Saga - 1990, Blaðsíða 207
RITFREGNIR
205
arnar áttu að veita, enda reka heimamenn féð [aftur] í geilarnar [réttina].
Með hliðsjón af þessum dæmum sýnist mér ekki einboðið að ráða að geil-
arnar í Odda sem nefndar eru í Þorláks sögu helga og Njálu merki heimreið;
geil er skyld gili eftir Orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar og mér sýnist
að orðin geil og traðir hafi verið notuð jöfnum höndum um geilar sem urðu
til milli mannhlaðinna garða eða að einhverju tilorðinna af náttúruvöldum en
fyrirbærið er hversdagslegt og orðin því sjaldhöfð í ritum.
Annað er að aldur Oddaverjaþáttar í Þorláks sögu helga, sem Helgi notar
sem heimild um þjóðleið um hlaðið í Odda, er umdeilanlegur og sýnist Helgi
ekki skeyta um athugun Jóns Böðvarssonar á eldri og yngri gerð Þorláks sögu
(Saga 1968). Jón leiðir líkur að því að yngri gerð Þorláks sögu sem geymir
Oddaverjaþátt hafi verið sett saman á tíð Árna biskups Þorlákssonar og ekki
get ég stillt mig um að benda á ákveðin hugsunarlíkindi í frásögnum af deil-
um um sama málefni í Árna sögu biskups og Oddaverjaþætti i yngri gerð Þor-
láks sögu. Deiluefnið í báðum ritum er um forræði á kirknafé og í fyrr tilvitn-
uðum 100. kapítula Árna sögu er Klængur kirkjubóndi í Haukadal látinn
segja þegar fyrrnefndur Oddur prestur bannaði honum fé kirkjunnar í
Haukadal: „Eigi mundu hinir fyrri frændur vorir þolað hafa, að þeir göngu-
menn sem af Síðu austan voru komnir tæki það sem þeir gáfu guði, og eigi
sæmilegt að þola þeim slíkan yfirgang." Hugsun í orðum þessum minnir á
fræga ræðu sem Oddaverjaþáttur Þorláks sögu leggur í munn Jóni Loftssyni
gegn kröfu Þorláks helga um forræði biskups á kirknaeignum, en ræða Jóns
hefst á orðunum: „Heyra má eg erkibyskups boðskap, en ráðinn er eg í að
halda hann að engu, og eigi hygg eg að hann vili betur né viti en mínir for-
eldrar, Sæmundur hinn fróði og synir hans ..." (Byskupa spgur 2. hæfte,
udg. af Jón Helgason, Kh. 1978, s. 252).
Mér sýnist vitnisburður Oddaverjaþáttar vega þungt í kenningu Helga til
þess að sýna að þjóðleið hafi legið um traðirnar í Odda á valdatíð Oddaverja
sem mér skilst á Helga að til fulls hafi staðið þrjátíu ár (1190-1220). Títt-
nefndur Oddaverjaþáttur og Njála kunna þó, eftir því sem hér var rakið, að
vera hæpnar heimildir um heimreið í Odda á þeim tíma sem kenningar
Helga ná yfir. Ekki get ég séð að Ieiðir enskra hefðarmanna sem fóru um
Odda 1810 ellegar alfaraleið sem Björn Gunnlaugsson merkir á uppdrátt sinn
1844 styðji þá kenningu að þjóðleið hafi legið um Odda á tíð Jóns Loftssonar
°g ættmenna hans. Helgi leggur áherslu á annan alfaraveg af tveimur sem
Björn Gunnlaugsson sýnir á uppdrætti sínum. Sá sem Helgi leggur áherslu á
hggur um garð í Odda en Helgi ræðir lítt um hinn sem liggur norðanvið
Odda og var á síðari hluta 19. aldar valinn sem eini alfaravegur um sýsluna,
þá hefir sá þótt betri kostur. Ásmundur Jónsson sóknarprestur í Odda Iýsti
sókn sinni árið 1839 og segir að einn alfaravegur liggi um hana rétt fyrir norð-
an Ægisíðu og yfir ána á Ægisíðuvaði, yfir þvera Rangárvelli rétt sunnanvið
Gaddstaði, Varmadal og Strönd og síðan yfir Rangá eystri á Borgarvaði.
Helgi nefnir ekki þessa lýsingu Oddaklerks né lýsingu Magnúsar Stephen-
sens sýslumanns frá árinu 1856, sem segir einsog séra Ásmundur, einn al-
faraveg liggja um Rangárvallasýslu (Sóknalýsingar Rangárvallasýslu, Rvk.
^68, s. 6, 138). Hvorirtveggja, prestur og sýslumaður, lýsa alfaravegi sem