Saga - 1990, Blaðsíða 278
276
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1990
Áfram er unnið við útgáfu 17. og síðasta bindis Alþingisbókanna, en það
spannar árin 1791-1800, er alþingi hið forna var lagt niður. Stefnt hefur verið
að því, að þetta bindi komi út á þessu ári og má vera að það takist, en verður
ekki ljóst fyrr en síðla sumars. Eins og áður hefur komið fram, vinnur Gunn-
ar Sveinsson skjalavörður að þessu verki fyrir Sögufélag og alþingi, sem
kostar það og er þetta áttunda bindið, sem hann sér um. 1 framhaldi af því að
nefna Alþingisbækurnar vék forseti að því, að á síðasta aðalfundi kom fram
að tveir stjórnarmanna, Loftur Guttormsson og Sveinbjörn Rafnsson, hefðu
fengið Ólaf Ásgeirsson þjóðskjalavörð til liðs við sig til þess að meta, hvar
bera skyldi niður, ef Sögufélag tæki til við nýja útgáfu heimilda, eftir að lokið
væri útgáfu Alþingisbókanna. Þeir félagarnir þrír skiluðu áfangaskýrslu um
þetta verk í desember síðastliðnum og voru þessar niðurstöður þeirra
helstar:
1. Farið verði fram á það, að alþingi haldi áfram að styrkja útgáfu á heim-
ildum, er snerta sögu þess. Kemur þar fyrst til álita að hefja útgáfu á ritröð,
sem bæri nafnið Yfirrcttur Alþingis, og yrðu birtar þar dómabækur yfirréttar-
ins, sem til eru. Gögn þessi eru að vísu heldur rytjulega varðveitt eða aðeins
heilar dómabækur frá árunum 1708-15 og síðan 1780-1800. Við þetta bætast
svo útdrættir, sem til eru frá árunum 1749-96. Eitthvað er svo til af máls-
skjölum frá yfirréttinum, þar á meðal sex öskjur í skjalasafni stiftamtmanns.
2. Farið yrði fram á það við alþingi að það stæði undir kostnaði við endur-
prentun þeirra fimm binda alþingisbókanna, sem uppseld eru. Ber að minna
á í þessu sambandi, að Ingvar heitinn Stefánsson cand. mag. hafði farið
vandlega yfir 1. bindi Alþingisbókanna og skráð þær breytingar, sem gera
þarf til þess að leiðrétta nokkrar smærri villur. Ekki mun þetta þó meira en
svo að því mætti koma fyrir á einu eða tveimur viðbótarblöðum. Að sjálf-
sögðu þyrfti að fara eins að með hin bindin, sem þarf að endurprenta.
3. í þriðja lagi leggja þeir félagar til að hugað verði að ýmsu viðbótarefni
við alþingisbækurnar. Má þar nefna yfirlit eða lykil um handrit og skjöl, sem
notuð hafa verið við útgáfuna, yfirlit um varðveislu allra Alþingisbókanna,
prentaðra og óprentaðra, og síðast en ekki síst ýmislegt, sem varðar ytri ein-
kenni Alþingisbókanna. Má þar nefna sýnishorn af rithöndum og innsiglum
lögmanna, lögréttumanna og alþingisskrifara.
4. í fjórða Iagi benda þeir félagar á að verulegt fræðilegt gagn væri að því
að taka saman skrá um gerninga og samþykktir Alþingis, sem varðveist hafa
frá upphafi þess og til 1570.
Eins og ljóst má vera af framansögðu beindist athygli þeirra Lofts, Svein-
björns og Ólafs að því að starfað yrði áfram að útgáfu ýmissa gagna, sem
varða alþingi og kæmu í framhaldi af Alþingisbókunum. í framhaldi af þess-
ari umræðu hefur afgreiðsla félagsins unnið að því að flokka birgðir félagsins
af eldri bindum Alþingisbókanna. Voru nokkur bindi sett á bókamarkað og
seldist eitthvað af því. Þessari flokkun verður haldið áfram og birgðunum
komið fyrir á aðgengilegum stað, en nokkuð hefur skort á, að bækur þessar
væru aðgengilegar.
Næst vék forseti stuttlega að Landsnefndarskjölum, sem Helgi Skúli Kjart-
ansson vinnur nú að eftir því sem styrkur fæst til úr Vísindasjóði. Gerð var