Morgunblaðið - 12.12.2009, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.12.2009, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 FJÁRLÖG, fjár- aukalög, Icesave- málið og þau frum- vörp sem eru ým- ist tengd skatttekjuöflun, sparnaði og að- gerðum til að koma í veg fyrir útgjöld. Þetta eru þau mál sem Al- þingi verður að ljúka fyrir áramót að mati Stein- gríms J. Sigfússonar fjármálaráð- herra. Enginn forgangsröð hefur verið sett á afgreiðslu frumvarpanna, en fundað verður í flestum nefndum Al- þingis nú um helgina og kann for- gangsröð mála að skýrast í kjölfarið. „Þetta rekur sig eflaust eitthvað eftir því hvenær þau koma úr nefndum og hvenær þau eru tilbúin, segir Stein- grímur. Hann kveðst þó búast við að önnur umræða fjárlagafrumvarpsins verði væntanlega fyrst í röðinni. Starfsáætlun heldur ekki Þingheimur verði engu að síður að afgreiða málin öll fyrir áramót. Upp- haflega hafi verið stefnt að því að ljúka Icesave-málinu í nóvember, fjárlagafrumvarpið geti ekki beðið, né skattafrumvörpin, eigi tekju- öflunarþættirnir ekki að tapast. „Ég trúi því og treysti að stjórnar- andstaðan sýni það ríka ábyrgðar- tilfinningu að hún komi ekki í veg fyrir að ríkisstjórnin og meirihlutinn geti gert þessar ráðstafanir sem aug- ljóslega þarf að gera, þó menn séu kannski misjafnlega sammála.“ Ljóst megi hins vegar telja að starfsáætlun þings haldi ekki og þingloka þar af leiðandi ekki að vænta í næstu viku. „Ég held að það sé augljóst að við þurfum að nota alla virka daga fram að jólum og vonandi dugar það. Ann- ars eiga menn þrjá virka daga milli jóla og nýárs upp á að hlaupa. Því við munu gera allt sem við getum til að klára þetta verkefni fyrir áramót og það verður ekki hikað við að funda eins og lífsins mögulegt er til að klára þetta,“ sagði Steingrímur. annaei@mbl.is Þinghald verður milli jóla og nýárs ef þörf er á Fjárlaga-, skatta- og Icesave-frumvörp afgreidd fyrir áramót Steingrímur J. Sigfússon ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU verður ekki lokað, en sú hugmynd að loka húsinu er viðruð í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu. Málið hef- ur verið skoðað í menntamálaráðu- neytinu, en niðurstaðan er sú að halda starfsemi hússins áfram. Sigtryggur Magnason, aðstoð- armaður menntamálaráðherra, seg- ir að rætt hafi verið við stjórnendur Þjóðmenningarhúss og í þeim við- ræðum hafi komið fram að búið sé að skipuleggja dagskrá í húsinu til árs- loka 2012. Hann segir að fyrirhugað sé að halda í upphafi næsta árs fund með forstöðumönnum stofnana á sviði menningarmála sem tengjast starfsemi Þjóðmenningarhúss. Áformað sé að endurskoða starfsem- ina, en ekki séu uppi áform um að loka húsinu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs á Þjóðmenningarhús að fá 93,6 milljónir úr ríkissjóði. Sú hugmynd hefur verið nefnd oftar en einu sinni að náttúruminja- safn fái inni í safnahúsinu við Hverf- isgötu. Sigtryggur segir að þetta hafi ekki verið skoðað nýlega og ekkert liggi fyrir um að húsið henti undir þá starfsemi. Starfshópur ráðuneytisins og Reykjavíkurborgar sé nú að skoða hvaða lausnir komi til greina varðandi hús undir nátt- úruminjasafn. egol@mbl.is Þjóðmenn- ingarhúsi ekki lokað ÍBÚÐ í fjölbýlishúsi við Vatnsholt í Reykjanesbæ er talsvert