Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Eftir Andra Karl andri@mbl.is FJÁRMÁLARÁÐHERRA segir það misskiln- ing að eitthvað nýtt komi fram í gögnum lög- mannsstofunnar Mishcon de Reya sem bárust Alþingi í gær. Einnig að mikilvægt sé að árétta að „þau svonefndu nýju gögn“ hafi legið hjá stofunni en ekki í skjalasöfnum á Íslandi. For- menn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks segja með ólíkindum ef greiða eigi atkvæði um frumvarpið án þess að fjallað sé betur um mál- ið. „Í þessu er ýmislegt nýtt og það að þessum gögnum hafi verið leynt er sér kafli, út af fyrir sig,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks. „Í bréfinu segir að á leiðinni séu gögn sem muni varpa frekara ljósi á málið og menn muni vilja hafa í huga áð- ur en komist er að endanlegri niðurstöðu. Áhugavert er að lögmannsstofan skuli taka þetta sérstaklega fram.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokks, sagði fram komnar nýjar upp- lýsingar um að ís- lenska ríkið hefði haft sterka laga- lega stöðu til að höfða mál í Bret- landi, vegna yf- irtöku breska fjár- málaeftirlitsins, FSA, á Heritable, breskum banka en að fullu í eigu Landsbankans. Bjarni sagði það aldrei hafa komið fram áður og hljóta að skipta máli þegar þingmenn tækju afstöðu til þess samnings sem lægi fyrir Alþingi. Engin svör í utanríkismálanefnd Báðir segja formennirnir að skýra verði það út hvers vegna skjölunum var haldið leyndum og hversu mikið ríkisstjórnin vissi um skjölin. Í bréfi lögmannsstofunnar segist fulltrúi hennar ekki vita til þess hvort samninga- nefndin hafi nýtt þær upplýsingar í samningaviðræð- unum, en þær hefðu getað styrkt samn- ingsstöðuna. Bjarni hefur alloft spurt út í það hvort það hafi verið gert og Sig- mundur Davíð og Þorgerður Katrín síðar ítrekað spurn- inguna í utanríkismálanefnd. „Við fengum eng- in svör. Við fórum fram á að einhver yrði kall- aður fyrir nefndina sem gæti skýrt þetta, en það virðist ekki hafa verið reiknað að nokkru það tjón sem hlaust af beitingu hryðjuverka- laganna. Við sjáum það best á því að samning- arnir við Breta og Hollendinga eru að efninu til eins. Og ekki beittu Hollendingar okkur hryðjuverkalögum,“ segir Sigmundur Davíð. Einnig kemur fram í bréfi lögmannsstof- unnar, að hófleg bið geti komið Íslendingum vel. „Þess vegna, ef þarna eru atriði sem styrkja málstað Íslands, sem þau virðast gera, er mjög furðulegt að keyra eigi málið í gegn áður en hægt er að styrkja stöðu okkar í krafti þess.“ Steingrímur tók síðar fram að málið væri þaulrætt, og þó svo að fróðlegt væri að velta við hverjum steini breytti það ekki því frum- varpi sem er til afgreiðslu á Alþingi, og að skjölin frá Mishcon de Reya breyttu því ekki. Þau kynnu hins vegar að vera áhugaverð í sögulegu ljósi. Steingrímur sagði í góðu lagi að prenta út skjalabunkann en spáði því að þingmenn fyndu fátt nýtt í honum. Sum gagnanna hefðu verið inni á vefnum island.is í marga mánuði og önn- ur að uppistöðu eldri gögn sem varla gætu tal- ist ný gögn fyrir þingmönnum Sjálfstæð- isflokks, enda unnin í tíð fyrri ríkisstjórnar. „Þetta eru gögn sem tengjast undirbúnings- vinnu áður en samningaviðræðurnar fóru af stað. Þau breyta ekki inntaki samninganna sem eru til afgreiðslu.“ Leynd sem verður að skýra Fjármálaráðherra og formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru ekki sammála um hvort ný gögn leynist hjá lögmannsstofunni Mishcon de Reya né um mikilvægið fyrir Icesave-frumvarpið Bjarni Benediktsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Steingrímur J. Sigfússon STÚLKAN frá Litháen sem talin er hafa verið flutt hingað nauðug til þess að stunda vændi er að sögn Kolbrúnar Sævarsdóttur, saksókn- ara, talin í hættu og nýtur sér- stakrar verndar af þeim sökum. Vildi Kolbrún að öðru leyti ekki tjá sig um hagi stúlkunnar en hún er nítján ára gömul og segist hafa ver- ið seld í vændi í heimalandi sínu. Mun hún bera vitni í málinu fari það fyrir dóm. Kolbrún segir að ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra í málinu verði tekin í dag en gæsluvarðhald yfir fimm Litháum sem taldir eru eiga hlut að málinu rennur út í dag. Auk mannanna fimm sem sitja í gæsluvarðhaldi er Íslendingur grunaður um aðild að málinu en hann var ekki hnepptur í gæslu- varðhald. Málið barst saksóknara fyrir um fjórum vikum og hafði fram að því verið í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Kom það til kasta hennar í október þegar stúlkan kom til landsins. skulias@mbl.is Litháíska konan talin í hættu og nýtur verndar SÉRA Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir verkefnisstjóri á Biskupsstofu þjónar íslenska söfnuðinum í London á