Saga - 1990, Blaðsíða 188
186
RITFREGNIR
helgaðist sennilega ma. af því að smjör varð svo dýrt frá 14. öld að ekki var
freistandi að greiða leigu með sambærilegum upphæðum í öðru.
Þá er fullyrt að landskuld hafi lækkað á 14. öld, eins og margir hafa talið
(bls. 95, 96), en það er vafalítið rangt. Nægir að vísa til Þorvalds Thor-
oddsens um þetta.7 Enn segir að föstum kúgildum hafi tekið að fjölga á 15.
öld en það gerðist vafalaust á 14. öld, samanber eignaskrár klaustra.8
Nýjar hugmyndir um hjáleigur og búðir
Þessi skoðun um lækkun landskuldar á 14. öld og fjölgun fastra leigukúgilda
á 15. öld veldur líklega með öðru að hér er ekki talið að hjáleigubyggð hafi
tekið að aukast að marki fyrr en um og eftir 1500 (bls. 95). Ólafur Lárusson
taldi þó að hjáleigubyggð hefði hafist til muna á 14. öld.9 Björn Teitsson hefur
fært rök fyrir að byggð í landinu, amk. á Norðurlandi, hafi ekki fyrr en á 17.
öld náð sama stigi og hún hafði um 1340 og er því 14. öldin miklu líklegri sem
blómaskeið hjáleigna en 15. öldin.10 Hækkun smjörverðs á 13. og 14. öld sýn-
ir eftirsókn eftir smjöri, fjölgun leigukúgilda er svarið við því og síðan hjá-
leigurnar. Aukin sjósókn á 13. og 14. öld hefur líka stuðlað að hjáleigubyggð-
inni því að hjáleigubændur gátu bjargast við sjó jafnframt landbúnaði. Eins
og kunnugt er var afnumið bann þess efnis árið 1294 að fólk sem ekki átti til
fimm hundraða reisti bú. Þetta hefur væntanlega stuðlað að hjáleigubúskap.
En hitt er rétt að hjáleigurnar sjálfar koma ekki skýrt fram í heimildum fyrr
en um 1500. Engu að síður hlýtur þorri þeirra að hafa orðið til á 14. öld og
kannski ekki við því að búast að þær komi skýrt fram í heimildum 14. aldar
eins og þær eru vaxnar, lögbýli eru nær alltaf í forgrunni.
Það er nýjung í þessu verki að telja að hjáleigubyggð hafi ekki hafist að
marki fyrr en um 1500 og eins er nýjung að telja að búðseta hafi ekki hafist að
marki fyrr en á 15. öld (bls. 110, 121) og ennfremur að það hafi einkum verið
vermenn sem stunduðu sjóinn á 14. öld, aðkomnir fiskimenn. í Grágás er
bann við búðsetu nema hreppsmenn leyfi en ekkert slíkt bann er í Jónsbók. Er
því líklegt að búðseta hafi aukist frá seinni hluta 13. aldar. Athygli vekur að
í umræddu verki er hvergi minnst á réttarbót Magnúsar konungs um lausa-
menn og búðarmenn. Hún er ekki vel varðveitt og aldur hennar er óviss en
hún er klárlega eignuð Magnúsi konungi og hlýtur að vera allmiklu eldri en
Píningsdómur frá 1490. í réttarbótinni um lausamenn og búðarmenn segir
m.a.:
Nú eru þeir menn er minna fé eiga og þó lausir séu skulu búðarmenn
heita eða sjómenn, þeir skulu kónginum þá hlýðni sýna að selja hon-
um eður hans umboðsmanni þar hvað sem það er þeir hafa til sölu af
7 Lýsing íslands III (1919), bls. 40-41.
8 Sbr. td. D/ III, bls. 214, sbr. II, bls. 377. Kúgildin voru auðvitað ekki föst eins og
kirknakúgildi („járnkýr").
9 Ólafur Lárusson, „Úr byggðarsögu Islands". Byggð og saga (1944), bls. 55.
10 Sbr. Skírni, tilv. st.