Saga - 1990, Blaðsíða 163
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
161
skútur, með því að þeir nytu skattfrelsis í nokkur ár og jafnframt hins
örugga hagnaðar. Því hver erlendur skipstjóri þyrfti ekki nema tvo
útlendinga með sér á skipið. . . . Ekki væri nema sanngjarnt að
landsmenn greiddu fyrir útvegun þess (þ.e. fæðis á skipin, BSt), þar
sem skútuútgerðin losaði þá við lausingjalýðinn. . . . Af fiskveiðun-
um og iðnaðinum skapaðist svo verslun af sjálfu sér, bæði milli
landsmanna sjálfra og við útlendinga, . . .'9
Hvernig yrði þetta „litla kauptún" og hvernig mundi þjóðin menntast?
Höfundur hugsar sér margskonar hagsbætur af þeim stofnunum,
sem kæmu í kjölfar kaupstaðarmyndunar. . . . fleiri greinar kunn-
áttu, þekkingar og ýmissa stofnana, svo sem reikni- og stýrimanna-
skóla, skíðaíþrótt, vega- og brúargerð. . . . í bænum mundu margir
vandræðagripir og lítils nýtir menn breytast í dugandi borgara og
raunverulega fjölga þjóðinni og bæta efnahag hennar því að upp
kæmu nýjar atvinnugreinar og hinar eldri yrðu betur stundaðar.20
Það er bjart yfir þessum bæ. Mér verður hugsað til fyrirmynda í Danmörku
sem Páll og aðrir íslenzkir höfðingjar máttu þekkja. Þar, sem annars staðar í
nálægum löndum, mátti sjá framvöxt kauptúna sem landeigendur áttu hlut
í og höfðu hag af.
Hvernig gat leiðtogi eins og Páll helzt sannfært lesendur um ágæti hug-
sjóna sinna? Hann benti á aðgerð sem stefndi til nýrra atvinnu- og samfélags-
hátta og var um leið lausn á því sem var mál málanna á líðandi stund, en það
var að létta ómagabyrðina.
Var það ekki eitthvað þessu líkt sem átti að koma í framkvæmd með Stofn-
ununum í Reykjavík hálfri öld síðar? Þegar Ólafur birti rit sitt um jafnvægi
bjargræðisveganna aldarþriðjungi síðar hafði hann fylgzt með og tekið þátt í
misheppnuðum nýmælum í atvinnuháttum, þ. á m. þilskipaútgerð.
Það er skemmtilegt að greina persónuleg tengsl þeirra sem í orði og í
reynd áttu frumkvæði að nýsköpunartilraunum á 18du öld. Tengdasonur
Páls Vídalíns, Bjarni Halldórsson sýslumaður á Þingeyrum, var einn þeirra
höfðingja („landeigenda") sem lögðu fé í Stofnanirnar. Hann kostaði Ólaf
Stefánsson til náms að föður hans látnum. Starfsferill Ólafs hófst á skrifstofu
Stofnananna. Magnús Gíslason amtmaður var þar í forystu og varð tengda-
faðir Ólafs Stefánssonar.
Hverja léku móðuharðindin verst?
GJTh túlka orð Ólafs Stefánssonar svo, að hann hafi talið „að ástandið hafi
verið betra í sveitunum, þegar harðnaði á dalnum."21 Þau andmæla þessu,
þar sem það stangist „mjög á við nýjustu rannsóknir Guðmundar Hálfdanar-
sonar sagnfræðings, sem komst að þeirri niðurstöðu, að mannfall í móðu-
19 Viðreisn, 74-5.
20 Viðreisn, 82.
21 GJTh, 146.
U-SAGA