Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.12.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 12 dagar til jóla FJÖLBREYTT úrval jólatónleika er í boði í kirkjum í höfuðborginni á morgun, sunnudag. Í Grafarvogs- kirkju, kl. 17 munu allir kórar kirkjunnar syngja aðvent- og jóla- lög til styrktar orgelsjóði kirkj- unnar. Einsöngva flytja Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Gissur Páll Gunnarsson. Í Fríkirkjunni kl. 17 verður kirkjukór Lágafellssóknar með tón- leikar til styrktar bágstöddum fjöl- skyldum í Mosfellsbæ. Með kórnum syngja m.a. Karlakórinn Þrestir, Karlakór Kjalnesinga, Egill Ólafs- son, Hanna Björk Guðjónsdóttir, Hreindís Ylfa Garðarsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir. Aðventusöngvar verða í Háteigskirkju kl. 20. Einar Clausen tenór syngur einsöng og kór kirkjunnar flytur og leiðir jóla- og aðventusöngva. Margbreytilegt úrval jólasöngva Jólasöngvar Í Grafarvogskirkju munu allir kórar kirkjunnar syngja. Morgunblaðið/Þorkell SÖGUBÍLLINN Æringi, á vegum Borgarbókasafnsins, verður á ferð í leikskólana að venju. Sóla í sögubílnum skrapp í jólafrí til að hjálpa bræðrum sínum jólasvein- unum við að setja í pokana áður en þeir halda til byggða. Í þetta sinn ferðast Sögubíllinn með „afa“ innanborðs en það eru eldri menn sem segja börnunum sögur frá fyrri tíð eða lesa fyrir þau. Í fyrra voru það ömmurnar sem fóru í leikskólana og gerðu mikla lukku og afarnir ekki síður vinsælir enda bókað fram að jól- um og komust miklu færri að en vildu. Afarnir heita Heimir Þór Gísla- son, Ingi Garðar Magnússon og Árni Jón Konráðsson. Afarnir lesa upp og segja sögur, sýna börnunum gamla muni eða nýrri sem þeir hafa gert sjálfar og teikna myndir af því sem þeir eru að segja frá. Von er til að fleiri afar bætist við þegar nær líður jólum. Afar segja sögur BERND Ogrodnik kemur í dag kl. 14 til Sólheima með brúðuleikhúsið sitt og sýna verkið „Pönnukakan hennar Grýlu“ í íþróttaleikhúsinu. Búast má við mikilli stemningu þegar dúkkurnar lifna við og pönnukakan byrjar að rúlla. Þetta er í fjórða sinn sem Bernd kemur með brúðuleikhúsið í Sólheima á aðventunni. Síðan er um að gera að ganga um jólaþorpið á Sólheimum og njóta alls sem það hefur upp á að bjóða. Pönnukaka Grýlu Bernd Ogrodnik sýnir brúðuleikhúsið á Sólheimum. Brúðuleikhússýning í Sólheimum LISTASKÓLI Mosfellsbæjar heldur sjö jólatónleika í Listasal Mosfells- bæjar á aðventunni. Fram koma nemendur á öllum stigum hljóðfæra- og söngnáms og flytja fjölbreytta tónlist, sem kemur öllum í jólaskapið. Næstu tónleikar verða á þriðjudag nk. kl. 17:00 og 18:00 og á miðviku- dag nk. kl. 17:00 og 18:00. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Barnafata-skiptimarkaður fyrir 12 ára og yngri sem er enn í fullum gangi hjá Kjósardeild Rauða kross Íslands í Þverholti 7 í Mosfellsbæ. Opið er alla þriðjudaga og fimmtudag kl. 10-13 og annan hvorn þriðjudag kl. 17- 19. Foreldrar eru hvattir til að koma með heilleg föt sem börnin þeirra eru vaxin upp úr og skipta yfir í aðrar stærðir og öðruvísi föt og skó. Tónleikar og skiptimarkaður í Mosfellsbæ Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is NEYSLUÚTGJÖLD á heimili í land- inu jukust um 7,5% frá tímabilunum 2005-2007 til 2006-2008. Hin síðari ár voru útgjöld á hvert heimili um 426 þúsund krónur á mánuði, eða 178 þús- und kr. á mann, skv. rannsókn sem gerð var af Hagstofu Íslands. Á sama tíma hafa hins vegar heim- ilin í landinu minnkað úr 2,4 einstak- lingum að meðaltali í 2,39. Því hafa út- gjöld á mann hækkað meira en á heimili, eða um 8,2%. Sé neyslan hlutuð niður og einstak- ir þættir skoðaðir sést að hlutfall mat- ar- og drykkjarvöru hefur aukist í heimilisútgjöldum