Saga - 1990, Blaðsíða 253
RITFREGNIR
251
nýjar, sem Snorri á samkvæmt sögninni að hafa „tekið upp í álagið" (sbr. bls.
153-5) og söguna af Halli skáldi á Horni og Snorra og viðskiptum þeirra við
útlenda skipverja (bls. 177-9).
Hér að framan hef ég farið nokkuð almennum orðum um efnistök ÞV og
heimildanotkun. Frásögn hennar byggist á miklum fróðleik; einkum er Iofs-
vert hve hún hefur nýtt sér skjalasöfn af mikilli natni.
Fátt held ég sé að athuga við meðhöndlun staðreynda í þessari bók. Hér
verður aðeins haft orð á einu sem orkar tvímælis: ÞV Iætur síra Þórhalla á
Borg „staðfesta Snorra með venjulegri konfirmasjóns forrétting . . ." (bls.
43). Þetta hefur hún eftir „Ættartölu og æviágripi" Snorra sem tekið mun
saman af ættingjum hans, augljóslega að honum látnum, og varðveitt er
skert.17 í nefndri heimild er fermingarathöfnin ekki tímasett en Þórunn lætur
hana fara fram 1724 (Snorri þá 14 vetra). Hún bætir við að „á þessum tíma
voru bara sum ungmenni fermd." 1 æviágripi Snorra eftir Sighvat Grímsson
er hann talinn hafa verið fermdur á 18. aldursári (heimildar ekki getið).18 í
Ijósi samtímaheimilda verður að teljast mjög ósennilegt að Snorri hafi verið
fermdur; hann væri þá eina þekkta dæmið um að börn hafi fermst hér á landi
á tímabilinu ca 1700-1741, áður en fermingartilskipunin var lögleidd. Hin
elstu sálnaregistur geyma ekkert dæmi um slíkt; og Ludvig Harboe hefur eft-
ir einum heimildarmanni að slíkt hafi síðast gerst í Hólastifti árið 1694. Ann-
ars var það hin gamla stofnun, altarisgangan, það að ganga til guðs borðs í
fyrsta sinn, sem markaði inntöku manns í kristilegt samfélag.19 Það verður
því að teljast líklegt að „Ættartala og æviágrip" Snorra rugli saman altaris-
göngu og fermingu.
Sem vænta má er þessi langi texti ekki alveg laus við yfirsjónir í frágangi.
A bls. 166 verður Jón Þorkelsson (alias Thorchillius) skólameistari að „Jón
Þorláksson" og á öðrum stað (bls. 91) breytist hann í „Jón rektor Thorkelín".
Annars er ekki hægt annað en lofa fráganginn á því lærða góssi sem fylgir
textanum - tilvísunum og heimildaskrá. Hér er yfirleitt vel á öllu haldið. (Til
athugunar ef ritið skyldi verða endurútgefið: á bls. 95 hefur fyrsta tilvísun-
arnúmerið fallið brott; og útgáfuár bókar eftir Þórð Kristleifsson í 14. tilvís-
unargr. bls. 278 rímar ekki við heimildaskrá.) Af almennum toga skal hér
aðeins nefnt eitt atriði sem ég felli mig ekki alls kostar við, þ.e. að ÞV töluset-
ur tilvísun við upphaf þeirrar efnisgreinar eða þeirra málsgreina sem tilvís-
unin á við. Venjan er þó sú að tilvísun sé tölusett í Iok hlutaðeigandi efnis-
greinar og er bágt að sjá hvað mælir með því að brugðið sé frá þeirri venju.
ÞV er heldur ekki samkvæm sjálfri sér í þessu fráviki (sbr. bls. 34, tvgr. nr.
17 Lbs. 626, 8vo.
18 Merkir Islendingar. Nýr flokkur. I. Jón Guðnason bjó til prentunar (Reykjavík
1962),63.
19 Sjá Loftur Guttormsson, „Læsefærdighed og folkeuddannelse 1540-1800". Ur nor-
disk kulturhistoria. Liiskunmghet och folkbildning före folkskolevasendet. Red. av M. Joki-
pii och I. Nummela (Studia Historica Jyváskyláensia 22,3; Jyváskylá 1981), 134-5,
155.