Saga - 1990, Blaðsíða 224
222
RITFREGNIR
Norðurlandi eins og í Reykjavík að verkalýðsfélög stóðu fyrir garðrækt?
Hvað um húsdýrahald sem aukabúgrein? Næsta fátt kemur fram um það
nema þar sem Stefán vitnar til bókar Þórunnar Valdimarsdóttur, Sveitin við
sundin, þar sem hún segir frá hænsnahaldi í Reykjavík á kreppuárunum.
Hvað með Norðurland? Hvaða mynd gáfu viðmælendur Stefáns (yfir 30)
honum af húsdýrahaldi og garðrækt verkafólks á Norðurlandi? Auk þess
skýtur viðmælendafjöldinn sem Stefán vitnar til á bls. 47, yfir 30, verulega
skökku við fjölda viðmælenda sem hann telur upp aftast, en þar eru aðeins
nefndir átta.1
Að sjálfsögðu er ekki hægt að koma öllu fyrir í einni bók og reyndar er ekki
sanngjarnt að ætla Stefáni að svara öllum þeim spurningum sem hann varp-
ar fram og enn síður öllum þeim spurningum sem lestur bókarinnar kveikir
í huga lesandans. Hins vegar á þetta dæmi rétt á sér til að benda á að þess
gætir nokkuð í þessari bók að settar eru fram hástemdar áætlanir, gjarnan í
kaflabyrjun, sem hverfa síðan í einhverja þoku áður en varir. Reyndar kom
mér mjög á óvart hversu illa munnlegar heimildir skila sér í ritgerðinni.
Óneitanlega ber meira á lýsingum um nauðsyn þess að nýta munnlegar
heimildir en tilraunum til að beita þeim.
Annað dæmi af öðrum toga: á bls. 49-50 segir Stefán að nauðsynlegt sé að
spyrja á gagnrýninn hátt hvort kreppan hafi í raun haft þau áhrif á ríkjandi
atvinnuhætti sem okkur er tamt að trúa. Er hægt að sannreyna að aukið
atvinnuleysi hafi verið afleiðing kreppu sem herjaði á landið að utan, eða var
í raun aðeins um það að ræða að hið árstíðabundna atvinnuleysi, sem löngu
var þekkt, var klætt í nýja orðaleppa? Þessi spurning er góð og gild en engu
að síður skilur höfundur lesandann eftir spyrjandi: hver er eiginlega niður-
staðan?
í fljótu bragði virðist ekkert vera athugavert við það tilvísanakerfi sem
höfundur notar. En ef marka má eitthvað þá skyndiathugun sem undirritað-
ur gerði á nokkrum heimildum er tæpast hægt að bera lof á vinnubrögðin.
Hann segir t.d. frá því á bls. 69 að lögfræðingurinn Stefán Jóhann Stefáns-
son, sem fljótlega varð andkommúnisti af sannfæringu, hafi heimsótt
skandinavísku löndin nokkrum sinnum, „t.d. Svíþjóð 1928 og 1930 þar sem
hann fékk upplýsingar um stjórnmálaþróunina." Til stuðnings þessari full-
yrðingu, sem er í sjálfu sér lítilvæg, vitnar Stefán í Minningar Stefáns
Jóhanns II, bls. 111, 118, 176, og einnig í Gullnu fluguna, en án blaðsíðutals
(tilvísun 26). Þrátt fyrir ítarlega eftirgrennslan er undirrituðum allsendis
ómögulegt að finna svo mikið sem stafkrók um ferðir Stefáns Jóhanns til
Svíaríkis á árunum 1928 og 1930. Skyndiathugun leiddi einnig í ljós að tilvís-
un 60 á bls. 194 er heldur ekki rétt. Þar er vitnað í bók Jóns Rafnssonar, Vor
í verum, bls. 170, en hlýtur að eiga að vera Baráttan um brauðið eftir Tryggva
Emilsson, bls. 280.
1 Til að girða fyrir misskilning skal tekið fram að ég dreg ekki í efa að Stefán hafi
tekið, eða nýtt, þann fjölda viðtala sem hann nefnir. Árangur þess getur m.a. að líta
í ágætri grein í Svensk Historisk tidskrift 1985:3. „Att skapa kállmaterial. Arbetar-
minnen frán Akureyri 1920-1940."