Saga - 1990, Blaðsíða 167
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
165
hugmyndir ráði hleypidómum höfundanna. Ég ætla að þar komi fram sú
hugmynd að bændur hafi hlotið að snúast gegn nýsköpun, þar sem hún
drægi fólk úr sveitunum. Þá er þess að gæta, að hagsmunir hinnar fámennu
stéttar landeigenda á tímum einveldis voru ekki bundnir við búsetu þeirra.
Þeir sóttu arðinn iðulega í önnur héruð, en ómagabyrðin var mál alls
landsins.
Öðru máli gegndi um óbreytta bændur, þegar þeir komust til áhrifa með
kosningarétti til löggjafarþings á 19du öld og síðar. Meðal þeirra sem þeir
kusu fulltrúa gætti frekar þeirra sjónarmiða að verja þá hagsmuni sem voru
tengdir búsetu í sveitum. Óbreyttir bændur sáu hagsmunatogstreitu við aðra
atvinnuvegi varðandi vinnufólk, og síðar kom upp það sjónarmið að beita
opinberum aðgerðum til að sem flestum, þ. á m. börnum þeirra, gæfist kost-
ur á að stofna heimili í nágrenninu, en blómlegt mannlíf í hverri sveit var
vitaskuld háð því að ungu fólki byðust þar viðunandi skilyrði. Af því að
bændur og fulltrúar þeirra höfðu orð um þessa togstreitu, kynnu menn að
vænta þess að þeir snerust gegn eflingu annars atvinnurekstrar en landbún-
aðar. Þeir hafa þó oft orðið að beygja sig fyrir þeirri staðreynd að landbúnað-
inum væru takmörk sett, bæði í næsta nágrenni þeirra og yfirleitt í landinu.
Það eru því mörg dæmi, sem ættu að vera augljós, um það að þeir hafi beitt
sér fyrir öðrum atvinnurekstri, sbr. áðurnefndan ritdóm minn um sögu ullar-
iðnaðarins og ótal önnur dæmi um atbeina kaupfélaga undir forystu bænda
um útgerð, fiskvinnslu og annan atvinnurekstur í þéttbýli.
Hvernig mega sagnfræðingar varast þá hleypidóma um bændur sem
dæmin sanna? Ráðlegast er að vera við öllu búinn, svo sem með því að hafa
í huga bændur sem voru miklir áhugamenn um nýsköpun, eins og Gestur á
Hæli og Eyjólfur Landshöfðingi, sem undirbjuggu af kappi stórvirkjun á
Suðurlandi meira en hálfri öld fyrir virkjun Þjórsár við Búrfell, og Þorvaldur
í Núpakoti sem lagði fyrr en flestir fé í togaraútgerð. Hitt væri líka ráð að
temja sér önnur vinnubrögð almennt við greiningu á gerðum manna sem
varða viðhald og umbreytingu þjóðfélagsins. Þá skyldu menn spyrja sig
fyrst, þegar skilja skal gerðir manna, hvað þeir hafi viljað (þ.e. hvaða mark-
mið þeir hafi haft), hvað þeir hafi getað (þ.e. hvaða tækifæri þeir hafi haft til
að fá sínu framgengt), hvað þeir hafi orðið að gera (þ.e. hverjar skyldur þeirra
hafi verið) og hvað þeir hafi mátt (þ.e. hvað hafi verið leyfilegt samkvæmt
lögum og siðaboðum). Þetta þarf allt að hafa í huga í senn.
lil að átta sig á því á hverju nýsköpun strandaði hefði Gísli Gunnarsson
getað fylgt eftir öllum þekktum tilraunum til nýjunga í sjávarháttum, t.d. til-
raunum með þilskipsútgerð. Þá hefði hann vitað hvað þeir sem að stóðu
vildu (þ.e. nýsköpun), en eftir stóð að átta sig á því hvað þeir gátu, máttu og
urðu að gera. Þá hefði hann hlotið að rekast á tilraunir Ólafs Stefánssonar,
sern hann kveðst ekki hafa vitað um36 og því varla farið að eigna honum
andstöðu við nýmæli af grundvaliarástæðimi varðandi valdastöðu, hvað sem
afkomu manna liði. Þá hefði GJTh vitaskuld verið óhætt að byrja athugun
^ Gísli Gunnarsson: „Leiðrétting."