skemmd af völdum reyks og sóts eftir að eldur kviknaði í pottum, sem þar gleymd- ust á eldavél, síðdegis í gær. Enginn var í íbúðinni þegar eldsins varð vart. Brunavarnir Suðurnesja voru fljótar að slökkva eldinn. Að sögn lögreglu eru nokkrar íbúðir í húsinu þar sem eldurinn kviknaði en ekki þurfti að rýma hús- ið. Tilkynnt var um eldinn laust fyrir klukkan 16 og tók skamma stund að slökkva. Skemmd af reyk og sóti Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is BÆJARYFIRVÖLD á Seltjarnarnesi skoða nú mál húseiganda við Nesveg þar í bæ, sem nýverið lét ryðja niður sjóvarnargarði á nokkurra metra belti fyrir framan hús sitt. Þar sem sjóvörnin var áður er nú opið gap og niðri í flæðarmálinu hefur verið komið upp nokkurs konar eyju eða brimbrjót, sem skagar um það bil tíu metra fram í sjóinn. Hús- eigandinn fékk verktaka til að annast framkvæmdir og fór í þær upp á sitt einsdæmi. Unnið hefur verið að endurbótum á sjóvarnargörðum á Seltjarnarnesi að undanföru á vegum Siglingastofnunar. Ekkert samráð Ólafur Egilsson formaður skipulags- og mann- virkjanefndar Seltjarnarness segir húseigandann hafa látið ryðja sjóvarnargarðinum upp á sitt eins- dæmi. „Þetta var gert í heimildarleysi og án þess að eðlilegt samráð væri haft við Siglingastofnun eða bæjaryfirvöld,“ sagði Ólafur í samtali við Morg- unblaðið. Sjóvarnir eru málaflokkur á könnu Sigl- ingastofnunar og snerta því bæði stofnunina og svo bæjaryfirvöld á Nesinu, en á síðasta fundi skipu- lags- og mannvikjanefndar var tækni- og umhverfissviði bæjarins og embættismönnum sem starfa á þess vegum falið að afla gagna og upplýs- inga og kanna til hvaða ráðstafana gerlegt sé að grípa. Almenna reglan er sú, þegar ráðist er í fram- kvæmdir án heimilda, að sá sem að að þeim stendur ber ábyrgðina. Ef þær skorti sé hægt að skylda við- komandi að koma hlutunum í samt lag aftur eða að slíkt sé gert á hans kostnað. Sigurður Áss Grétarsson forstöðumaður hafna- sviðs Siglingastofnunar segir að í framkvæmdum við sjóvarnargarða sé jafnan reynt að vera í sátt við íbúanna, enda séu framkvæmdir í þeirra þágu. Hann þekki þó ekki til þessa tiltekna máls. „Það fer enginn og gerir neitt í fjörunum né annarsstaðar nema hafa til þess leyfi, jafnvel þó um einkalóðir sé að ræða,“ sagði Ásgerður Halldórs- dóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Ruddi niður sjóvarnar- garði í heimildarleysi  Framkvæmdir án leyfis  Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi kanna málið Morgunblaðið/Ómar Sjóvörn Grjótinu í sjóvarnargarðinum við Nesveg á Seltjarnarnesi hefur verið rutt fram í sjóinn eins og sést á þessari mynd. Húseigandinn segist hins vegar aðeins hafa sett möl sem hlífðarkápu yfir grjótið. Ekki var sótt um leyfi til framkvæmdanna og yfirvöld eru nú með málið í athugun. Húseigandinn sem stóð að fram- kvæmdum við sjó- varnargarðinn á Nes- vegi er Guðmundur Kristjánsson útgerð- armaður, löngum kenndur við Brim hf. Hann tekur fyrir að hafa látið ryðja sjó- varnargarðinum niður, enda þótt myndir af vettvangi bendi til annars. „Ég lét sturta möl yfir garðinn sem er þar sem nokkurs konar hlífðarkápa," segir Guðmundur sem telur þessar framkvæmdir ekki fréttnæmar. Mölin er hlífðarkápa Guðmundur Kristjánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.