Morgunblaðið - 12.12.2009, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 12.12.2009, Qupperneq 50
50 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 2009 ✝ Guðjón AntonGíslason fædd- ist á Kömbum í Helgustaðarhreppi við Reyðarfjörð, 23. maí 1927. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 28. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Gísli Daníelsson frá Viðborði í Skafta- fellssýslu, f. 24.9. 1881, bóndi á Kömbum, síðar verkamaður í Keflavík, d. 26.9. 1969, og Sig- urbjörg Jónsdóttir frá Papey, f. 24.3. 1885, uppalin á Rannveig- arstöðum í Álftafirði, d. 18.1. 1960. Guðjón var yngstur í röð- inni af ellefu börnum þeirra. Sex mánaðar gamall var Guðjón tekinn í fóstur að Karlskála, af Guðrúnu Jónínu Stefánsdóttur ljósmóður og manni hennar Guðna Eiríks- syni. Eftir að Stefán, sonur f. 21. ágúst 1963, maki Guðný Gunnur Eggertsdóttir, f. 22. september 1964, þau eiga fjög- ur börn. 4) Sævar, f. 15. febr- úar 1970, maki Berglind Steina Ingvarsdóttir, f. 27. september 1975, þau eiga tvö börn, fyrir á Sævar dóttur með Sigríði Kristinsdóttur. 5) Guðrún Jón- ína, f. 4. febrúar 1976, sam- býlismaður Björgmundur Örn Guðmundsson, f. 29. apríl 1975, þau eiga tvö börn. Langafa- börnin eru þrjú og afkomendur því orðnir 24. Guðjón hefur lengst af stund- að sjómennsku, fyrst frá Karls- kála og síðar á sínum eigin bát- um. Hann var þekktur fyrir hákarlaveiðar sínar og verkun á honum, og gekk því oft undir nafninu „Hákarla Guðjón“. Ut- an sjómennskunnar vann Guð- jón lengst af við smíðar og þótti mjög handlaginn. Hann gegndi embætti hreindýraeft- irlitsmanns til margra ára og tók þátt í þeim veiðum frá upp- hafi þeirra niðri á fjörðum. Útför Guðjóns fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag, laug- ardaginn 12. desember 2009, og hefst athöfnin kl. 14. þeirra, og Sigríð- ur kona hans tóku við búinu á Karls- kála, dvaldi hann hjá þeim. Hinn 8. sept- ember 1957 giftist Guðjón eftirlif- andi eiginkonu sinni Ingibjörgu Þuríði Stef- ánsdóttur frá Ímastöðum í Vöðlavík, f. 6. júní 1938. Foreldrar hennar voru Stef- án Jónsson og Guðrún Jónína Jónsdóttir. Þau Guðjón og Ingi- björg stofnuðu sitt heimili á Eskifirði árið 1957 og bjuggu þar alla tíð. Þeim varð 5 barna auðið. Þau eru: 1) Gísli Hjört- ur, f. 12. mars 1957, maki Jó- hanna Lindbergsdóttir, f. 26. maí 1960, þau eiga fjögur börn. 2) Stefán Ingvar, f. 2. sept. 1961, maki Kristín Sigurð- ardóttir, f. 25. janúar 1965, þau eiga þrjú börn. 3) Jón Trausti, Í dag kveð ég Hákarla-Guðjón, föður minn, eftir 32 ára samfylgd. Þú lést rúmlega 82 ára eftir hörku- baráttu á sjúkrahúsinu í Neskaup- stað. Ég var svo heppin að fá að alast upp við það líf og starf sem fylgdi sjóhúsinu, bryggjunni, há- karlahjallinum og veiðimennskunni. Það var fastur punktur í okkar lífi að fara á sunnudagsrúntinn með fullan poka af kúlum og appelsíni í gleri. Rúnturinn snerist um að heimsækja helstu kalla bæjarins, Sissa í vikt- unarskúrnum, Jonna Jóu, Jón í Gröf, Jón á Hólmum og fleiri merka menn. Hákarlahjallurinn var ætíð heim- sóttur til að athuga hvernig hákarla- uppskerunni vegnaði. Ég fékk veiði- delluna ung, hékk flesta daga fram af bryggjunni við sjóhúsið þitt. Þá mátti maður ekki vera að því að fara heim að borða en lifði á hákarli, rúg- brauði og harðfiski sem nóg var af í sjóhúsinu. Ég man alltaf eftir því hvað þú hlóst mikið þegar ég dró massadónana á land og hljóp garg- andi inn í sjóhús. 