Saga - 1990, Blaðsíða 257
RITFREGNIR
255
Elín Pálmadóttir: FRANSÍ BISKVl. FRÖNSKU ÍSLANDS-
SJÓMENNIRNIR. Almenna bókafélagið. Reykjavík 1989.
305 bls. Töflur, myndir, myndrit.
Fyrri heimsstyrjöldin, la grande guerre, markaði mikil tímamót í sögu
Frakklands. 1 hugum franskra bænda skilur hún, ekki síður en stjórnarbylt-
ingin mikla, á milli nútímans og fortíðarinnar, segir franski félagsfræðingur-
inn Edgar Morin (Commune en France: La métamorphose de Plodémet, 50): fyrir
stríð og í gamla daga eru samheiti í máli þeirra. í lífi franskra úthafsveiði-
manna voru umskiptin sem urðu í fyrri heimsstyrjöldinni þó jafnvel enn
alvarlegri en hjá kollegum þeirra í bændastétt. Af ýmsum orsökum tókst
frönskum útgerðarmönnum, sem stundað höfðu blómlegan rekstur þilskipa
á íslandsmiðum um áraraðir, ekki að aðlaga sig breyttum háttum með til-
komu togara og vélvæðingar í veiðum og vinnslu. Á fáum árum urðu tignar-
legar bretónskar og flæmskar seglskútur, sem áður höfðu sett svo mikinn
svip á fiskimiðin við íslandsstrendur, að síga undan reykspúandi togurum
breskrar ættar, sem með hjálp sívaxandi flota íslendinga, áttu eftir að nýta
(og misnota) auðlindir hafsins í kringum landið.
Saga þessara veiða hefur löngum verið vafin nokkrum dýrðarljóma í hug-
um fransks almennings. Æ síðan skáldverk nítjándu aldar metsöluhöfundar-
ins Pierre Lotis, Pecheurs d'Islande (Á íslandsmiðum í íslenskri þýðingu Páls
Sveinssonar), kom út árið 1886 vöktu íslandssjómennirnir aðdáun fyrir hug-
rekki sitt og æðruleysi í ólgusjó Norður-Atlantshafsins. Snemma vors eða
síðla vetrar sigldu þeir út í óvissuna, og sneru svo aftur (þ.e. þeir sem ekki
urðu bráð Ægis) færandi heim auð í fátæk sjávarþorp á norðurströnd
Frakklands. í raðir þessara sjómanna sótti líka franski flotinn sína bestu sjó-
liða, harðnaða af strangri baráttu við úthafið í norðri.
Aftur á móti hefur veiðum frönsku Islandssjómannanna lítill gaumur verið
gefinn í sagnaritun okkar íslendinga, líkt og veiðum annarra útlendra fiski-
manna við íslandsstrendur. Með ritverki sínu Fransí biskví bætir Elín Pálma-
dóttir blaðamaður rækilega úr þessum skorti. I bókinni rekur hún sögu
frönsku íslandssjómannanna frá ýmsum hliðum; hún gefur okkur innsýn í
líf þeirra á sjó og Iandi, auk þess sem hún rekur sögu samskipta íslendinga
við hina útlendu gesti. í bókarlok dregur höfundur saman í töfluformi og
línuritum yfirlit yfir umfang veiðanna frá því á síðari hluta 18. aldar og fram
undir byrjun seinni heimsstyrjaldar er veiðarnar leggjast endanlega af.
Á yfirborðinu er Fransí biskví einföld í byggingu og blátt áfram í stíl.
Rammi verksins er ferill veiðanna frá því lagt var upp frá Frakklandi og þar
til sjómennirnir sneru aftur til heimabyggða sinna snemma hausts. í byrjun
frásagnarinnar dregur Elín upp á næman hátt mynd af brottför íslandssjó-
niannanna frá Frakklandi. Lýsir hún þar þeirri eftirvæntingu og ótta sem
sjómennirnir og eiginkonur þeirra báru í brjósti, jafnframt því sem hún gerir
aðstæðum í heimabyggðum þeirra skil. Þaðan fylgjum við sjómönnunum til
Islands, kynnumst aðbúnaði þeirra og viðskiptum við íslendinga. Par kann
kannski helst að koma á óvart hve litla stoð þær „mýtur" sem við höfum alið