Saga - 1990, Blaðsíða 211
RITFREGNIR
209
eldri útgáfunni á bls. 30. Fyrst vorþingsstaðimir eru ekki nefndir í nemenda-
texta, hefði verið gagnlegt að merkja þá inn á kort sem er á bls. 50 og fylgir
greininni Goðar og þingmenn. Kortið á bls. 199 í tilraunaútgáfunni, sem sýn-
ir Norðurlönd á 14. öld, hefði mátt vera áfram með greininni Sameining
Norðurlanda. En víðast er myndefni í prentuðu gerðinni mun ríkulegra og
betra en í hinni eldri útgáfu.
Þá er það ekki lítils virði að á spássíum er skýrð merking ýmissa orða í til-
vitnunum sem sparar kennurum og nemendum tíma og fyrirhöfn. í lok
hverrar greinar er bent á lesefni til viðbótar. Aftast eru svo myndaskrá, heim-
ildaskrá og nafna- og atriðisorðaskrá.
Textinn. Manni sýnist höfundar hafi samið og valið texta með það markmið
í huga að mikilsverðir þættir þjóðarsögunnar á þessu tímabili væru í bókinni
og þeir hafa talið nauðsynlegt að nemendur vissu um. Einnig hafa þeir valið
greinar í kafla þar sem hentugt er að birta góðar tilvitnanir úr heimildum,
bæði frumheimildum og eftirheimildum. Hér er mjög leitast við að færa
söguna í hendur nemendum, svo að þeir geti þreifað á henni á köflum. Sag-
an er aðallega rakin í tímaröð og skylt efni fellt saman í kafla. Samt er vikið
frá þessu á nokkrum stöðum. Greinin Víkingaöld er t.d. fimmta og síðasta
greinin í kaflanum um landnám íslands. En þetta reynist í besta lagi. Grein-
arnar um landnámið og námsvinna nemenda við þær verða þungamiðja og
athyglin beinist öll að hinu merkilega landnámi og víkingaferðir skipta
minna máli og mega gjarnan koma sem svar við spurningu nemenda Hvað-
an komu landnámsmenn? Þó finnst mér að greinin Til Grænlands og
Vínlands, sem er síðasta greinin í kaflanum Heiðið þjóðfélag og þar sem rætt
er um vestursiglingu Islendinga út frá heimildum, ætti betur heima með
greininni Siglingar, þar sem rætt er um siglingar út frá samningnum við Ólaf
helga. Þeim mætti steypa í eina í kaflanum Þjóðin. Vestursiglingin kemur
heiðnu þjóðfélagi lítið við þótt hún hefjist rétt fyrir kristnitöku hér. En sé hún
tengd við gerð skipa, búnað þeirra til siglinga og vandann að rata um úthafið
til meginlanda, koma millilandaverslun og samningurinn við Ólaf helga í
beinu framhaldi. í kennslubókinni er greinum 6-11 í samningnum sleppt. En
kostur hefði verið að taka þær með því að allar geyma þær ákvæði um rétt
Islendinga i Noregi. Það sem segir svo um suðurgöngur í siglingagreininni
wætti skeyta inn í kaflann um kristnina, t.d. greinina Fornar dyggðir.
Þó að engin grein sé um húsakynni, tekst höfundum að greina frá því efni
nteð myndum og myndatextum sem þeim fylgja. Og það sem betra er, þeir
tengja gerð húsa við efnahag manna og lífsafkomu þjóðarinnar á nokkrum
hmabilum. Hitt er verra að engin grein er um sjónmenntir sem eru enn van-
Wetinn þáttur í íslenskri menningarsögu og nokkuð sem nemendur hafa
áhuga á. Þó að myndir af íslenskum uppruna séu víða í bókinni, hefði mátt
gera laglega grein um sjónmenntir þar sem myndirnar verða aðalatriði. Auð-
velt er fyrir ritdómara að nefna það sem hann saknar og þurfa víst ekki aðrir
að vera á þeirri skoðun. Honum hefði þótt heppilegt að hafa stutta grein og
ahuenna um heimildir, eitthvað sambærilega við ágæta grein um orsakir sem
heitir Hvers vegna féll þjóðveldið? á bls. 177-83.
1 greininni Goðar og þingmenn á bls. 47-51 er varla minnst á vorþing og
l4-SAGA