Saga - 1990, Blaðsíða 273
RITFREGNIR
271
Will Durant: SIÐASKIPTIN. SAGA EVRÓPSKRAR
MENNINGAR FRÁ WYCLIF TIL KALVÍNS. 1300-1564.
Fyrsta bindi. Björn Jónsson íslenskaði. Bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs. Reykjavík 1989. 230 bls. Myndir.
Hið mikla ritverk Bandaríkjamannsins Wills Durants um sögu siðmenningar-
innar hefur löngum verið í hávegum haft víða um lönd og kann mörgum að
þykja sem það sé að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um það hér. Útkoma
þessa bindis verksins á íslensku hlýtur þó að teljast til svo mikilla tíðinda, að
vart væri við hæfi að þess væri að engu getið í helsta sagnfræðitímariti
landsins. Ber þó að taka skýrt fram þegar í upphafi, að hér er einvörðungu
um að ræða ritfregn, ekki ritdóm.
Eins og fram kemur í bókartitli fjallar sá hluti Sögu siðmenningarinnar, sem
ber heitið Siðaskiptin, um evrópska menningarsögu tímabilsins 1300-1564.
Þetta bindi, sem hér liggur fyrir, er aðeins fyrsti hluti þessa verks og nær yfir
tímabilið frá 1300 og fram til 1517, þ.e. fram til þess er Marteinn Lúther kom
fram á sjónarsviðið og gerði uppreisn gegn katólsku kirkjunni. Hér er því um
að ræða umfjöllun um það, sem við almennt köllum aðdraganda siðaskipt-
anna, en Durant, og margir fleiri, halda því fram að siðaskiptin hafi hafist
með John Wyclifá Englandi og Lúðvík af Bæjaralandi á 14. öld, hafi síðan sótt í
sig veðrið með Jóhanni Húss á 15. öld og „ . . . brustu á af heljarofsa á 16. öld
með hinum ódeiga munki frá Wittenberg."
Frásögn þessa bindis hefst með greinargerð um rómversk-katólsku kirkj-
una á tímabilinu 1300-1517, en síðan er fjallað um einstök lönd og þó mest
um England og Frakkland á tímabilinu. Mið-Evrópa fær til að mynda aðeins
23 síðna kafla og þar er af einhverjum ástæðum einnig greint frá sögu
Norðurlanda og í 17 síðna kafla í bókarlok greinir frá sögu Bæheims og Pól-
lands og segir þar m.a. frá Jóhanni Húss. Sögu Ítalíu er ekki sinnt, enda mun
um hana fjallað í öðrum hluta verksins, og sama máli mun gegna um sögu
Miklagarðsríkis.
Efnisskipan er þannig nokkuð önnur en ætla mætti af bókarheitinu einu
saman, en svo vill oft fara þegar út eru gefnir hlutar af stórum verkum. Um
efnistökin er hins vegar það eitt að segja, að þau eru afar skemmtileg. Durant
er sagður hafa sett sér það markmið að segja sögu siðmenningarinnar á þann
hátt að sem flestir gætu haft gagn og gaman af og það hefur honum tekist
betur en flestum öðrum. Rit hans eru ekki strangvísindaleg sagnfræði heldur
alþýðufræði í besta skilningi þess orðs. Hann segir söguna á lifandi og
skemmtilegan hátt, skýtur á stundum inn smellnum athugasemdum frá eig-
in brjósti, og tekst að gera efninu þau skil að áhuga hlýtur að vekja, jafnvel
meðal þeirra lesenda, sem að öðru jöfnu hafa ekki sérstakan áhuga á sögu
eða sögulegum fróðleik.
Nú er liðinn u. þ. b. aldarfjórðungur síðan Bókaútgáfa Menningarsjóðs gaf
út rit Durants um Grikkland hið forna og Rómaveldi, í þýðingu Jónasar Kristj-
ánssonar. Þau rit hlutu mikið og verðskuldað lof á sínum tíma og var þýð-
ingu Jónasar viðbrugðið. Björn Jónsson skólastjóri hefur þýtt þetta bindi og