Saga - 1990, Blaðsíða 251
RITFREGNIR
249
undantekningum tekist að leysa vel þessa klípu. En í þessu sambandi vil ég
halda því fram að sagan af Snorra hefði fengið meiri fræðilegan þunga ef
höfundur hefði rakið nánar hvað dæmi Snorra vitnar um í almennu menn-
ingarsögulegu samhengi; hvers konar þekking og heimsmynd eru það sem
þessi „lærði" íslendingur endurómaði á öld sem samtímamenn kölluðu upp-
lýsta? Þyngri áhersla á þessa hlið sögunnar hefði legið beint við þar sem ekki
fer á milli mála að ÞV hefur miklu meiri áhuga á Húsafellsklerki sem „sögu-
legri týpu" en sem „kynlegum kvisti" í hefðbundnum skilningi persónusög-
unnar.13
I ljósi þessa má ætla að ÞV segi ekki í formála ritsins nema hálfa söguna af
því hvað kom henni til að skrásetja æviskeið Snorra. Sjálfsagt hefur tilviljun
ráðið mestu; en í formálanum kveður hún Snorra vera „tilvalið fórnarlamb
ævisagnaritara . . ." og rökstyður það með því að hann sé „einn þeirra
manna sem vert þótti að segja um sögur" (bls. 13). Snorri er sem sé dæmi-
gerð þjóðsagnapersóna. Auk þess séu til góðar heimildir um hann sem starf-
andi prest í meira en hálfa öld. Sér til réttlætingar bætir ÞV því við að Snorri
hafi verið eitt helsta skáld sinnar aldar; hann hafi skrifað fyrsta íslenska
leikritið, samið sálma og veraldleg kvæði og náttúrulýsingu. Það má taka
undir með höfundi að allt þetta samanlagt réttlæti svo mikið sem eitt stykki
af ævisögu!
Heimildanotkun
Víkjum nú að sagnfræði verksins í þrengri merkingu. Það fer ekki á milli
mála að Þórunn hefur með þessu riti aflað mikillar þekkingar sem styðst við
hinar fjölbreytilegustu heimildir, prentaðar sem óprentaðar. í þessu sam-
bandi er ástæða til að gera greinarmun á þeirri vitneskju sem snýr beinlínis
að sögupersónunni Snorra og þekkingaratriðum sem varða öld hans og
umhverfi almennt. Lítum fyrst á hin síðarnefndu.
Áður segir að ÞV hafi persónuna Snorra að vissu leyti sem yfirskin til þess
að varpa ljósi á almenn einkenni aldarinnar, hugsunarhátt og hversdagslíf.
Þetta er einkum áberandi í fyrri hluta ævisögunnar. Þórunn hefur lýst því
sjálf hvaða heimildaflokka hún notar helst i þessu skyni:
Þegar rannsókn er byggð kringum feril einstaks manns og Ieitað að
heimildum um hversdagslíf falla til skjöl sem lýsa hversdagsleika
aldarinnar og dæmigerðu málaþrasi. . . , t.d. bréfabækur amtmanna
og stiftamtmanna og bréf til þeirra; skýrslur, bréfabækur, rannsókna-
bækur og vísitasíubækur biskupa og bréf til þeirra; prestastefnubæk-
ur og skjöl; prestsþjónustubækur, skjöl úr kirknasafni og skjalasafni
prófasta . . ,14
Heimildaútgáfur hafa líka orðið Þórunni notadrjúgar, t.d. annálar, Alþingis-
bækur, Jarðabók Árna og Páls Vídalín og Æfisaga Jóns Þorkelssonar skólameistara.
13 Sjá í þessu sambandi fróðlega grein eftir Giovanni Levi, „Les usages de la biogra-
phie". Anrnles ESC 44 (6, 1989), 1325-36.
H Þ.V., „Hugleiðingar um aðferðafræði", 462.