Saga - 1990, Blaðsíða 223
RITFREGNIR
221
VIII. Baráttan um verkalýðsfélögin. Petta er lokakafli verksins þar sem heildar-
niðurstöður eru kynntar.
í lok hvers kafla er samantekt og enskur útdráttur í bókarlok. Að auki
prýða bókina nokkrar myndir og línurit, töflur og súlurit sem eru lesendum
til hægðarauka.
Heimildir
Frumheimildirnar sem verkið byggir á eru fyrst og fremst plögg frá pólitísk-
um og faglegum samtökum á Norðurlandi. Hér hefur Stefán unnið þarft verk
með því að safna saman eða skrá heimildir víðsvegar að á Norðurlandi.
Hann telur að heimildir frá verkalýðsfélögunum á Norðurlandi séu nægar og
á þar við gerðabækur þótt enn séu eftir nokkrir svartir blettir (bls. 36). Jafn-
framt er hörmulegt að gerðabók ASÍ fram til 1938 skuli vera týnd. Hins vegar
er ástandið vafalaust jafn slæmt á Norðurlandi og víða annars staðar hér-
lendis hvað snertir vörslu sendibréfa til og frá einstökum félögum.
Um bréfasafn Alþýðusambandsins sem varðveitt er í Sögusafni verkalýðs-
hreyfingarinnar við Grensásveg segir Stefán orðrétt: „í skjalasafni ASl eru
varðveitt mörg bréf til forystumanna Alþýðuflokksins í Reykjavík. Öll [let-
urbreyting Þ.F.] vitna þau um að minnsta kosti tvennt. í fyrsta lagi var for-
ystan í Reykjavík gagnrýnd af landsbyggðarfólki, þar sem menn þóttust eiga
undir högg að sækja vegna starfsemi kommúnista. í öðru lagi var þar að
finna tillögur um að flokkurinn ætti að stefna meira til vinstri til þess að mæta
samkeppninni um áhrifin í verkalýðshreyfingunni" (bls. 118). Skyldi ekki
vera tekið fulldjúpt í árinni að fullyrða að öll bréf til ASÍ-forystunnar vitni um
a.m.k. tvennt? Þó Stefán sé hér sem víðar nokkuð ógagnrýninn á meðferð
málsins hefur hann, með rannsóknum sínum, styrkt tilgátuna, sem raunar
var komin fram áður, um átökin í Alþýðusambandinu/Alþýðuflokknum á
grunni andstæðnanna milli Reykjavíkurvaldsins og dreifbýlisins.
Opinberar heimildir eru t.d. skrár um fólksfjölda, kosningaskýrslur,
skattaskrár, dómabækur, gerðabækur bæjarstjórna og opinber tölfræði.
Höfundur hefur einnig notað útvarpsfréttir frá átökunum 1933 og 1934, sem
er nýbreytni í sagnfræðirannsóknum hér á landi. Stefán hefur lagt kapp á að
eiga viðtöl við fólk og leggur að eigin sögn (bls. 36) áherslu á munnlegar frá-
sagnir. Þessi tegund heimilda skipar mikilvægan sess í rannsóknum á verka-
lýðssögu; um það þarf ekki að deila. Hann segir t.d. á bls. 47 að ein aðferð til
að rannsaka á hvern hátt fólk dró fram lífið, á tímum kreppu og árstíðabund-
ms atvinnuleysis, t.d. með aðstoð garðræktar, skepnuhalds o.s.frv., sé að
sPyrja fólk sem man þá tíma. í þessu skyni segist Stefán hafa tekið fjölda við-
tala (yfir 30) sem skili sér bæði í beinni þekkingu á þessu afmarkaða sviði og
einnig á annan hátt. En hvernig skilar Stefán þessari þekkingu til lesanda?
því er miður að svarið er: illa. Næsta lítið verður úr þessari áætlun sem hann
'ýsir af nokkru andríki. Við fáum að vísu að vita að fólk gat ekki náð endum
saman með launavinnu einni. Því var garðrækt og e.t.v. skepnuhald nokkur
Husn. Við fáum hins vegar ekkert að vita um garðræktina; hverjir stunduðu
hana, hversu stórir voru garðarnir, hvað ræktaði fólk, var sá háttur hafður á