Morgunblaðið - 12.12.2009, Side 31

Morgunblaðið - 12.12.2009, Side 31
til dæmis litasamsetning og áhrif sótt í Þjórsá en ég keyri mjög oft framhjá ánni og árbakkinn er einstaklega fal- legur á einum sérstökum stað. Þessi staður fæddist í prjóninu hjá mér, hvítfyssandi Þjórsáin birtist þar og svarbrúnir moldarbakkar með þúfur á kollinum.“ Vann keppni og tilnefnd í Hrafnagili Vilborg er dugleg að koma hug- myndum frá sér og hún á fjórar upp- skriftir í nýútgefinni bók sem heitir Prjónaperlur. Síðastliðinn vetur tók hún þátt í prjónasamkeppni bloggsíð- unnar Prjóniprjón og vann hana, en hún sendi inn hvítan prjónaðan barnaskokk með gráum bekk. Í sum- ar tók hún þátt í samkeppninni Þráð- ur fortíðar til framtíðar, í tengslum við handverkshátíð í Hrafnagili. Þar var hún tilnefnd til verðlauna fyrir prjónað stúlkuvesti og húfu. „Þetta er einhverskonar tilraun til að hvetja til frekari útbreiðslu á notkun á þjóð- legum flíkum til að nota spari. Einnig var markmiðið að þetta væri auðvelt fyrir prjónafólk að prjóna, því það leggja ekkert allir í það að sauma ís- lenska búninginn. Vestið er hægt að nota við margar flíkur og þannig var ég að vonast til að útbreiðslan yrði meiri en ella. Ég ætla að halda áfram að vinna með þessa hugmynd og núna er ég að klára að hanna strákavestið.“ Smíðum, græjum og gerum Vilborg lætur ekki duga að smíða, mála og teikna, hún smíðar líka. „Við Hólmfríður Björnsdóttir vinkona mín og hrossaræktandi á Blesastöðum, fengum mikinn áhuga á gömlum hús- um, munum og húsgögnum. Við fór- um út um allt að skoða og spekúlera en fundum ekki allt sem við leituðum að. Við fórum þá bara út í að smíða sjálfar okkar eigin húsgögn. Þar sem maðurinn minn er smiður þá er tré- smíðavél hér í kjallaranum og við vin- konurnar köllum smíðaverkstæðið okkar þar Smíðakofann. Við fáum hrátt og óunnið timbur sem við hefl- um sjálfar, smíðum, græjum og ger- um. Við búum til tréleikföng og stof- ustáss, hesta, kindur, dreka og engla. Líka rugguhesta í lopapeysum. Svo smíðum við hillur eftir óskum hvers og eins. Það er notaleg stemning að vera saman langt fram á kvöld að bauka við þetta. En trésmíðavélin hefur verið í pásu um tíma af því ég hef eignast börn nokkuð ört und- anfarið, þau eru orðin fjögur,“ segir Vilborg sem er í fæðingarorlofi eins og stendur en starfar annars sem leikskólastjóri. Það er nóg að gera á bænum eins og gefur að skilja með fjögur börn en þau hjónin eru með heilan haug af hrossum, eins og Vil- borg orðar það sjálf. „Hestarnir eru okkar aðaláhugamál og skipta okkur miklu máli. Við erum líka með nokkr- ar kindur til að sjá heimilinu fyrir kjöti og þær eru nú frekar spakar og skemmtilegar. Ég sæki innblástur til þeirra, til dæmis þegar ég geri skjátuskissurnar mínar.“ Vilborg hlær þegar hún er spurð hvernig svo upptekin kona finni tíma til að sinna handverkinu. „Þetta er náttúrulega galið, en ég nýti aðallega tímann eftir að börnin sofna á kvöldin og líka þeg- ar þau sofa í vagninum.“ Vestið Var tilnefnt á Hrafnagili. www.lopinn.blogspot.com/ Á Facebook: Jólakúl 2009 „Í einu munstrinu mínu er til dæmis litasamsetning og áhrif sótt í Þjórsá“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 1: fitja upp á 6 lykkjum sem er skipt á 3 prjóna 2: tengt í hring og umferðin prjónuð slétt. 