vor- misseri. Meg- inverkefnið er fermingar- fræðsla. „Ég fer fjórar ferðir til Lundúna í vor. Býst svo við að verða í fjar- sambandi við fermingabörnin, enda hafa krakkarnir nýja samskipta- möguleika tölvutækninnar vel á valdi sínu,“ segir Steinunn Arn- þrúður sem verður með ferming- arfræðsluna í sendiráði Íslands. Messuhald verður í Sænsku kirkj- unni. Til fjölda ára hefur verið haldið úti embætti sendiráðsprests í Lond- on, en nú hefur það verið lagt niður í sparnaðarskyni. Prestsembættið í Kaupmannahöfn verður lagt niður frá og með ára- mótum. Framhaldið þar er óákveðið en sr. Jón Dalbú Hróbjartsson pró- fastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra mun funda með foreldrum fermingarbarna og sóknarnefnd í Kaupmannahöfn bráðlega og skipu- leggja fermingarfræðslu og messu- hald. sbs@mbl.is Fermingarprestur sendur til London Steinunn A. Björnsdóttir BYRJAÐ er að hlaða bálkesti fyrir áramótin og er sú vinna fyrst og fremst í höndum starfs- manna sveitarfélaga. Áður fyrr voru áhuga- samir unglingar dugmiklir við að hlaða bálkest- ina. Almenningur getur sem fyrr lagt til efni og best þykir að fá hreint timbur og bretti á brenn- urnar en plast, gúmmí og unnið timbur á þangað ekki erindi. Brennan í Kópavogsdal var byrjuð að taka á sig mynd í gær. Morgunblaðið/RAX BRENNURNAR AÐ VERÐA TILBÚNAR Losun gróðurhúsalofttegunda frá íslensku álverunum hefur minnkað undanfarin ár ef horft er á losun á hvert framleitt tonn. Þetta kemur fram í skýrslu sérfræðinganefndar umhverfisráðuneytisins, en í henni er að finna tölur um útstreymi gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn í íslenskum áliðn- aði. Sem dæmi má nefna að út- streymi gróðurhúslofttegunda hefur aukist frá álverunum um 72% frá 1990 til 2007, en fram- leiðslan hins vegar aukist um 418%. Útstreymið frá álverinu í Straumsvík minnkaði um meira en 50% á sama tíma og ársfram- leiðslan jókst um 100%. Losun á hvert framleitt tonn minnkar mikið FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MESTAR líkur eru á að íslensku ál- verin þurfi ekki að greiða fyrir los- unarkvóta þó að íslenska ákvæðið svokallaða falli úr gildi í árslok 2012. Íslensku álverin menga minna en flest álver annars staðar í Evrópu sem tryggir þeim betri stöðu þegar að því kemur að álfyrirtækin þurfa að fara að greiða fyrir losunarkvóta. Í ársbyrjun 2013 tekur gildi ný til- skipun Evrópusambandsins um við- skipti með losunarheimildir. Fyrri til- skipun náði fyrst og fremst til kola- orkuvera, en nýja tilskipunin gerir ráð fyrir að áliðnaðurinn fari undir þetta kerfi. Innan Evrópusambands- ins gera menn sér grein fyrir að tals- verð hætta sé á að álfyrirtækin flytji starfsemi sína frá Evrópu til landa sem gera minni kröfur um mengunar- varnir. Þetta er kallað að tilskipunin „leki“. Til að bregðast við þessu er nú rætt um að áliðnaðurinn í Evrópu fái kvóta sem fyrirtækin þurfi ekki að borga fyrir, til að byrja með a.m.k. Mestar líkur eru taldar á að þessi ókeypis kvóti verði mun stærri en menn áttu kannski von á þegar byrjað var að ræða þessa hluti. Eins og stað- an er núna er rætt um að gefinn verði aðlögunartími til ársins 2020. Stefnan er síðan sú að þessi ókeypis kvóti minnki smám saman. Fyrirtækin sem menga minnst standa þá betur að vígi en þau sem menga meira. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að regluverkið í kringum evrópska við- skiptakerfið sé ekki tilbúið. Ekki sé búið að gefa út staðfesta tilkynningu um að áliðnaðurinn verði á þessum svokallaða „lekalista“ en listinn kem- ur til með að ráða mestu um hversu mikið þessi geiri þarf að greiða fyrir losunarheimildir. Þróun þessara mála ráðist m.a. af því hvort næst alþjóð- legur samningur um losun gróður- húsalofttegunda. Hann segir mjög já- kvætt að Ísland sé komið inn í kerfi Evrópusambandsins. Þetta þýði m.a. að Íslandi þurfi einvörðungu að semja við sambandið um þessa hluti en ekki alþjóðasamfélagið allt. Viðskiptakerfi ESB með losunar- heimildir gerir ráð fyrir að gefinn verði út sérstakur kvóti fyrir ný fyr- irtæki í áliðnaði. Staða þessara fyr- irtækja verður því þrengri en fyrir- tækja sem fyrir eru að því leyti að þau þurfa fljótlega að kaupa sér losunar- heimildir. Um þessi fyrirtæki gildir hins vegar sama regla og um aðra að fyrirtækin sem menga minnst þurfa að borga minna fyrir kvótana. Þurfa ekki að kaupa kvóta  Áliðnaðurinn fer undir nýja tilskipun ESB um viðskipti með losunarkvóta 2013  Íslensku álfyrirtækin standa vel í samanburði við álver í Evrópusambandinu Evrópusambandið er að móta reglur um viðskipti með losunar- kvóta, en ný tilskipun tekur gildi 1. janúar árið 2013.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.