Saga - 1990, Blaðsíða 192
190
RITFREGNIR
vík í Steingrímsfirði (er reyndar nefndur sem höfn í fleiri sögum). Hrúta-
fjörður (Borðeyri) var hafskipahöfn á þjóðveldistíma samkvæmt samtíma-
heimildum en þar með er ekki sagt að í firðinum hafi verið höfn hafskipum
á bilinu 1264-1400 þótt umrædd saga frá lokum 13. aldar geti komu hafskips
þangað.20 Um Steingrímsfjörð verður að gera þá kröfu að vitnisburður íslend-
ingasagna (Gunnlaugssögu, Gíslasögu, Fóstbræðrasögu) fái nokkurn stuðning af
samtímaheimildum, beinan eða óbeinan. En svo er ekki og segir þetta ekki
annað en það að menn á 13. öld hafi líklega trúað að hafskip hafi komið í
fjörðinn að fornu.
í þessum kafla um hafnir segir annars að erfitt hafi verið að sækja landleið-
ina að Straumfjarðarhöfn á Snæfellsnesi vegna ótræðismýrar (bls. 149) og er
þess þá ekki gætt nægilega að þjóðleiðin út á Nes lá eftir Löngufjörum.
Yfir því er kvartað í umræddu verki að ekki sé að hafa lýsingar frá verslun-
arstöðum á 14. öld á verslunarháttum en Pórðar saga hreðu, sem er frá 14. öld,
lýsir td. með lifandi hætti verslun á Hvítárvöllum og finnst mér kjörið að
nota hana þegar segir frá kaupstöðum og kauptíð en það er ekki gert (bls.
140-41). Hér er þá dæmi um það að íslendingasaga geti varpað ljósi á sögu
tímabilsins 1264-1350.21
í kaflanum um hafskip finnst mér ekki nægilega gætt að því að íslandsför-
in munu hafa stækkað á 13. og 14. öld. Um það hefði mátt hafa til hliðsjónar
skrif Detlevs Ellmers en hann fjallar líka rækiiega um Gásar.22 Til hans er ekki
vitnað í heimildaskrá. Umfjöllun um mun á knörrum og bússum orkar tví-
mælis, vitnað er í bréf frá Hákoni biskupi í Stafangri (á að vera Björgvin) sem
sent var 1341 og túlkað svo að hann eigi við sams konar skip þegar hann get-
ur um bússu og knörr en þarf ekki að vera. Eins er talið að allt sé eitt þegar
getið er um skip og bússur í annál árið 1349 en þarf heldur ekki að vera (bls.
163-4, 166). Hér er fjallað um efni sem þyrfti að kanna rækilega.23
Hansa, korn og skreið
Versti kaflinn í verkinu finnst mér um Norðmenn og Hansasambandið (bls.
168 oáfr.), hann er bæði rangur og úreltur. Hér segir td.:
Hansamenn sóttu til Norður-Noregs, einkum Lófót og á 12. öld hófu
þeir að kaupa þar skreið og lýsi og fluttu þeir mikið af þessum vörum
austur á Eystrasaltssvæðið. [ Bls. 169].
20 Notaður er Konungsbókartexti Bandamannasögu (sbr. bls. 150, 173) þótt Mage-
roy, útgefandi sögunnar, noti sjálfur texta Möðruvallabókar.
21 í Guðmundar sögu dýra í Sturlungu er lýst verslun á Gásum og má hafa til saman-
burðar við lýsingu Gása í Grettlu.
22 Detlev Ellmers, Fruhmittelalterliche Handelsschiffalirt in Mittel-und Nordeuropa (1972).
Ekki er nefndur leiðarsteinn og þau umskipti sem hann mun hafa valdið í íslands-
siglingum á 13. öld.
23 Ég geri ráð fyrir að bússur hafi verið frábmgðnar knörrum, td. stærri. Fullyrt er að
knerrir hafi verið algengastir skipa á Norður-Atlantshafi til Ioka 13. aldar (bls. 161)
en mér þykir ekkert ótrúlegt að bússur hafi verið orðnar algengari í Islandssigling-
um þegar um 1250.