sem eru sumpart varðveittar
er á landi og sumpart í Danmörku, og mikið af þeim hafði aldrei áður verið
uotað af íslenskum sagnfræðingum. Hins vegar verður honum tíðrætt um
Pað að ég taki ekki afstöðu til rita Gísla Gunnarssonar og Svíans Haralds Gust-
alssons, svo sem niðurstaðna þeirra um íslenska samfélagsgerð, völd og áhrif
ernbættismanna °8 ar|ðstöðu þeirra við nýbreytni í atvinnuvegum landsins.
, 1 astnefr>t atriði gerir gagnrýnandi að umtalsefni í sambandi við þáttinn í
0 niinni um útgerð konungsverslunar síðari við ísland og viðleitni ráða-