Saga - 1990, Blaðsíða 225
RITFREGNIR
223
Súluritið sem sýnir fjölda skráðra félaga í ASl 1916-1942 (bls. 82) er rangt.
Gengið er út frá þeirri þrálátu vitleysu að félagafjöldinn í ASÍ1916 hafi verið
650. Þetta var leiðrétt í Gullnu flugunni (bls. 153, tilvísun 1). Þar var bent á að
Dagsbrúnarfélagar voru á því ári um 600 og stofnfélögin, sex auk Dagsbrún-
ar, höfðu samanlagt u.þ.b. 2200 félagsmenn. Taflan á bls. 232 er einnig röng,
en þar er um að kenna einhverjum tæknibrellum á tölvuöld.
Valdahlutfallakenning og Strassborgarkenningar
Við rannsóknir sínar byggir Stefán Hjartarson að nokkru leyti á „valdahlut-
fallakenningum" (maktrelationsteorier) sænska sagnfræðingsins Ingmars
Johanssons, en hefur einnig hliðsjón af kenningum félagsfræðingsins Walters
Korpis og sagnfræðingsins Klas Amarks. Helstu spurningar Stefáns eru:
Hvaða þýðingu höfðu valdahlutföllin innan verkalýðshreyfingarinnar og
alþjóðleg tengsl á hina faglegu þróun á Norðurlandi kreppuáranna? í beinu
framhaldi af þessu leitast hann við að svara spurningum s.s.: hvers vegna
klofnuðu aðeins sum verkalýðsfélög en ekki önnur? Hverjir stóðu að baki
klofningsaðgerðum? Var þróunin önnur hér á landi en í öðrum ríkjum Vest-
ur-Evrópu? Þessar tímabæru spurningar krefjast þríþættrar rannsóknar: /
fyrsta lagi: hvernig var umhorfs í alþjóðlegri verkalýðshreyfingu á tímabil-
inu? /öðru lagi: norðlensk verkalýðshreyfing bæði í ljósi þeirra aðstæðna sem
voru ríkjandi á heimaslóð og eins sem hluti af stærri íslenskri heild. ípriðja
lagi: erlend tengsl sósíaldemókrata annars vegar og kommúnista hins vegar
Á hvern hátt höfðu þau áhrif á þróunina á íslandi almennt og á Norðurlandi
sérstaklega? Varðandi þetta atriði bendir Stefán á Strassborgarkenningarnar,
sem Alþjóðasamband kommúnískra verkalýðsfélaga, Profintern, samþykkti
í janúar 1929, og leitast við að skýra hvernig þessi herstjórnarfræði kommún-
>sta birtist í afdrifaríkum verkfallsátökum á Norðurlandi, sérstaklega í
Krossanesverkfallinu 1930, Nóvudeilunni 1933 og Borðeyrardeilunni 1934.
Fyrrnefnd átök á Norðurlandi voru afleiðingar hinnar óvægnu baráttu sós-
íaldmókrata, sem notuðust við yfirráð sín yfir ASÍ, og kommúnista sem
beittu fyrir sig Verkalýðssambandi Norðurlands (VSN). Auk þess að skoða
verkföllin í ljósi Strassborgarkenninganna leitast höfundur við að bregða
þeim undir fræðilega mælistiku fyrrnefnds Ingmars Johanssons. En fyrst
finnur hann sig knúinn til að skilgreina hugtakið hagsmunaárekstur. Það
reynist honum fljótgert, með því að hann segir sér nægja sú skilgreining að
þegar A og B hafi ósamrýmanleg markmið eða hagsmuni þá eigi A og B í
hagsmunaátökum (bls. 21). Hvað nú ef hagsmunir A og B rekast aldrei á þótt
ólíkir séu? Þurfa ekki hagsmunir A og B að skerast til þess að framkalla
arekstur? Ólíkir hagsmunir og ósamrýmanleg markmið ein og sér eru ekki
r>óg til þess að kalla fram hagsmunaárekstur. En þetta var útúrdúr. Víkjum
aftur að Ingmar Johansson. Hann telur að finna megi þrjár gerðir verkfalla
sem séu háðar skipulagsgerð verkalýðshreyfingarinnar.
1. Verkfall, óundirbúið, óskipulagt og án eiginlegrar verkfallsstjórnar.
Varnarbarátta sem er einkennandi fyrir bernskuár verkalýðsfélaga.
2. Verkfall fyrir hækkuðum launum og fyrir að fá viðurkenndan samnings-