10 ára fékk ég svo bíladelluna. Þú kenndir mér að keyra á rauða Skjóna, það var Subaru-pallbíll sem þú áttir og við þeyttumst á um sveit- ir Eskifjarðar. Eins kenndir þú mér þá að skjóta úr byssu enda fannst þér ekkert vit í öðru en að 10 ára krakki kynni nú að veiða sér til mat- ar þar sem þú hefðir nú skotið þína fyrstu rjúpu 9 ára gamall. Margir samferðamenn þínir hafa komið að orði við mig og sagt mér frá því að þú hafir verið ein besta skytta þeirra tíma enda áttu veið- arnar og veiðisögur hug þinn allan. Margar minningar um þig tengjast kjallaranum. Þar varst þú með smíðaverkstæðið þitt og smíðaðir ótrúlegustu hluti. Hvort sem það voru kleinujárn, kertastjakar eða eldhúsinnréttingar allt varð að fal- legum og vönduðum hlutum í þínum höndum. Í rennibekknum renndir þú glæsilega ruggustóla ásamt mörgu öðru. Í seinni tíð varstu bú- inn að gera kjallarann að hinum notalegasta viðverustað sem mínum börnum fannst ævintýri að koma í og tengja þau minningarnar um þig allar við kjallarann hjá afa. Eftir að ég komst á menntaskóla- aldurinn eyddum við meiri tíma saman í kjallaranum, við smíðuðum rúmið flotta með leynihólfunum, vögguna úr síldartunnunni handa Steinari Antoni nafna þínum og fleiri hluti. Framkvæmdasemi þín, vinnusemi og dugnaður eru góðu eiginleikarnir þínir sem ég reyni eft- ir mesta megni að tileinka mér sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið frá þér sem veganesti út í lífið. Ég var svo heppin að fá að eyða með þér góðum tíma á sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað þar sem þú dvaldir síðustu vikurnar. Þessi tími var mér ómet- anlegur. Þegar hjartað mitt fyllist söknuði gleðst ég yfir þeim minn- ingum sem við áttum þar saman. Enda var ótrúlegt hvað við gátum hlegið mikið og gert grín að öllum hlutum og hnyttnu tilsvörin þín komu öllum í opna skjöldu og þannig léstu okkur hin veltast um af hlátri. Elsku pabbi, þín verður sárt sakn- að og minningin um hraustmennið hann Hákarla-Guðjón mun lifa um ókomna tíð. Sögurnar um þig og veiðimennsk- una munu ganga mann fram af manni. Við verðum hjá mömmu yfir jólin en það verður tómlegt án þín. Við borðum heimabakað fransbrauð með tómötum og sykri þér til heið- urs og auðvitað rjúpurnar góðu. Það eru forréttindi að hafa fengið að vera dóttir þín. Nú siglir þú nýjan sjó. Guð blessi þig, pabbi. Þín dóttir, Guðrún Jónína. Erfiðu sjúkdómsstríði er lokið. Ein mín dýrmætasta perla hefur kvatt mig í hinsta sinn, rétt í þann mund er aðventan gekk í garð. Okk- ur sem eftir stöndum þykir brottför hans ótímabær. Hins vegar gerðum við okkur grein fyrir því að líkams- þrek hans var á þrotum, en andlegur styrkur, karlmennskan og húmorinn var aðall hans, því gerðum við okkur varla grein fyrir því að komið væri að kveðjustund. Síðan ég kom inn í lífið hjá tengdapabba mínum hefur hann alltaf sagt við mig að hann yrði átta- tíu og þriggja, því náði hann ekki en það munaði ekki mörgum mánuði hjá honum. Þessi rólyndismaður var afar hugljúfur tryggur eiginmaður, faðir, afi og vinur vina sinna og það sem hann sagði stóð hann við. Hann var mikill húmoristi, laumaði ein- hverjum brandara inn í samræður eða kom með hnyttin tilsvör, glotti síðan við tönn, rak jafnan út úr sér tunguna og steytti hnefann