Morgunblaðið - 12.12.2009, Síða 20

Morgunblaðið - 12.12.2009, Síða 20
20 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is SUNDLAUG á Ægisgarði, í inn- höfninni miðri, er meðal hugmynda sem fram koma í tillögu sem vann 1. verðlaun í hugmyndasamkeppni fagfólks um gömlu höfnina í Reykjavík. Segir í umsögn dóm- nefndar að sundlaugin gæti orðið lífleg viðbót við svæðið og heim- sókn þangað gæti verið einstök upplifun. Sjö manns skipuðu dómnefnd keppninnar og segir í umsögn hennar að höfundar setji fram kraftmikla, myndræna og form- fasta tillögu sem við nánari skoðun rúmi mikinn sveigjanleika til aðlög- unar við núverandi byggð og skipu- lagshugmyndir. Lögð sé áhersla á að göng undir hafnarmynnið losi umferð frá Geirsgötu / Mýrargötu þannig að miðbærinn fái að „fljóta“ niður að hafnarsvæðinu. Með því nái höf- undar að uppfylla annað af megin- markmiðum samkeppninnar – að styrkja tengsl miðbæjar og hafnar. Hugmynd að legukanti á fyllingu fyrir millistór skemmtiferðaskip á D-reit austan Tónlistarhúss sé áhugaverð. Á fyllingunni er gert ráð fyrir þjónustuhúsi fyrir ferða- menn og hótelbyggingu sem tengir tónlistarhúsið til austurs við borg- armyndina í heild og myndar skjól fyrir norðan- og norðvestanátt inn í Lækjargötu. Þá segir dómnefndin að sum svæði þurfi frekari útfærslu, svo sem Ægisgarður og Mýrargötu- og slippasvæði. Slippnum er haldið inni en nálægð byggðar þurfi að endurskoða. Gert er ráð fyrir að olíubirgða- stöð verði áfram á sínum stað en til lengri tíma litið sjá tillöguhöfundar fyrir sér að hægt væri að nota svæðið fyrir byggð. Um tillöguna segir dómnefndin:  Framsetning er skýr og kemur heildarsýn höfunda vel til skila. Hún er studd einföldum en inni- haldsríkum skýringarmyndum.  Framtíðarsýn Faxaflóahafna er vel svarað í öllum meginatriðum. Skýr skil eru á milli blandaðrar byggðar þar sem saman rúmist íbúðarhúsnæði, athafna- og iðn- aðarhúsnæði og vettvangur fyrir menningu og viðskipti.  Í tillögunni felst markviss stefna um þróun og uppbyggingu atvinnu- starfsemi og íbúðabyggðar á svæð- inu.  Tillit er tekið til sögu og sögu- legra minja, meðal annars með skírskotun til eldra skipulags þar sem götur enda í bryggjum. Gerð er athugasemd við að hluti vernd- aðra verbúða í Örfirisey víki.  Náttúru- og veðurfari eru gerð skil í skýringarmynd um form bygginga með tilliti til skjólmynd- unar og dagsbirtu. Hugmyndin nær í heild ágætlega markmiðum samkeppninnar um umhverfisgæði. Huga þarf betur að stærð opinna svæða og skjólmyndun á þeim.  Ekki er um hreina og klára áfangaskiptingu að ræða heldur gengið út frá því að svæðið fái að þróast smám saman í það horf sem lagt er til. „Við þurfum að að hugsa og ígrunda ýmsa hluti betur en við gerðum áður og nú er ráðrúm til að horfa á einstaka þætti í nýju ljósi og endurmeta heildarmyndina. Í hug- myndasamkeppninni felast jafn- framt skilaboð um að horfa bjart- sýn fram á veginn og búa okkur undir viðreisn með spennandi hug- myndum um hvert beri að stefna varðandi gömlu höfnina sem stund- um var kölluð „Íslandshliðið“ og lif- andi tengsl hennar við sjálfa höf- uðborg landsins,“ sagði Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður dómnefndar, m.a. við verðalaunaafhendinguna í gær. Sundlaugin við höfnina Þannig sjá höfundar verðlaunatillögunnar fyrir sér að sundlaugargestir séu hluti af fjölbreyttu mannlífi gömlu hafnarinnar. Sundlaug á Ægisgarði  Róttækar hugmyndir í verðlaunatillögu um framtíð gömlu hafnarinnar  Göng undir hafnarmynnið eiga að losa umferð frá Geirsgötu og Mýrargötu STJÓRN Vinstri grænna á Álftanesi tekur í ályktun undir kröfu bæjar- fulltrúa Á-lista þess efnis að ríkis- valdið samþykki auknar greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til Álfta- ness. „Sýnt hefur verið fram á rétt þess á hærri greiðslum vegna lítilla skatta af atvinnulífi og óhagstæðrar aldurssamsetningar íbúa. Eins styð- ur stjórnin kröfu bæjarfulltrúa Á- lista þess efnis að ríkisvaldið komi að endurskipulagningu lánasafns sveit- arfélagsins,“ segir m.a. í tilkynn- ingu. Þar koma einnig fram mót- mæli gegn því að að knýja eigi Álftanes til sameiningar við önnur sveitarfélög, eingöngu vegna erf- iðrar fjárhagsstöðu og án lýðræð- islegrar umræðu. „Stjórnin tekur á hinn bóginn undir hugmyndir um að komið verði á meira samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu,“ segir jafn- framt í tilkynningunni. VG mótmæla þvingaðri sameiningu Afþreying Sundlaugin á Álftanesi. NÝLEGA samþykktu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga að skipa samstarfsnefnd til að ræða og meta sameiningarkosti sveitarfélaga. Af því tilefni er boð- að til kynningarfundar um nýjar leiðir til að efla sveitarstjórnar- stigið á Egilsstöðum mánudaginn 14. desember. