Saga


Saga - 1990, Page 217

Saga - 1990, Page 217
RITFREGNIR 215 glögga mynd af stöðu rannsókna á þessu sviði, bæði heima og erlendis. Bók- in byggir að sumu leyti á skrifum annarra sagnfræðinga um fólksfjölda- og fjölskyldusögu, en að uppistöðu er þetta nývirki sem færir okkur mikla við- bótarþekkingu um íslenska þjóðfélagsþróun á 19. öld og fram um 1930. Höfundur kannar stærð og gerð íslensku fjölskyldunnar 1801-1930 og hvernig fólksfjöldaþróun, efnahagslíf og félagsmálapólitík yfirvalda mótuðu hana. Bókin teygir sig því yfir víðfeðmt svið og grípur inn í fólksfjöldafræði (demógrafíu), félagssögu og hagsögu. Það er gengið skipulega til verks, við- fangsefnið skýrt afmarkað, gerð grein fyrir stöðu rannsókna á þessu sviði, spurningar og tilgátur settar fram í upphafi sem höfundur leitar svara við í ritgerðinni. Meginkenning Gísla Ágústs er sú að yfirvöld á Islandi hafi markvisst stefnt að því á öldinni sem leið að takmarka hjónabönd og heimilisstofnun fátækra manna í því skyni að hindra aukna fátækrabyrði hreppanna og útvega bændum ódýrt vinnuafl búlausra manna. Þar sem nánast öll framleiðsla fór fram á heimilum og þar af leiðandi litla atvinnu að hafa utan þeirra var yfir- völdum mikið í mun að geta haft einhverja stjórn á fjölskyldustofnun og þar með barneignum efnalítils fólks í því augnamiði að stuðla að sem „hag- kvæmastri framleiðslu" og koma í veg fyrir atvinnuleysi. Til þess að stofna fjölskyldu þurfti fólk allajafna að komast yfir jörð eða þurrabúð við sjó, en einmitt með því að takmarka aðgang fólks að þeim, gátu yfirvöld stemmt stigu við barneignum fátæklinga. Þetta voru tímar ófullkominna getnaðar- varna og því má segja að önnur leið hafi vart verið fær til að hafa hemil á fólksfjölgun en að takmarka fjölskyldustofnun með einhverjum hætti. Þessu markmiði reyndu yfirvöld að ná með yfirgripsmikilli félagsmálalög- gjöf, sem sagt er ítarlega frá í III. kafla bókarinnar. Gísli Ágúst greinir frá víð- tæku valdi sem sveitarstjórnum og æðri stjórnvöldum var fengið með fátækralögum og vinnustéttalöggjöf sem skyldaði búlaust fólk í vinnuvistir hjá bændum og takmarkaði aðgang að húsmennsku og þurrabúðum. Lög- gjafanum var sérstaklega umhugað að takmarka fólksfjölgun við sjávarsíð- una til þess að koma í veg fyrir að sveitirnar misstu vinnukraft þangað; atvinna var auk þess talin ótryggari og stopulli við sjóinn og hætta þar því meiri á sveitarþyngslum en til sveita. Löggjöfin miðaði í stuttu máli að því að viðhalda samfélagsgerð gamla bændasamfélagsins og hindra vöxt þéttbýlis. Hvernig tókst til með þessa löggjöf? Höfundur telur að sveitarstjórnir hafi framfylgt markmiðum laganna „as effectively as they could" (bls. 118) og tek- !st að hindra fátækt fólk í að reisa sér bú, einkum við sjávarsíðuna. Hann nefnir til sögunnar dæmi af fólki sem bannað var að setjast að í Reykjavík vegna þess að það var fátækt og hætta á að það lenti á sveitinni og yrði bæjar- félaginu til byrði. Einnig eru tilfærð dæmi um fólk sem dregið var til saka fyrir ólöglega hús-, þurrabúðar- og lausamennsku. Gísli Ágúst styður ennfremur mál sitt með því að sýna fram á að fólki veitt- 'st ae erfiðara að stofna til hjónabands og reisa bú upp úr miðri öldinni. Eftir hagvaxtarskeiðið 1820-50 settu efnahagsvandræði mark sitt á þjóðfélagið um og eftir 1860, en á sama tíma var hafður hemill á heimilisstofnun og fólks- flutningum til sjávarsíðunnar, þannig að lítil þéttbýlismyndun varð fram um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.