upp í loft. Þannig þekktum við hann og munum minnast hans. Guðjón var maður sem setti svip á bæjarlífið hér á Eskifirði. Hann stundaði sjómennsku allt sitt líf á eigin bátum. Hákarla-Guðjón var hörkutól sem aldrei gaf eftir, en samt gætinn og farsæll á sínum langa ferli sem trillukall og hákarla- veiðimaður. Veiðieðlið var honum í blóð borið og allar veiðar voru hans líf og yndi. Hann var hreindýraeft- irlitsmaður hér til fjölda ára og hann gekk mikið til rjúpna. Náttúrubarn var hann af Guðs náð. Nú á seinustu vikum þegar þú varst kominn á sjúkrahúsið í Nes- kaupstað og baráttan orðin stöng, var samt alltaf stutt í brandarana og hnitmiðuð tilsvör hjá þér svo að allir sem í kringum þig voru kættust. Það var sama hversu heltekinn þú varst, þú hlífðir okkur alltaf. Og sýndir okkur alltaf ljós lífsins. Eins og þeg- ar við komum til þín síðasta kvöldið og ég sá að þú varst ekki í þínum ull- arsokkum eftir hana Ingu þína, þú varst ekki lengi að svara mér „Hald- ið þið að maður geri ekkert hér, ég prjónaði þá í fyrrinótt“. Þetta kætti okkur öll svo að hláturinn glumdi um alla stofuna. Með Guðjóni höfum við Eskfirð- ingar misst góðan vin. Þín verður sárt saknað hér í okkar litla sjáv- arþorpi. Hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur gefið frá þér. Elsku Inga mín og aðrir aðstandendur, megi guð styrkja okkur og minningin um góðan eiginmann, pabba, tengda- pabba, afa, langafa og vin lifa í hjört- um okkar allra. Blessuð sé minning hans. Megir þú hvíla í friði. Guðný Gunnur Eggertsdóttir. Elsku Guðjón afi minn. Elsku afi, mig langar að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti með þér. En þær stundir sem við áttum saman inni í eldhúsi að spila ólsen ólsen verða alltaf ofarlega í huga mér. Mig langar líka að segja þér hvað mér fannst þú vera frábær maður. Tókst alltaf syngjandi glaður á móti mér og varst alltaf með fullt af bröndurum eða sögum til þess að segja. Þú verður alltaf geymdur í hjarta mér, elsku afi minn og ég vil einnig senda þér þetta ljóð. Góðhjartaður maður. Unaðslega fagur. Dugnaðarforkur allt sitt líf. Jafnvel þó langt varð stríð. Ótrauður hélt þó fram á við. Núna staldrar hann heima við. Þín, Sólrún Mjöll Jónsdóttir. Elsku afi minn. Núna hefur stórt skarð verið höggvið í hjarta mitt þó svo ég viti að núna líður þér betur. Ég vil þakka þér fyrir öll þau ár sem við höfum átt saman, ég er svo þakk- lát fyrir þau. Það verður skrítið að koma á Bakkastíginn til ömmu þeg- ar þú ert ekki og fá ekki að kyssa þig og finna skeggbroddana þína. Þú varst alltaf svo góður og skemmti- legur við okkur barnabörnin og tilbúinn að fíflast við okkur þegar við komum í heimsókn til ykkar. Það voru nú ófáar ferðirnar sem maður var búinn að koma til þín á sjóhúsið, þegar maður var ungur, til að fá sér hákarl og harðfisk á leið- inni heim úr skólanum, þar sem eng- inn hákarl var eins góður og þinn. Alltaf tókst þú vel á móti okkur þó svo að þú hafir verið önnum kafinn við að beita, leyfðir þér samt að stoppa og tala við okkur sem vorum að labba saman. Það voru nú líka ófáar ferðar sem maður var búinn að fara á bryggjuna hans afa til þess að veiða og fannst manni það alltaf skemmtilegra heldur en á öðrum bryggjum því þá fékk maður beitu og jafnvel var búið til færi handa okkur til þess að veiða með, þetta fannst manni æði. Ein mjög minnisstæð