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Þekkingarnets Austurlands á Egilsstöðum og hefst klukkan 16.30. Hann er öll- um opinn. Kristján L. Möller, Smári Geirsson, Þorvaldur Jó- hannsson, Flosi Eiríksson og Sig- urður Tómas Björgvinsson flytja erindi. Nýjar leiðir til að efla sveitar- stjórnarstigið Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is PRESTUR sem ráðinn verður til starfa í sam- einuðu Selfossprestakalli mun hafa sérstakar skyldur við Selfosskirkju. Er það gert til að koma til móts við óskir sóknarnefndar, að sögn Kristjáns Björnssonar, fulltrúa í kirkjuráði. Fyrir fundi kirkjuráðs sem lauk í gær lágu ályktanir sóknarnefndar Selfosskirkju, kirkju- kórs, bréf einstaklinga og áskoranir 1.800 sóknarbarna sem krefjast þess að embætti sóknarprests verði auglýst og efnt til al- mennra kosninga. Kirkjuráð telur sig ekki geta orðið við þessum óskum. Vísað er til þess að starfsreglur sem kirkjuþing samþykkti í vetur um sameiningu Hraungerðis- og Selfoss- prestakalla séu bindandi og því ekki skylt né heimilt að auglýsa embætti sóknarprests. Sameiningar prestakalla taka gildi þegar prestar hætta og heldur sá sem eftir situr embætti sóknarprests. Sameining prestakallanna tók gildi 30. nóv- ember sl. og er Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sóknarprestur í Hraungerðisprestakalli, því sóknarprestur í hinu nýja Selfossprestakalli. Breytingin kemur þó ekki til framkvæmda fyrr en um áramót þegar skipunartími núver- andi sóknarprests rennur út en hann var sett- ur til bráðabirgða. Vill ræða breytingar á fyrirkomulagi „Mér finnst að kirkjan taki lítið tillit til sóknarbarna sinna,“ segir Sigríður Jensdóttir, einn af forsvarsmönnum áhugahóps um kosn- ingu sóknarprests. Séra Kristján Björnsson flutti tillöguna um sameiningu Hraungerðis- og Selfosspresta- kalla. Hann samsinnir því að óþægilegt sé fyrir kirkjuráð að geta ekki brugðist við óskum sóknarbarna um kosningu sóknarprests. Hann telur að þær athugasemdir sem borist hafi um breytingar á prestaköllum og sóknum gefi til- efni til að ræða það á vettvangi kirkjunnar og ekki síður meðal presta hvort sé rétt að breyta því gamla fyrirkomulagi sem notað hafi verið. „[...] hvort það standist, miðað við það lýðræði sem við viljum sjá í kirkjunni. Ég hugsa að litið verði á þetta sem skólabókardæmi um það,“ segir hann. Biskup Íslands hefur ákveðið að auglýsa eft- ir presti „til starfa í Selfossprestakalli með sérstakar skyldur við Selfosskirkju“, segir í tilkynningu kirkjuráðs. Sóknarbörn geta kraf- ist almennra kosningu um það embætti. Krist- ján segir þetta gert til að koma til móts við óskir sóknarnefndar. Spurð hvort þetta fyrirkomulag komi nægjanlega til móts við óskir Selfyssinga segir Sigríður Jensdóttir að hún vilji fá skýringar á því hvað sé á bak við þessi orð, hvernig verka- skipting prestanna verði í raun, áður en hún geti lagt mat á það. Ráðinn verður prestur sem hafa mun sérstakar skyldur við Selfosskirkju Kirkjuráð telur ekki heimilt að efna til kosninga um sóknarprest sameinaðs Selfossprestakalls Selfosskirkja Umrót hefur verið á Selfossi. Arkitektastofa í Edinborg í Skotlandi, Graeme Massie Architects, hlaut fyrstu verðlaun í A-hluta hugmyndasamkeppni Faxaflóahafna sf. um skipulag gömlu hafnarinnar og Örfiriseyjar. Samstarfsaðili hennar á Íslandi er ráðgjafarfyrirtækið Alta ehf. Úrslitin voru tilkynnt við at- höfn í Víkinni sjóminjasafni í gær um leið og sigurlaunin voru afhent, 7,5 milljónir króna. Þessi sama stofa sigraði í samkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar. Höfundar tveggja tillagna deildu 2.-3. sæti og hlutu hvorir um sig tvær milljónir króna í verðlaun: annars vegar arkitektarnir Björn Ólafs og François Perrot, hins vegar Þorsteinn Helgason, Gunnar Örn Sig- urðsson, Páll Gunnlaugsson og Valdimar Harðarson hjá arkitektastof- unni ASK arkitektum ehf. Samkeppnin var tvískipt. Alls barst 51 til- laga, þar af 12 tillögur í A-hlutann, sem var ætlaður hönnuðum og öðru fagfólki og undirbúin í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. B-hlutinn var hins vegar opinn öllum án nokkurra skilyrða og þar bárust 39 til- lögur. Skosk arkitektastofa vinnur í annað sinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.