Saga - 1990, Blaðsíða 258
256
RITFREGNIR
með okkur eiga í raunveruleikanum. Dökkhærðir austfirðingar eru til dæmis
ekki endilega afkomendur Frakka, fullyrðir Elín, þar sem afskaplega fáar
heimildir eru til um ávexti af samböndum íslenskra kvenna og franskra
duggara. Rekur bókin einnig á athyglisverðan hátt hvernig deilur ríkis og
kirkju í Frakklandi bárust norður í höf og hvernig keppni þessara tveggja
stofnana um sálir sjómannanna olli byltingu í sjúkrahúsmálum íslendinga
skömmu eftir síðustu aldamót. Að lokum fylgjumst við með heimkomu
frönsku dugganna, kvíða ættingja í landi og þeirri gleði sem fylgdi endur,-
heimt eiginmanns, föður eða sonar - eða sorginni yfir missi þeirra.
Fransí biskví er þó flókin bók þegar nánar er að gáð. í fyrsta lagi liggur
greinilega viðamikil heimildaöflun að baki textans, sem spannar margra ára
rannsóknir á skjala- og bókasöfnum í Frakklandi og á íslandi, auk viðtala við
fjölda einstaklinga sem á einhvern hátt tengdust frönsku íslandsveiðunum.
Er þar ekki annað hægt en dást að elju höfundar og útsjónarsemi við að þefa
uppi heimildarmenn, skjöl og rannsóknir. í öðru lagi snertir Elín á ótrúleg-
um fjölda þátta, allt frá efnahagslífi og stjórnmálum í Frakklandi til við-
skiptahátta á Grundarfirði. Oftast er val hennar á viðfangsefnum rökrétt, þó
svo stundum finnist mér hana vanta þá stefnufestu sem nauðsynleg er í
verki af þessari gerð. Kaflanum um ferðir franskra vísindamanna við íslands-
strendur er til dæmis að mestu ofaukið. Hann er bæði fróðlegur og skemmti-
legur, en skiptir nánast engu máli fyrir fiskveiðar Frakka og brýtur upp frá-
sagnarform bókarinnar. Einnig átti ég erfitt með að sætta mig við ítrekaðar
tilvísanir í Öldina sem leið (sem Elín nefnir reyndar Öldina okkar, bls. 33 og 34).
í samanburði við aðra þætti heimildarannsóknanna virðist leit að frumheim-
ildum í íslenskum tímaritum frá nítjándu öld vera smámunir einir.
Þessi gagnrýni mín, smávægileg sem hún kann að virðast, snertir kjarna
þess sem mér finnst helst ábótavant við Fransí biskví. Velheppnað sagnfræði-
rit er ekki safn hnyttinna fróðleiksþátta, heldur byggir á fastmótaðri
hugmynd, sem höfundur setur upp sem vandamál eða spurningu, er síðan
ákvarðar innihald textans. Við lestur slíks verks hefur lesandinn þá tilfinn-
ingu að allt sem sagt er sé mikilvægt fyrir framvindu frásagnarinnar, um leið
og engu sé sleppt sem varpar ljósi á það vandamál sem höfundur ætlar að
leysa. Elín gerir okkur aldrei fyllilega grein fyrir hvað það er sem hún ætlar
að fjalla um og er því ýmislegt í bók hennar sem þar á tæpast heima eða
þarfnast frekari útskýringa. Til dæmis skipta viðhorf íslendinga til veiðanna
litlu máli ef bókin á að fjalla um líf sjómannanna fyrst og fremst. Eins, ef
snert er á afstöðu íslendinga á annað borð, þá skil ég ekki af hverju Elín gerir
ekki grein fyrir áhrifum skútuveiðanna á tækniþekkingu og sjómennsku ís-
lenskra sjómanna.
Ég er þó alls ekki viss um að ég geri Fransí biskví rétt til með þessari gagn-
rýni. Hvergi kemur fram hjá Elínu að hún hafi ætlað sér að skrifa sagnfræði-
rit og því er erfitt að nota mælikvarða sagnfræðinnar við mat á bókinni. Aug-
Ijóst er, til dæmis, að bókin þverbrýtur allar hefðir sagnfræðinga við heim-
ildaskrár og tilvísanir, þannig að oftast færi betur að engar væru. I lok bókar-
innar er listi yfir helstu heimildarit erlend og skjalasöfn sem komu höfundi
að gagni, en þar er ekki minnst á prentuð íslensk rit sem hún hafði not af (og