veiðiferð var þegar ég í eitt skipti var að veiða hjá þér og náði ekki fisknum af svo ég fór inn til þín og lét þig hjálpa mér að ná ufsanum af að ég hélt. Auðvitað hjálpaðir þú mér við það og sagðir mér í leiðinni að þetta væri ekki ufsi heldur silungur. Þetta viss- ir þú afi minn, allt sem tengdist sjónum því hann var þitt líf og yndi. Takk fyrir þetta allt saman, elsku afi minn, þetta gerði veiðina ennþá skemmtilegri. Elsku afi minn, ég er svo þakklát fyrir að sonur minn hafi fengið að kynnast þér þó svo stutt hafi verið en ég kem sko til með að segja honum frá þér þegar hann fer að skilja meira í lífinu. Alltaf var stutt í húmorinn hjá þér og hann fór nú ekki þó svo að þú hefðir verið orðinn veikur. Það var nú alveg hægt að skemmta sér hjá þér á Nes- kaupstað því þú reyttir alveg af þér brandarana. Elsku afi minn, þú varst og verður ávallt ein af hetjunum mínum. Ég mun ávallt sakna þín og vera stolt af því að segja þeim sem það vilja heyra að ég sé barnabarn Hákarla- Guðjóns, það er nú ekki slæmur stimpill það. Ég vil biðja guð um að gæta og styrkja ömmu, Gísla, Stef- án, pabba, Sævar og Jónínu á þess- um erfiðu tímum í lífi þeirra. Takk fyrir allt sem þú gafst mér, elsku afi minn. Þín sonardóttir, Berglín Sjöfn. Guðjón Anton Gíslason HINSTA KVEÐJA Takk afi fyrir að kenna mér að smíða í kjallaranum. Mig hlakkaði alltaf svo til að koma og vera með þér í kjallaranum þegar ég kom til Eskifjarðar. Þar brölluðum við svo mikið saman. Þú kenndir mér á öll verkfærin þín og svo kenndir þú mér líka að nota vasahníf og svo gafstu mér vasahníf sem var alveg eins og brúni vasa- hnífurinn þinn sem þú notaðir í að gera allt með. Hann var svakalega beittur en þú kennd- ir mér hvernig ætti að bera sig að með vasahníf. Ég er svo stoltur af því að afi minn hafi veitt hákarl og segi öllum frá því en það trúir mér bara eng- inn, en ég veit það. Elsku afi ég mun sakna þín og ætla að verða veiðimaður eins og þú því frændur mínir ætla að fara með míg á rjúpna- veiðar sem fyrst og þá ætla ég að skjóta rjúpu fyrir þig. Kveðja, Steinar Anton 8 ára. ✝ Móðir mín og amma, MARY AMALIE EINARSSON, Verftsgaten 13c, Bergen, Noregi, lést á Ulset Sykehjem í Bergen miðvikudaginn 2. desember. Jarðarförin fór fram frá Åsane gamle kirke í Bergen miðvikudaginn 9. desember. Erla-Berit Einarsson, Tom-Eirik Einarsson. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi okkar, BIRGIR BJÖRNSSON, Egilsgötu 8, Borgarnesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 8. desember. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 16. desember kl. 14.00. Jón Marinó Birgisson, Herdís Rós Kjartansdóttir, Kjartan Jónsson og Heiðdís Erla Jónsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN HAUKUR ELTONSSON, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 9. desember. Sigurlína Elíasdóttir, Aðalheiður Jónsdóttir, Haraldur Sæmundsson, Sigurður Kr. Scheving, Eyrún Ingvaldsdóttir, Anna Jóna Jónsdóttir, Hilmar Einarsson, Jón Þór Jónsson, Anna Linda Sigurgeirsdóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg dóttir, móðir, amma og systir, JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, er látin. Útför mun fara fram í kyrrþey. Jóna K. Hallgrímsdóttir, Stefán Hafberg Sigurðsson, Heiða Arnardóttir, barnabarn og systkini.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.