Saga - 1990, Blaðsíða 77
1 LÁNSFJÁRLEIT 1937-39
75
en hann [Ohlson] hélt, að traust landsins mundi ekki bera
slíkt lán. Mér fannst á öllu, að erfiðara væri nú allt viðtal eftir
að sendinefnd ríkisins hefði verið hér heldur en í vor, og
heyrði greinilega á Ohlson, að bankamenn hér hafa fengið
skelk við erindi þeirrar nefndar og upplýsingar, sem hún gaf
um fjárhagsástæður landsins.
Borgarstjóri var þó enn vongóður um að fá lán til hitaveitunnar í
Gautaborg. Petta fór þó á aðra leið. Borgarstjóri var boðaður til fundar
með bankastjórum Göteborgs bank, líklega hinn 8. júlí. Þar var hon-
um tilkynnt, að hitaveitan væri að vísu óvenjuglæsilegt fyrirtæki, en
þrátt fyrir það treysti bankinn og tengdar peningastofnanir sér ekki til
að veita lánið vegna þess hvernig ástatt væri um utanríkisviðskipti
íslands og gjaldeyrismál. „Hér hefir fjárhagsástand landsins eyðilagt
þetta sem fyrr í London, " varð Pétri að orði. Hann frétti um svipað
leyti, að lán til Laxárvirkjunar hefði fengist í Danmörku og einnar
milljónar sterlingspunda lán í Englandi til að leysa fjárhagsvanda
íslenzka ríkisins. „Við erum þá í augnablikinu einir með sárt enni - og
langbesta fyrirtækið. Mér líkar það nú ekki, það verð ég að segja, og
þannig mega erindislokin hér ekki verða," segir Pétur um fréttina.
Enskilda banken var næstur á dagskrá borgarstjóra. Hann ræddi
við Nachmansson, aðstoðarbankastjóra hans, daginn eftir að úrslit
fengust í Gautaborg (9. júlí) og veitti honum ýmsar upplýsingar.
Nachmansson spurðist fyrir um, hvort unnt væri að vinna allt verkið
í ákvæðisvinnu og kaupa síld á íslandi fyrir andvirði vaxta og afborg-
ana. Borgarstjóri taldi hitaveituframkvæmdirnar þess eðlis, að íslend-
ingar gætu unnið verkið sjálfir og ódýrara en aðrir, en fyrirspurninni
um síldarkaup kvaðst hann ekki geta svarað að svo stöddu. Pétur
sneri sér þó samdægurs til Ólafs Thors og bað hann um að útvega
heimild til að bjóða síldarkaup fyrir andvirði afborgana og vaxta hita-
veitulánsins, og taldi Ólafur sig geta sent samþykkt síldarútvegs-
nefndar varðandi þetta hinn 11. júlí. Petta kom þó ekki að notum.
Nachmansson boðaði Pétur til viðtals einum til tveimur dögum síðar
og tjáði honum, að Enskilda banken treysti sér ekki til að veita lánið
jafnskömmu eftir að Göteborgs bank hefði hafnað því, en ráðlagði
borgarstjóra að koma aftur eftir 1-2 mánuði. Pétur kveðst hafa fyllst
grunsemdum um, að forráðamenn bankans vildu sjá hverju fram
yndi um síldveiðar íslendinga sumarið 1938 og hvort þær bættu ekki
svo gjaldeyrisástand landsins, að lánveitingin yrði áhættulítil.