3: byrjað á að auka út, prjóna 1 slétt, auka út um 1, prjóna eina slétt... o.s.frv. út umferð = 4 lykkjur á prjóni. 4: umferð prjónuð slétt. 5: prjóna 1, auka út um 1, prjóna 2, auka út um 1, prjóna 1 = 6 lykkjur á prjóni 6: umferð prjónuð slétt. 7: auka út um 1, prjóna 2, auka út um 1, prjóna 2... o.s.frv. út umferð = 9 lykkjur á prjóni 8: umferð prjónuð slétt. 9: umferð prjónuð slétt. 10: auka út um 1, prjóna 3, auka út um 1, prjóna 3... o.s.frv. út umferð = 12 lykkjur á prjóni 11: umferð prjónuð slétt. 12: umferð prjónuð slétt. 13: auka út um 1, prjóna 3, auka út um 1, prjóna 3... o.s.frv. út umferð = 16 lykkjur á prjóni 14 - 20: munstur – leggja nú höfuðið í bleyti og finna skemmtilegt munstur eða eitthvað annað sem skreytir kúluna. 21: Prjóna 2, prjóna 2 saman, prjóna 2, prjóna 2 saman... o.s.frv. út umferð = 12 lykkjur á prjóni 22: umferð prjónuð slétt. 23: umferð prjónuð slétt. Gangið frá spottum innan í kúlunni. 24: prjóna 2 saman, prjóna 2, prjóna 2 saman, prjóna 2... o.s.frv. út umferð = 9 lykkjur á prjóni 25: umferð prjónuð slétt 26: umferð prjónuð slétt 27: prjóna 1, prjóna 2 saman, prjóna 1, prjóna 2 saman... o.s.frv. út umferð = 6 lykkjur á prjóni 28: umferð prjónuð slétt. Fyllið kúluna af smá tróði 29: prjóna 1, prjóna 2 saman, prjóna 1, prjóna 2 saman... o.s.frv. út umferð = 4 lykkjur á prjóni 30: umferð prjónuð slétt. Fyllið kúluna af meira tróði. 31: prjóna 2 saman, prjóna 2 saman... o.s.frv. út umferð = 2 lykkjur á prjóni. Klárið að fylla kúluna af tróði eins og þið viljið hafa hana. 32: prjónið þessar 2 lykkjur saman og dragið bandið í gegn í hvert sinn. Að lokum dragið vel að og gangið frá spotta. Af ásettu ráði segir ekkert til um prjóna- stærð, garn/lopa, munstur ofl. Það er með ráðum gert svo hver og einn geri jólakúluna að sinni. Bestu prjóna-jólakveðjur frá Vilborgu. Jólakúla í 32 skrefum Jónas Erlendsson fréttaritari Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað í Vík í Mýrdal. Elías Guð- mundsson og Vilborg Smáradóttir, eigendur að Hótel Vík, eru að stækka hótelið um ellefu herbergi og einnig stækkar matsalurinn töluvert. Eigendur Víkurprjóns eru einnig að byggja við húseign sína en þar er rekin prjónastofa og ferða- mannaverslun og hefur mikil aukn- ing ferðamanna á undanförnum ár- um löngu sprengt utan af sér húsnæðið. Byggingaframkvæmdir ganga vel enda búin að vera góð tíð það sem af er vetri. Einnig er verið að ganga frá og keyra möl í nýja götu efst í þorpinu, en þar er áætlað að byrja fljótlega að byggja íbúðarhús. Það er því ljóst að ekkert kreppuhljóð er í Mýrdæl- ingum.    Hjá bændum er fengitíminn í há- marki og sauðfjársæðingar langt komnar eða búnar. Flestir sauð- fjárbændur nýta sér sæðingar að ein- hverju marki til að bæta stofna sína og koma í veg fyrir skyldleikarækt- un. Enda eru á sæðingarstöðinni valdir hrútar frá fyrirmyndarbýlum víðsvegar af landinu.    Friðun brekkubobba og hvannar er eitt af heitustu málum í Mýrdalnum um þessar mundir en umhverfisráðu- neytið vill friða austurhlíðar Reyn- isfjalls. Haldin var íbúafundur til að kynna málið og milli áttatíu og hundrað manns mættu. Var frið- unartillögunni hafnað með nánast öll- um atkvæðum fundarmanna. Þar sem brekkubobbarnir hafa lifað í fjallinu í sátt og samlyndi við íbúana eins lengi og elstu menn muna þykir ekki ástæða til að fara að friða fjallið.    