Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
✝ Þorlákur Jón-asson fæddist í
Vogum í Mývatns-
sveit 1. janúar 1922.
Hann lést á Dval-
arheimilinu Hlíð á
Akureyri 20. desem-
ber sl.
Hann var fimmti í
röð níu systkina,
sonur Guðfinnu Stef-
ánsdóttur og Jón-
asar Hallgrímssonar.
Eftirlifandi systkini
hans eru Ólöf, f.
1916, og Sigurgeir,
f. 1920. Látin systkini Þorláks
eru Jón, f. 1917, Stefán, f. 1919,
Friðrika, f. 1924, Kristín, f. 1926,
Hallgrímur, f. 1928, og Pétur, f.
1929.
Þorlákur kvæntist Lilju Guð-
björgu Árelíusdóttur 9. nóvember
1958. Þau eignuðust fjögur börn;
Hafdísi, f. 1955, maki hennar Að-
alsteinn Arnbjörnsson, Svandísi,
f. 1958, maki Jóhannes Ant-
onsson, Guðfinnu, f.
1959, maki Friðjón
Halldórsson, og
Björn, f. 1965, maki
Arndís Bergsdóttir.
Barnabörn Þorláks
eru ellefu.
Þorlákur og Lilja
reistu sér nýbýli í
Vogum 4 árið 1960
og bjuggu þar allt til
ársins 2006 þegar
þau fluttu til Ak-
ureyrar. Þorlákur
starfaði við búskap
mestalla tíð auk þess
sem hann vann við múverk og
hlóð hús víða um land. Þá hafði
hann atvinnu af því að aka vöru-
bíl. Þorlákur starfaði áratugum
saman við landgræðslu og gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum í sinni
sveit.
Útför Þorláks fer fram frá
Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit
í dag, miðvikudaginn 30. desem-
ber, og hefst athöfnin kl. 14.
Borinn er til grafar í dag höfðingi
veraldar sem var. Höfðingi hins
gamla landbúnaðarsamfélags, sam-
félags sem árhundruðum saman hélt
sjálfu sér óbreyttu. En pabbi var
ekki bara fulltrúi fortíðar og gam-
aldags gilda. Hann var ekki bara
gamall bóndi úr Mývatnssveitinni
heldur einnig hugsjónakempa,
draumhugi, nútímamaður. Maður
sem fór snemma að tala um mögu-
leikana sem fælust í aukinni ferða-
þjónustu í Vogum, jarðhitann og
nýtingu hans, maður sem trúði á 21.
öldina, maður sem dáði tækniundrin
úr fjarska. Samt valdi hann sjálfur
að sinna einföldum störfum, lifa fá-
brotnu lífi. Gangandi þversögn.
Pabbi var öðrum þræði jarðbund-
inn maður en stundum tókst honum
að losa sig algjörlega undan oki
landbúnaðarsamfélagsins, þar sem
allir áttu að hegða sér eins og hugsa
eins. Þá var návist hans ævintýri og
léttlyndi hans höfuðeinkenni. Sam-
viskusemi, dugnaður og nægjusemi
voru þó öðru fremur einkunnarorð
föður míns. Leitun var að ósérhlífn-
ari manni og minnist ég sérstaklega
þegar pabbi skóp nýtt tún úr þýfðu
hraunlendi með handaflinu einu
saman. Það sumar bar hann helj-
arbjörg og hamaðist með járnkarl-
inn oní jörðinni í flestum frístundum
sínum sumarlangt. Þetta voru ekki
tæknilegustu vinnubrögð tuttugustu
aldarinnar en pabbi naut erfiðisins
líkt og hann naut útsýnisins yfir
Vogatorfuna og vatnið sem hann
unni jafnheitt og fjölskyldunni.
Pabbi var einhver mesti náttúru-
rómantíker sem ég hef kynnst.
Hann sinnti landgræðslu af þrótti.
