Saga - 1990, Blaðsíða 99
UPPHAF ISHÚSA Á ÍSLANDI
97
Erlendur Erlendsson, bóndi á Breiðabólsstöðum, taldi að gott hefði
leitt af þeim takmörkunum sem lóðinni hefðu verið settar. Mörg ár
áður en lóðanotkun var takmörkuð hefði fiskurinn horfið kringum jól
úr Garðsjónum og hafi lóðafjölda verið kennt um, því þegar allir
söfnuðust þangað flýði fiskurinn og hvarf. Þegar lóð var hins vegar
bönnuð öllum nema Garðverjum, hafi fiskiríið orðið svo til allan vet-
urinn.32
Séra Jens Pálsson, þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu, gagn-
rýndi þessar samþykktir. Hann taldi grundvöll samþykktanna
rangan, það sé ímyndun að fisktorfurnar hafi hörfað út í haf undan
þorskanetunum. Undarleg orð hafi verið notuð um þetta eins og að
„flæma", „reka", „stökkva", „lemja", „hrekja" og „berja" fiskigöngu.
Síðan sagði Jens:
Ómögulegt er það, að net á sjávarbotni hafi þau áhrif á þorsk-
inn, að hann hætti við að hlýða eðlishvöt sinni, - ómögulegt er
það, að þorskanet, er liggja greið í fallsjó, og taka ekki meira
en faðm frá botni um aðfall og útfall, geti hindrað fiskigöngu
frá að komast um 30-50 faðma djúpan sjó, - og ómögulegt er
það að netahnútar laði fiskinn fremur út úr flóanum en inn
eptir honum, því aðfallið ber þá engu síður inn eptir honum
en útfallið úr honum.33
Þessi samþykkt sem svo mjög hafði verið deilt um, stóð ekki lengi því
hún var afnumin 28. nóv. 1901.34
Þegar líða tók að aldamótum, var mörgum þessum fiskveiðisam-
þykktum breytt. Breytingarnar voru flestar í þá átt að rýmka frelsi
sjómanna til að velja beitu og veiðarfæri. 1901 voru sett ný lög um
fiskveiðar á opnum bátum. Þar sagði að fiskveiðisamþykktir sem
hefðu verið gerðar, gildi aðeins í fimm ár og þær sem kunni að verða
gerðar gildi í 10 ár.35
Minna má á að svipuð viðhorf þekktust í Færeyjum og víðar til
notkunar línu við veiðar. Menn deildu í Færeyjum um gildi línunnar
32 Sama heimild.
33 Síra Jens Pálsson: „Athugasemdir við ritgjörðir þeirra Þ. Egilssonar [svo] kaupm.
í Hafnarfirði, J. Þórðarsonar hreppstj. á Hliði, og E. Erlendssonar sýslunefndarm.
á Breiðabólsstöðum í viðaukablaði við ísafold XXIII., 2. um Faxaflóa-samþykktar-
málið." ísafold 1. febr. 1890. 23. árg., 6. tbl. Viðaukablað II.
34 Stjt. 1901, B, 66-67.
35 Stjt. 1901, A, 224.
7-SAGA