Saga - 1990, Blaðsíða 136
134
SVEINBJÖRN RAFNSSON
ýtarleg og Grágásarlögin. Skyldleiki er þó með Frostuþingslögum og
Grágás. Sérstaklega skal bent á ákvæði Frostuþingslaga X, 46:
Ef hross rennur eftir ríðandi manni þá láti hann hross til varð-
veislu fyrr en hann hafi riðið um þrjá bæi eða ábyrgist sjálfur
ellegar.
Pessi mörk, þrír bæir, eru einnig höfð um sömu atvik í Grágás og þar
látin varða fjörbaugsgarð.
Ffvað veldur því að þessi mörk, þrír bæir, eru höfð um hrossreiðir
bæði í Grágásarlögum og Frostuþingslögum? Skýringar er helst að
leita í þriðju norrænu lögunum, Skánsku lögum, sem sannanlega
hafa verið til bókfest um 1200, þar sem Andrés Sónason erkibiskup í
Lundi sneri þeim á latínu í byrjun þrettándu aldar. Þar er svohljóð-
andi grein, færð til venjulegrar íslensku:7
Ríði maður annars manns hesti innan marka án hans leyfis,
bæti tvo aura; ríði hann um önnur bæjarmörk, bæti hálfa
mörk; ríði hann um þriðju bæjarmörk, bæti sex aura.
Einlægast er að telja þessar samsvaranir Grágásarlaga, Frostuþings-
laga og Skánsku laga um þriggja bæja mörk til komnar vegna áhrifa
Lundarerkibiskupa, en þeir voru höfuð kirkjunnar á Norðurlöndum
framan af tólftu öld og hlutuðust til um lagasetningu í erkibiskups-
dæminu eins og Kristinréttur forni segir berum orðum. Það er líklegt
að lagagreinar þessa efnis hafi verið skráðar á fyrri hluta tólftu aldar á
Skáni, í Þrændalögum og á íslandi.
í barbaralögum eru kaflar um hrossreiðir, og virðast sumir skyldir
elstu norsku og íslensku lögunum eins og rakið verður að nokkru hér
á eftir. En ein eru þau lög sem eru langýtarlegust og orðflest um þess-
ar sakir meðal barbaralaga líkt og Grágás meðal norrænna laga. Það
eru Langbarðalög eða Leges Langobardorum. Þau verða því sérlega
áhugaverð til samanburðar við Grágásartextana. Meðal helstu lög-
fræðilegra vandamála frá rómarréttarlegu sjónarmiði sem krufin eru í
hrossreiðaköflum Grágásar og Langbarðalaga er munur (distinctio) á
notkunarþjófnaði (furtum usus) og láni hlutar (res commodatus eða com-
modatio). En í Grágás og Langbarðalögum eru þessi mál ekki alltaf
skilin á eins sértekinn (abstrakt) hátt og í rómverskum rétti og það er
einmitt mikilvægt atriði. Lagagreinar Grágásar og Langbarðalaga
7 Skánske Lov. Text I-III (1933) 144 (Text I), sbr. 247 (Text II), 420 (Text III) og Skdnske
Lov. Anders Sunesons parafrase m.m. (1933) 568.