Saga - 1990, Blaðsíða 68
66
LÝÐUR BJÖRNSSON
mann í fjármálaráðuneytinu hinn 25. febrúar, „sem ræður þar sem
síðasti dómstóll." Þessi maður er ekki nafngreindur, en hann flutti
Balfour pistil, sem Balfour hripaði hjá sér efnislega og kynnti Pétri,
sem birtir hann lauslega þýddan í bréfi, dagsettu samdægurs. Pistill-
inn hljóðar svo í þýðingu Péturs:
Þrátt fyrir góðan fjárhag Rvíkur, þeirra vilja á að sýna okkur
velvild og að hér er við „gentlemen" að eiga, þá verður ekki
hjá því komizt að skoða Rvík sem hluta af íslandi. Fjárhagur
landsins og sérstaklega skortur á Sterling síðustu vikurnar og
mánuðina sýnir mjög erfiðan fjárhag landsins, og ef enn
versnar má búast við að landið geti ekki svarað samnings-
bundnum skuldbindingum í Sterling þótt nefndir og jafnvel
National Bank ábyrgist slíkar greiðslur er ekki hægt að treysta
því að fé sé til og þá er engin ábyrgð gild. Svo að jafnvel þótt
Treasury (fjármálaráðuneytið) vildi ekki neita um leyfi til Iáns-
ins þá mundu þeir ráða Powsecure frá að lána fé sitt til íslands,
þar til hagur landsins batnar. Nefndi líka Spán og Ítalíu í
þessu sambandi.
Þetta sýnir að stjórnvöld í Bretlandi réðu Powsecure frá að lána
Reykjavíkurbæ fé til hitaveituframkvæmda, þótt bærinn aflaði ábyrgð-
ar hjá Landsbanka íslands. Útdráttur úr bæjarreikningum hafði fylgt
umsókninni um lántöku, og þótti hann sýna góða fjárhagsstöðu
bæjarins.
Sveinn Björnsson víkur að þessari umsókn í Endurminningum
sínum. Hann kveðst hafa rætt við Frederick W. Leith-Ross, aðalfjár-
málaráðunaut bresku ríkisstjórnarinnar, í hádegisverðarboði haustið
1939, en þá hafi hann sagt: „Mér þótti leitt að þurfa að banna þessi tvö
lán til íslands, til hitaveitunnar og Laxárvirkjunarinnar." Sú skýring
var gefin, að bresku stjórninni hefði verið orðið ljóst á árunum 1936-
37, að draga mundi til styrjaldar á næstunni, og hefði hún því tekið þá
ákvörðun að leyfa einungis lán til þeirra þjóða, sem vitað væri að
mundu standa með Bretum, ef til ófriðar kæmi, og þó aðeins til víg-
búnaðar. Sú leið var valin að fela einum manni að framfylgja þessari
ákvörðun, enda var hin raunverulega orsök enn ríkisleyndarmál.
Leith-Ross kvaðst ekki alltaf hafa haft jafngaman af því að neita, sér
hefði t.d. fundist hitaveitufyrirtækið merkilegt.2
Boð þau, sem Pétri voru borin hinn 25. febrúar, munu hafa verið frá
Leith-Ross. Frásögn Sveins bendir til þess, að fjárhagur íslands hafi