Saga


Saga - 1990, Blaðsíða 242

Saga - 1990, Blaðsíða 242
240 RITFREGNIR „Heims í boxi hart fram sté við heimsmeistara góðan: fjórum sinnum féll á kné. í fimtu lotu stóð hann." Á bls. 240 er alþekktur húsgangur úr síldinni. „Hausta tekur, héðan fer hópur meyja úr síldinni. Litla greyið á mér er orðið fegið hvíldinni." Hér virðist grunsamlegt að vísan hefur miðrím í öllum hendingum nema þeirri fyrstu enda heyrðist hún forðum ganga þannig manna milli: „Þær sem legið hafa hér heim sér smeygja úr síldinni. Tittlingsgreyið á mér er orðið fegið hvíldinni." Þetta er svo sem ekki rismikill kveðskapur en fylgir þó bragreglum til fulls. Er nú lokið sparðatíningi en þó er fátt eitt talið af þeim atriðum sem hér hefði mátt nefna. F>á er komið að öðrum aðfinnslum sem e.t.v. má telja mikil- vægari. Hér er átt við það þegar höfundur fer algerlega með staðlausa stafi, afgreiðir flókna hluti á allt of einfaldan hátt eða lætur vaða á súðum svo að úr verður ein allsherjar hringavitleysa. Hér skulu nefnd dæmi. „Á öðrum ára- tug aldarinnar hafði verið reist söltunarstöð á Djúpuvík. Hún var í nokkur ár ein af helstu söltunarstöðvum landsins. Þar áður var þar norsk hvalstöð." (Bls. 141.) Pegar Elías Stefánsson hóf starfsemi í Djúpuvík árið 1916 kom hann að ónumdu landi því að þarna hefur aldrei verið hvalstöð og er torskilið hvernig þessi villa hefur komist inn í textann. Helst er hægt að skýra þetta svona. Við Reykjafjörð utanverðan, snertispöl utan við verslunarstaðinn í Kúvíkum, byggði Lars Sekse frá Stafangri söltunarstöð árið 1906 og rak hana fram yfir 1910. Þessi stöð nefndist Hekla. Hvalstöð Norðmanna við Hesteyr- arfjörð hét einnig Hekla hluta af þeim tíma sem hún var starfrækt og virðist þessum stöðvum ruglað með einhverjum hætti saman þótt hvorug tengist Djúpuvík. Þetta er langsótt skýring en ekki verri en hver önnur. „Fyrsta síldarbræðslan hér á landi var reist 1911 af norskum manni Thor- mod Bakkevig." (Bls. 174.) Hér er flókið mál gert alltof einfalt þótt að hluta til sé farið með rétt mál. Upphaf síldarbræðslu á íslandi er í ýmsum greinum óljóst. Vitað er að Bakkevig og Söbstad og e.t.v. fleiri höfðu í 2-3 ár gert til- raunir með síldarbræðslu í smáum stíl en líkur benda til að þeir hafi einungis hirt lýsið. Árið 1911 hófst svo bræðsla fyrir alvöru en það ár snerust hjólin í verksmiðjum Bakkevigs, Söbstads, Evangers og um borð í tveimur skipum Eureka og Alpha. Alls voru því fimm verksmiðjur í gangi á Siglufirði þetta sumar. Eurekaverksmiðjan, sem síðar varð kjarni Krossanesverksmiðjunn- ar, var langafkastamest og skákaði þar öllum hinum samanlögðum. Evang- ersverksmiðjan austan fjarðar var myndarlegust og fullkomnust þeirra sem stóðu á Iandi og tók Bakkevigsverksmiðjunni langt fram, bæði í afköstum og tækni. Af þessu má sjá að hér hefur höfundur afgreitt upphaf síldarbræðslu á íslandi á heldur stuttaralegan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.