Hafði alla jafna lítinn áhuga á efnis-
legum gæðum en þó kom baráttan
um lífsbjörgina einstaka sinnum af
stað miklum tilfinningum. Til dæmis
reif pabbi hár sitt og tætti ef ná-
grannabændurnir Einar Gunnar og
Jón Ingi mokveiddu í vatninu okkar
á sama tíma og hann fékk sjálfur lít-
ið.
Pabbi var keppnismaður. Tilfinn-
ingaríkur járnkarl. Brautryðjandi
og sporgöngumaður í senn. Maður
sem múraði veggi og byggði hús
eins og lærðustu meistarar en þó
hafði hann aldrei lært slíka iðn. Enn
ein þversögnin.
Í síðasta skipti sem ég sá pabba
með meðvitund hafði ég heimsótt
hinn aldna höfðingja, beinbrotinn á
Sjúkrahúsið á Akureyri. Það urðu
þó engir fagnaðarfundir þegar hann
sá mig heldur fussaði hann og
sveiaði. Hvað væri ég eiginlega að
hanga þarna iðjulaus, á gjafatíma í
fjárhúsunum? Ég hafði ekki gefið í
fjárhúsunum í 30 ár en öll heilablóð-
föllin sem pabbi hafði fengið megn-
uðu ekki að höggva skarð í mik-
ilvægi bústarfanna. Þau voru heilög.
Við Hafdís, Svandís og Guffa er-
um lánsöm að hafa átt svona pabba
og við söknum og syrgjum hann
með trega. Mamma hefur einnig
fyrir margt að þakka, pabbi reynd-
ist henni alltaf góður. Yngsta barna-
barnið þeirra, hann Starkaður minn,
hefur oft minnst á afa sinn síðustu
daga. Sá stutti botnar ekkert í enda-
lokunum. Hvert fór afi?
Ekki er til einfalt svar við slíkri
spurningu en við fögnum því öll að
þrautum gamla mannsins sé lokið
eftir hetjulegt úthald. Sigldu heill á
nýjum vötnum, pabbi minn. Meg-
irðu veiða marga feita urriða í félagi
við Einar Gunnar Þórhallsson og
aðra gengna heiðursmenn. Góða
ferð.
Björn Jónas Þorláksson.
Elsku pabbi, við erum sorgmædd-
ar vegna fráfalls þíns en finnum líka
fyrir létti því við vitum að nú líður
þér vel.
Pabbi var góður maður og harð-
duglegur alla tíð. Við fengum gott
uppeldi á góðu heimili. Pabba var
það mikið í mun að við stæðum okk-
ur vel í námi og starfi. Hann gaf sér
alltaf tíma til að aðstoða okkur við
heimanámið þegar við vorum litlar.
Hann og mömmu var yndislegt að
heimsækja heim í Voga, alltaf tekið
á móti okkur með hlýjan faðminn.
Börnum okkar og mökum sýndi
hann mikinn áhuga og kærleika.
Margar góðar minningar eru af
veiðiferðum á vatninu og öðrum
samverustundum. Börnin eiga ynd-
islegar minningar um góðan og
elskulegan afa.
Pabbi veiktist fyrir átta árum og
átti erfitt með að tjá sig og gat
hvorki lesið né skrifað fyrst á eftir.
En með eigin dugnaði og aðstoðar
mömmu lærði hann bæði að lesa og
skrifa aftur. Hann átti oft erfitt með
að finna réttu orðin en hann lét það
ekki stoppa sig og spjallaði við alla
sem hann hitti.
Pabbi og mamma fluttu til Ak-
ureyrar úr sveitinni sinni fyrir
þremur árum. Var það aðallega
vegna versnandi heilsufars pabba.
Hann fór svo til daglega í sund og
fór yfirleitt í tvo göngutúra á dag-
inn. Hann hugsaði ætíð um það að
lifa heilbrigðu og reglusömu lífi og
hvatti aðra til þess. Í vor hrakaði
heilsu hans svo að hann þurfti að
fara inn á hjúkrunarheimili. Það var
honum mjög erfitt. Hann þráði allt-
af að fara heim í Voga.