Krakkarnir í fyrsta og öðrum bekk Grunnskólans í Vík fengu að kynna sér hvernig hangikjöt er búið til þeg- ar þau komu í heimsókn í reykhúsið í Fagradal í vikunni. Þegar krakk- arnir voru nýkomnir birtist Ket- krókur að sjálfsögðu, sem alltaf er fljótur að renna á hangikjötslyktina og reyna að ná sér í eitt læri eða svo.    Björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal hélt nýlega upp á 40 ára af- mæli sitt og bauð af því tilefni til há- tíðar í húsi sveitarinnar í Vík. 150 til 170 gestir þáðu kaffi og kökur sem í boði voru. Við það tækifæri skrifuðu Sveinn Pálsson sveitarstjóri Mýr- dalshrepps og Einar Bárðarson for- maður Víkverja undir samstarfs- samning um ýmsa þjónustu við sveitarfélagið, svo sem snjómokstur, umsjón með áramótabrennum og fleira. Í staðinn styrkir hreppurinn sveitina um eina milljón á ári næstu þrjú árin. Tveir félagar úr björg- unarsveitinni sem hafa unnið öt- ullega með henni frá upphafi, voru heiðraðir sérstaklega, en þeir voru Reynir Ragnarsson og Magnús Kristjánsson.    Klappstýrur er nokkuð sem allir kannast við úr amerískum bíómynd- um, en nú eiga Mýrdælingar orðið eitt slíkt lið því að í vetur hafa nokkr- ar stelpur úr Ungmannafélaginu Kötlu í Mýrdalnum æft stíft og hyggjast halda sína fyrstu jólasýn- ingu næstkomandi miðvikudag í íþróttahúsinu í Vík. Þjálfari liðsins er Harpa Jónsdóttir. FAGRIDALUR Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Undirskrift Einar Bárðarson frá björgunarsveitinni Víkverja og Sveinn Pálsson sveitarstjóri í Vík skrifuðu undir samstarfssamning. Faxaflóahafnir sf. auglýsa hér með til leigu tiltekin rými í verbúðum við Grandagarð í Reykjavík. Í skipulagi svæðisins er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á lóðum verbúðanna og Faxaflóahafnir sf. gera ráð fyrir því að í leigurýmunum verði starfsemi sem dragi að fólk og stuðli að fjölbreyttu mannlífi við Gömlu höfnina. Örfirisey var í eina tíð þekkt aðsetur kaupmanna og hefur á seinni árum eflst mjög á nýjan leik sem vettvangur verslunar, viðskipta og þjónustu. Þarna er líka og verður miðstöð blómlegs sjávarútvegs í höfuðborginni og merkilega menningarstarfsemi er þar líka að finna. Húsnæðið verður leigt í því ástandi sem það er. Leigjendum er ætlað að annast innréttingu húsnæðisins að fengnu samþykki Faxaflóahafna sf. og viðeigandi yfirvalda. Væntanlegir leigusamningar verða án tímamarka en með gagnkvæmum sex mánaða uppsagnarfresti. Leigugjald verður 550 krónur +vsk. fyrir hvern fermetra á mánuði. Rýmið sem leigt verður út: Grandagarður 13: 35 fermetrar. Grandagarður 15: 139 fermetrar. Grandagarður 17: 69 fermetrar. Grandagarður 19: 104 fermetrar. Grandagarður 21: 104 fermetrar. Grandagarður 25: 104 fermetrar. Grandagarður 29: 104 fermetrar. Grandagarður 35: 104 fermetrar. Umsóknum skal skilað til hafnarstjóra Faxaflóahafna sf. fyrir mánudaginn 11. janúar 2010 og skal þar jafnframt gerð skilmerkileg grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi eða rekstri í viðkomandi verbúðarrými. Nánari upplýsingar veitir Helgi Laxdal, forstöðumaður rekstrardeildar Faxaflóahafna, í síma 525 8900. Verbúðir við Grandagarð Tækifæri til athafna í Örfirisey A T H Y G L I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.