Saga - 1990, Blaðsíða 217
RITFREGNIR
215
glögga mynd af stöðu rannsókna á þessu sviði, bæði heima og erlendis. Bók-
in byggir að sumu leyti á skrifum annarra sagnfræðinga um fólksfjölda- og
fjölskyldusögu, en að uppistöðu er þetta nývirki sem færir okkur mikla við-
bótarþekkingu um íslenska þjóðfélagsþróun á 19. öld og fram um 1930.
Höfundur kannar stærð og gerð íslensku fjölskyldunnar 1801-1930 og
hvernig fólksfjöldaþróun, efnahagslíf og félagsmálapólitík yfirvalda mótuðu
hana. Bókin teygir sig því yfir víðfeðmt svið og grípur inn í fólksfjöldafræði
(demógrafíu), félagssögu og hagsögu. Það er gengið skipulega til verks, við-
fangsefnið skýrt afmarkað, gerð grein fyrir stöðu rannsókna á þessu sviði,
spurningar og tilgátur settar fram í upphafi sem höfundur leitar svara við í
ritgerðinni.
Meginkenning Gísla Ágústs er sú að yfirvöld á Islandi hafi markvisst stefnt
að því á öldinni sem leið að takmarka hjónabönd og heimilisstofnun fátækra
manna í því skyni að hindra aukna fátækrabyrði hreppanna og útvega
bændum ódýrt vinnuafl búlausra manna. Þar sem nánast öll framleiðsla fór
fram á heimilum og þar af leiðandi litla atvinnu að hafa utan þeirra var yfir-
völdum mikið í mun að geta haft einhverja stjórn á fjölskyldustofnun og þar
með barneignum efnalítils fólks í því augnamiði að stuðla að sem „hag-
kvæmastri framleiðslu" og koma í veg fyrir atvinnuleysi. Til þess að stofna
fjölskyldu þurfti fólk allajafna að komast yfir jörð eða þurrabúð við sjó, en
einmitt með því að takmarka aðgang fólks að þeim, gátu yfirvöld stemmt
stigu við barneignum fátæklinga. Þetta voru tímar ófullkominna getnaðar-
varna og því má segja að önnur leið hafi vart verið fær til að hafa hemil á
fólksfjölgun en að takmarka fjölskyldustofnun með einhverjum hætti.
Þessu markmiði reyndu yfirvöld að ná með yfirgripsmikilli félagsmálalög-
gjöf, sem sagt er ítarlega frá í III. kafla bókarinnar. Gísli Ágúst greinir frá víð-
tæku valdi sem sveitarstjórnum og æðri stjórnvöldum var fengið með
fátækralögum og vinnustéttalöggjöf sem skyldaði búlaust fólk í vinnuvistir
hjá bændum og takmarkaði aðgang að húsmennsku og þurrabúðum. Lög-
gjafanum var sérstaklega umhugað að takmarka fólksfjölgun við sjávarsíð-
una til þess að koma í veg fyrir að sveitirnar misstu vinnukraft þangað;
atvinna var auk þess talin ótryggari og stopulli við sjóinn og hætta þar því
meiri á sveitarþyngslum en til sveita. Löggjöfin miðaði í stuttu máli að því að
viðhalda samfélagsgerð gamla bændasamfélagsins og hindra vöxt þéttbýlis.
Hvernig tókst til með þessa löggjöf? Höfundur telur að sveitarstjórnir hafi
framfylgt markmiðum laganna „as effectively as they could" (bls. 118) og tek-
!st að hindra fátækt fólk í að reisa sér bú, einkum við sjávarsíðuna. Hann
nefnir til sögunnar dæmi af fólki sem bannað var að setjast að í Reykjavík
vegna þess að það var fátækt og hætta á að það lenti á sveitinni og yrði bæjar-
félaginu til byrði. Einnig eru tilfærð dæmi um fólk sem dregið var til saka
fyrir ólöglega hús-, þurrabúðar- og lausamennsku.
Gísli Ágúst styður ennfremur mál sitt með því að sýna fram á að fólki veitt-
'st ae erfiðara að stofna til hjónabands og reisa bú upp úr miðri öldinni. Eftir
hagvaxtarskeiðið 1820-50 settu efnahagsvandræði mark sitt á þjóðfélagið
um og eftir 1860, en á sama tíma var hafður hemill á heimilisstofnun og fólks-
flutningum til sjávarsíðunnar, þannig að lítil þéttbýlismyndun varð fram um