Við aðstoðuðum mömmu við það
margar helgar í sumar og er það
okkur mjög dýrmætt núna. Hann
fór út á vatn, hann fór að skoða
skógarreitinn sinn og hann fór í
Jarðböðin. En best fannst honum að
liggja bara í rúminu sínu. Mamma
hefur staðið sig eins og hetja í öllum
veikindum pabba. Hún hefur hugsað
vel um hann að öllu leyti enda var
hann ómögulegur ef hann hitti hana
ekki nær daglega. Hans síðustu orð
til hennar voru að hún væri ynd-
isleg, góð og falleg kona. Betri
kveðjuorð er ekki hægt að fá.
Elsku pabbi, við þökkum þér fyrir
samfylgdina, aðstoðina og kærleik-
ann.
Guð geymi þig.
Þínar dætur,
Svandís og Guðfinna.
Í dag kveð ég föður minn Þorlák
Jónasson. Kynni okkar hófust er
Þorlákur kynntist konuefni sínu,
henni Lilju, en þá kynntist hann
dóttur hennar einnig. Þorlákur gekk
mér í föðurstað tveggja ára gamalli
og tók mér strax sem sinni eigin
dóttur. Helst hefði hann viljað ætt-
leiða mig hefur mér verið sagt
seinna og þykir mér vænt um þá
vitneskju. Fjölskyldan stækkaði og
við systkinin erum fjögur. Ég varð
þeirra forréttinda aðnjótandi að
vera elst í systkinahópnum og fékk
því að taka þátt í verkefnum með
föður mínum úti við. Hann kenndi
mér margt, ýmislegt um náttúruna,
búskapinn og landið okkar. Verk-
efnin sem við unnum saman voru
misskemmtileg en einhvern veginn
tókst pabba að gera störfin létt,
hann var hress og drífandi, glettinn
og gamansamur. Að planta trjám,
reka kýr, standa yfir kindum eða
jafnvel hreykja taði urðu létt verk
undir leiðsögn hans. Pabbi var
vinnusamur og vinnan var dyggð í
hans augum og því gat hann gert
vinnuna að leik svo við börnin gæt-
um notið hennar. Þessu viðhorfi til
vinnu og verkefna bý ég enn að.
Þó svo að pabbi ynni mikið hafði
hann gaman af skemmtun og leik.
Hann lét sig ekki vanta á nokkra
samkomu í sveitinni eða sleppti úr
messu og hann átti auðvelt með að
tala við fólk og kynnast fólki.
Árin í sveitinni liðu í gleði og ör-
yggi og foreldrar okkar hlúðu vel að
okkur systkinunum á uppvaxtarár-
unum.
Ég fluttist að heiman eins og
gengur, gifti mig og flutti til Dan-
merkur. Þar fæddist fyrsta barna-
barn foreldra minna árið 1983 er ég
og maðurinn minn eignuðumst dótt-
ur. Ekki kom annað til greina en að
koma og líta litla undrið augum og
var það þeirra önnur utanlandsferð,
þau höfðu komið þremur árum fyrr
og heimsótt okkur. Í þeirri ferð
ferðuðumst við víða um Danmörku
og gulir akrar og slétt tún ásamt
veðurfari varð til þess að honum
varð tíðrætt um hve búsældarlegt
væri í henni Danmörku.
Börnin mín þrjú hafa öll orðið
þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa
fengið að vera í sveit hjá afa og
ömmu. Þá endurtók sagan sig, þau
fóru með afa sínum í þau verkefni er
fyrir lágu og hann kenndi þeim
margt sem þau búa að í dag.
Eftir að Þorlákur veiktist fyrir
átta árum og úr líkamlegum og and-
legum þrótti dró, missti hann samt
aldrei sín sérkenni og hélt hann
reisn sinni fram til síðasta dags.
