Morgunblaðið - 12.12.2009, Page 8

Morgunblaðið - 12.12.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is EIN afleiðing gjaldeyrishaftanna er að gengi krónunnar er hærra en það væri ella, enda er það markmið haftanna. Daniel Gros, bankaráðs- maður í bankaráði Seðlabankans, telur þetta hins vegar ekki hafa já- kvæð áhrif. „Skuldir þjóðarbúsins eru slíkar að neysla almennt og innflutningur sérstaklega mun óhjákvæmilega þurfa að dragast saman umtalsvert. Með því að halda gengi krónunnar hærra en það væri ella er hins veg- ar verið að ýta undir innflutning, sem Ísland hefur í raun ekki efni á núna,“ segir hann. Segir hann erfitt að segja til um hvort rétt hafi verið að grípa til gjaldeyrishafta, enda hafi staðan síðasta haust verið afar sérstök og erfið. „Hins vegar sýna dæmin að þegar höftum hefur á annað borð verið komið á getur verið erfitt að losna við þau. Ég nefni sem dæmi að þegar þau voru sett á í upphafi áttu þau aðeins að standa í nokkra mánuði. Síðan þá hafa stjórnvöld hins vegar hert á höftunum í stað þess að slaka á þeim.“ Gros telur krónuna reyndar vera mikinn vandræðagrip og að í raun sé nauðsynlegt að skipta henni út. „Mikilvægt er að horfast í augu við það að við núverandi aðstæður er Ísland ekki á neinni hraðleið inn í Evrópusambandið og evruna. Það er hins vegar alltaf hægt að taka evruna upp einhliða, þótt slíka upp- töku þyrfti að undirbúa mjög vel.“ Ekki spyrja um leyfi Gros var ráðgjafi stjórnvalda í Svartfjallalandi þegar það ríki ákvað að taka einhliða upp evru. „Málið er að gera þetta án þess að spyrja Brussel eða Frankfurt um leyfi. ESB var afar ósátt við ákvörðun Svartfellinga og hótaði þeim öllu illu, en ég get ekki séð að það hafi nein úrslitaáhrif á aðild- arviðræður landsins við ESB.“ Meðal þess sem þarf að gera áður en hægt er að taka einhliða upp annan gjaldmiðil er að ganga úr skugga um raunverulega skulda- stöðu þjóðarbúsins – þar með talið Icesave. „Ganga þarf frá því máli með einum eða öðrum hætti.“ Annað atriði segir Gros vera end- urskipulagningu bankakerfisins. „Bankarnir og bankakerfið þurfa að njóta trausts almennings í land- inu og erlendra aðila. Það verður að vera hægt að treysta því að þeir eigi evrur í sjóðum sínum. Ég tel að ef svo fer að erlendir bankar eign- ist íslensku viðskiptabankana sé þetta vandamál leyst. Erlendir bankar eiga jú feikinóg af gjald- eyri, þar með talið evrum.“ Hvað varðar áform stjórnvalda um hvernig ná megi jafnvægi í rík- isfjármálum segist Gros ekki vilja tjá sig nema með mjög almennum hætti. „Hagfræðirannsóknir sýna að jafnvægi í ríkisfjármálum til lengri tíma er betur tryggt með því að skera niður útgjöld en með því að hækka skatta.“ Gengi krónu haldið óeðlilega háu með höftum Vel hægt að taka einhliða upp evruna Morgunblaðið/Golli Eftir Sigmund Sigurgeirsson KOMNAR eru í ljós verulegar skemmdir á holræsakerfi í Hvera- gerði og á Selfossi sem rekja má til jarðskálftanna í Ölfusi 24. maí 2008. Kostnaður vegna skemmdanna er ekki undir eitt hundrað milljónum króna og eru þær að líkindum ekki allar komnar fram. Rannsóknir á holræsakerfi á Selfossi hafa staðið yfir frá því í sumar og er að mestu lokið, en þær standa nú yfir í Hvera- gerði. Kerfið er hreinsað, myndað og kortlagt og í ljós hefur komið að mikið af lögnum og brunnum í báð- um þessum bæjarfélögum hefur skemmst. Að líkindum eru einhverjar skemmdir á skólprörum frá heim- ilum en það hefur ekki verið skoðað skipulega, þar sem kerfið er ein- ungis rannsakað að lóðarmörkum af hálfu sveitarfélaganna. Lóðareig- endum hefur verið bent á að athuga vel hvort rennsli frá húsum sé treg- ara en áður og eins er algengt að líf kvikni þar sem frárennslislagnir eru brotnar. Leiki grunur á að skemmdir hafi orðið er fólki bent á að hafa samband við Viðlagatryggingu Íslands sem enn hefur skrifstofur á Selfossi sem opnaðar voru í kjölfar skjálftanna snemmsumars 2008. Holræsa- og stífluþjónustan ehf. sér um að hreinsa og mynda skólp- og regnvatnslagnirnar, og er um að ræða marga tugi kílómetra af lögn- um. Allt tjón á lögnum, sem rekja má til Suðurlandsskjálftans, verður bætt af Viðlagatryggingu en sveit- arfélögin og Viðlagatrygging hafa samvinnu um framkvæmdina og deila kostnaði við hana á milli sín. Í Hveragerði hefur borið á því að vatnslásar í gólfniðurföllum og hreinlætistækjum hafi tæmst við út- skolunina, enda talsverðum vatns- þrýstingi beitt. Fylgir því talsverð fýla auk þess sem dæmi eru um að skólp hafi komið upp um niðurföll, en án tjóns, svo vitað sé. Í ein- hverjum tilvikum hafa menn orðið varir við rottugang en í litlum mæli og er eitri dreift á þeim svæðum sem slíkt hefur komið upp. Morgunblaðið/Sigmundur Sigurgeirsson Skemmdir Unnið að viðgerðum á holræsum sem skemmdust í skjálftanum. Skjálftinn skemmdi holræsakerfin Kostnaður vegna viðgerða ekki und- ir hundrað millj- ónum króna Í HNOTSKURN »Skemmdir í holræsakerfi íHveragerði og á Selfossi má rekja til jarðskjálftanna í Ölfusi 24. maí 2008. »Viðlagatrygging Íslandshefur enn skrifstofur á Selfossi sem opnaðar voru í kjölfar skjálftanna 2008. LAUFEY Johan- sen opnar sýn- ingu á málverk- um sínum í Gallerí húsinu, Laugavegi 91, í dag 15. Á sýning- unni má sjá þró- unina í verkum Laufeyjar síðustu tvö árin en hún hefur m.a. sýnt verk sín í Lund- únum, Liverpool og víðar. Laufey málar stórar olíumyndir og hefur lengst af unnið þær nær al- farið í einum lit: svörtum. Í nýjustu myndum sínum hefur Laufey bætt nokkuð í litaskalann. Í viðtölum við fjölmiðla hefur hún sagt að hún miðli orku frá hinni týndu plánetu Vúlkan sem felur sig handan við sól- ina. Í nýrri myndunum leitast hún við að tjá orku frá fleiri plánetum og þar kemur til víðari litaskali. Áhrif frá Vúlkan Laufey Johansen Á MORGUN verður Íslands- meistaramótið í Hrútaspilinu haldið í Þjóð- minjasafni Ís- lands. Allir geta verið með, en skil- yrði er þó að eiga nýja Hrútaspilið. Spilið verður til sölu á staðnum. Þátttakendur þurfa að mæta í Þjóð- minjasafnið og skrá sig til leiks fyr- ir klukkan 14 en þá hefst mótið. Íslandsmeistara- mótið í Hrútaspili

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.