á milli ára, það var 11,8% en er nú 12,9%. Hlutfall hús- næðis, hita og rafmagns stendur hins vegar nánast í stað rétt undir 26% á meðan hlutfall ferða og flutninga minnkar talsvert, úr 17,2% úr 16,5. Ástæðu þess að heimilin verja lægra hlutfalli tekna í þennan þátt má rekja til minni kaupa á nýjum bílum. Eins og áður segir eru meðal- neysluútgjöld 426 þúsund á heimili, en meðaltekjur heimila eru hins veg- ar 470 þúsund krónur. Sjá má að neysluútgjöld og tekjur fylgjast ekki endilega að, því þau heimili sem mest útgjöld hafa eyða 199% meira á mann en þau sem minnstu eyða. Tekjur þeirra eru hins vegar um 50% hærri. Rannsókn Hagstofunnar nær ekki lengra en til ársloka 2008. Því liggja áhrif kreppunnar á útgjöld heimil- anna árið 2009 ekki fyrir, en hins veg- ar sjást vísbendingar um töluverðan samdrátt útgjalda í kjölfar hrunsins haustið 2008. Borið saman við fjórða ársfjórðung 2007 varð 17% samdráttur að raun- gildi sama tímabil árið 2008. Bílakaup vega þar þyngst enda hafa þau út- gjöld mest áhrif á heildarútgjöld heimilis á ári hverju. Séu bílakaup undanskilin minnkuðu því útgjöld meðalheimils um 12%. Hins vegar var til bíll á fleiri heim- ilum árið 2008 en tveimur árum áður. Enginn bíll var á 13% heimila árið 2006 en það hlutfall hafði lækkað í 9% árið 2008. Þá kemur fram að kjarnafjölskyld- an: hjón og sambýlisfólk með börn, var fram til ársins 2006 algengasta heimilisformið. Nú er algengast að fólk búi eitt, en það á við um 40% heimila á höfuðborgarsvæðinu og 37% á landsbyggðinni. Tæp 80% búa í eigin húsnæði, en leigjendum hefur fjölgað úr 19,9% tímabilið 2005-7 í 21,6% 2006-8. Vísbendingar um minni neysluútgjöld eftir hrun Matarinnkaup Hlutur matar og drykkjar í neysluútgjöldum hefur hækkað. Í HNOTSKURN »Í úrtakinu voru 3.504heimili, 1.728 þeirra tóku þátt og svörun því tæp 50%. »Á meðalheimili búa 2,39einstaklingar með 470.000 kr. í meðaltekjur. Kjarna- fjölskyldan er ekki lengur al- gengasta heimilisformið. Meðalheimili hefur minnkað og neysla dregist saman BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar býður leikskólabörnum úr Hafnarfirði og nágrannasveitarfélögum í heimsókn í Sívertsens-húsið, í sérstaka jóla- dagskrá tvær síðustu vikurnar fyrir jól. Börnunum er sagt frá jólahaldi í húsinu í gamla daga o.fl. Að lokum heilsar jólasveinn upp á börnin. Sögur af jólahaldi í gamla daga JÓLALEST Coca-Cola fer um höfuðborgarsvæðið í dag. Hún heldur af stað kl. 16 frá höfuðstöðvum Vífilfells og mun ferðast um helstu hverfi með viðkomu í Smáralind- inni kl.18. Þaðan er ferðinni fram haldið til kl. 20 en þá lýkur rúmlega 100 km ferðalagi jólalestarinnar á sama stað og ferðin hófst. Jólalestin samanstendur af 5 trukk- um sem hlaðnir eru rúmlega 2 kílómetrum af ljósaserí- um. Það tekur starfsmenn Vífilfells yfir 10 klukkutíma að skreyta bílana. Jólalestin fer um hverfi borgarinnar Jólalestin Brunar um bæinn í dag. Café Hljómskálinn verður opnað í dag kl. 11. Marentza Poulsen tekur á móti gestum af sinni alkunnu snilld og jólabrasskvartett spilar ljúf jólalög klukkan 16. Kaffihúsið verður opið fram í janúar. Jól í koti, jól í borg Söguganga í boði Minjasafns Reykjavíkur hefst við Land- námssýninguna í Aðalstræti klukkan 11 árdegis. Fjallað verður um helgihald í Kvosinni. Þátttaka er ókeypis. Jólasýning Árbæjarsafns 2009 Jólasýning Árbæjarsafns hefur notið mikilla vin- sælda undanfarin ár. Undirbúningur jólanna eins og hann var í gamla daga, matargerð, handverk og hrekkjóttir jólasveinar. Jólasýningin verður opin sunnudaginn 13. desember kl. 13-17. Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is/ljomandi Café Hljómskálinn opnar á aðventunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.