Pabbi vildi helst vera í sveitinni
sinni og honum leið hvergi betur.
Með elju móður minnar, systra og
maka þeirra var honum gert það
kleift svo oft í sumar. Það gaf pabba
mikið. Stundum getur dauðinn verið
líkn þeim sem veikur er og þeim
sem horfa á ástvin þjást, en samt er-
um við aldrei fullkomlega viðbúin
dauðanum. En nú er komið að
Þorlákur Jónasson
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SÆMUNDUR SÆMUNDSSON,
lést af slysförum föstudaginn 18. desember.
Hann verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í dag,
miðvikudaginn 30. desember kl. 15.00.
Oddur Sæmundsson, Eydís Ingimundardóttir,
Íris Sæmundsdóttir, Heimir Hallgrímsson,
Jón Trausti Sæmundsson, Grace Fu,
Sigrún Erla Sæmundsdóttir,
Guðbjörn Alexander Sæmundsson,
Pétur Ásbjörn Sæmundsson, Kolbrún Birna Bjarnadóttir
og barnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir, mágur og frændi,
TRYGGVI RÚNAR GUÐJÓNSSON,
lést á Landspítalanum laugardaginn 26. desember.
Útför hans fer fram frá Stærri-Árskógskirkju
þriðjudaginn 5. janúar kl. 14.00.
Sindri Már Tryggvason,
Þorgeir Örn Tryggvason,
Erla Tryggvadóttir, Ásólfur Guðlaugsson,
Guðjón Pálsson,
Guðlaugur Axel Ásólfsson,
Soffía Valdís Ásólfsdóttir, Hörður Þór Einarsson,
Ásta Hildur Ásólfsdóttir, Jón Barði Tryggvason
og frændsystkini.
✝
Elsku hjartans sonur okkar,
ÓLAFUR JAKOBSSON,
Vogalandi 8,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag,
miðvikudaginn 30. desember kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á UNICEF.
Guðrún Gerður Guðrúnardóttir,
Jakob Kristinn Jónasson.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
dóttir, systir, mágkona og amma,
SIGUREY GUÐRÚN LÚÐVÍKSDÓTTIR,
Jörundarholti 4,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn
26. desember.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn
7. janúar kl. 14.00.
Þorsteinn Kristinn Jóhannesson,
Lúðvík Þorsteinsson, Nanna Sigurðardóttir,
Jóhann Þorsteinsson, Kristín Halla Stefánsdóttir,
Rúna Dís Þorsteinsdóttir, Hilmar Smári Sigurðsson,
Lúðvík Björnsson,
Björn Lúðvíksson, Þórunn Sveina Hreinsdóttir,
Fjóla Lúðvíksdóttir, Jóhann Þór Sigurðsson
og ömmubörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, amma, tengdamóðir,
barnsmóðir, systir og mágkona,
JÓNA GUÐRÚN ÍSAKSDÓTTIR,
Hrísateig 16,
Reykjavík,
lést á Landspítala við Hringbraut miðvikudaginn
23. desember.
Útför hennar fer fram frá Laugarneskirkju þriðju-
daginn 5. janúar kl. 11.00.
Greta Ósk Óskarsdóttir,
Jóhann Fannar Óskarsson, Alda Svansdóttir,
Lísa Hlín Óskarsdóttir, Pétur Óskar Pétursson,
Friðrik Anton Markús Gretuson,
Óskar Jóhann Óskarsson,
Benjamín Ágúst Ísaksson, Helga Helgadóttir,
Birna Ísaksdóttir, Guðlaugur Kr. Jónsson,
Vera Björk Ísaksdóttir, Tryggvi Þór Ágústsson.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður okkar, ömmu, dóttur, tengdadóttur
og systur,
BRYNJU JÚLÍUSDÓTTUR,
Strandgötu 6,
Ólafsfirði.
Þröstur Ólafsson
og fjölskyldur hinnar látnu.