Saga - 1990, Blaðsíða 243
RITFREGNIR
241
í Eyjafirði óx byggð á þessum árum. Miklar byggingar, bryggjur og
síldarsöltunarstöðvar risu upp á Akureyri og Oddeyri. Árið 1913
voru smíðaðar fimm bryggjur í Eyjafirði. Báðum megin fjarðarins óx
byggð hröðum skrefum út með öllum firði, aðallega eftir 1910 og á
fyrstu árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Á Svalbarðseyri reistu togara-
félögin Alliance og Njörður hús fyrir verkafólk, bryggjur og söltunar-
palla. Kveldúlfur keypti Ióðir á Hjalteyri og byggði þar. Síldarstöðv-
um með tilheyrandi mannvirkjum var komið upp á Krossanesi, í
Hrísey, Dalvík, Ólafsfirði, Grenivík og víðar. Á þessum fyrstu árum
síldarútvegsins var líka unnið af kappi við að koma upp síldarstöðv-
um í öðrum Iandshlutum: ísafirði, Önundarfirði, Álftafirði, Ingólfs-
firði, Reykjarfirði. Á mörgum þessara staða voru reist mikil mann-
virki. Viða annarsstaðar var byggt þótt í minni stíl væri, tii dæmis á
Raufarhöfn og F>órshöfn. (Bls. 120.)
Hér er verið að fjalla um tímabilið frá aldamótum og fram yfir fyrri heims-
styrjöld og er gott dæmi um hvernig ekki á að skrifa. Hér er farið alltof hratt
yfir sögu en hitt er þó verra að inn í þennan texta er troðið nánast eins mörg-
um villum og mögulegt er í svo stuttu máli. Til að skýra þetta verður að líta
á staðina hvern fyrir sig. Svalbarðseyri: Auk þeirra tveggja togarafélaga, sem
nefnd eru, voru Norðmenn með stöðvar um 1910, togarafélagið Víðir h/f
1916-17, togarafélagið Defensor á sama tíma, Guðmundur Pétursson 1909-
10, Björn Líndal frá 1911. Þarna var því um skeið saltað á sex bryggjum.
Hjalteyri: Auk Kveldúlfs söltuðu á staðnum m.a. F. Örtenblad frá Svíþjóð
a.m.k. 1906-16, John S. Boyle frá Glasgow 1907 og nokkur ár eftir það, þýska
fyrirtækið Nordsee 1907-14. Krossanes og Hrísey voru gamlir síldarstaðir en
nú bættust nýjar stöðvar við. Dalvík, Ólafsfjörður, Grenivík: Allir þessir
staðir áttu það sameiginlegt að búa við léleg hafnarskilyrði og þess vegna
hvarflaði ekki að nokkrum manni að setja þar upp söltunarstöðvar á þessu
tímabili. Það var ekki fyrr en löngu síðar að stöðvar komust á laggirnar, í
Ólafsfirði 1935, Dalvík um 1940 og á Grenivík er tæpast hægt að segja að sett
hafi verið upp söltunarstöð þótt eitthvað hafi verið saltað þar 1935-40 og svo
aftur löngu síðar. Áður en þetta svæði er yfirgefið má spyrja hvers vegna
myndarlegir síldarstaðir eins og Jötunheimar og Dagverðareyri og minni
staðir eins og Bjarg og Þórsnes eru ekki nefndir. í Önundarfirði var ekki
byggð síldarstöð fyrr en Andvari h/f byggði síldarverksmiðju árið 1925. Þessi
verksmiðja var að hluta til byggð upp úr beinamjölsverksmiðju sem Þjóð-
verjar höfðu reist úr rústum gömlu hvalstöðvarinnar sem brann árið 1901.
Um Raufarhöfn er það að segja að á árunum 1905 og 1906 tóku Norðmenn
lóðir á leigu undir sex söltunarstöðvar, auk þess sem Sveinn og Jón Einars-
synir söltuðu umtalsvert, a.m.k. til 1907. Ekki er vitað nákvæmlega um bygg-
ingar Norðmanna á þessum lóðum en þeir voru þó með 3-4 stöðvar í gangi
á hverju ári fram yfir 1916. Árið 1919 tók svo norski niðursuðukóngurinn
Chr. Bielland við eignum landa sinna á staðnum og saltaði, þar til G. & O.
Evanger tóku við 1921. Því verður Raufarhöfn alls ekki talin með hinum
ntinni síldarstöðum á þessum tíma. Um Þórshöfn er það að segja að þar
hófst ekki síldarverkun fyrr en um 1950. Eina undantekningin er að árið 1907
IS-SAGA