Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
Icesave-umræða Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, virðist ekki vera ánægður með gang mála.
Kristinn
Í GÆR át enn einn stjórn-
arþingmaðurinn upp eftir
Steingrími J. Sigfússyni þá
flóttaleið að „almennt sé við-
urkennt“ hjá „flestum þjóð-
um“ að ákveðin mál megi ekki
setja í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Í þetta sinn er það Árni Þór
Sigurðsson sem þreytir flótt-
ann:
„Auk þess er það yfirleitt
svo hjá þeim þjóðum sem hafa
slíkan ramma [um þjóð-
aratkvæðagreiðslur] að mál af ýmsum gerðum
eru undanskilin þjóðaratkvæðagreiðslum, s.s.
fjárlög, skattamál, þjóðréttarlegar skuldbind-
ingar og slíkir hlutir. Þetta mál er þeirrar gerð-
ar,“ segir Árni í viðtali við mbl.is í gær.
Sex einfaldar staðreyndir um
þjóðaratkvæðagreiðslur
Ég vil benda Árna Þór Sigurðssyni, Steingrími
J. Sigfússyni, Björgvini Sigurðssyni, og öðrum
sem viðhafa sömu fullyrðingar eins og þeir hafi
hrapað niður á einhvern stóra sannleik, á eft-
irtaldar, einfaldar staðreyndir:
1. Danmörk er eina Norðurlandaríkið sem hefur
slík takmarkandi ákvæði í stjórnarskrá sinni.
2. Af nágrannaríkjum okkar eru aðeins Danmörk
og Ítalía sem undanskilja ákveðin málefni þjóð-
aratkvæði á þennan hátt í stjórnarskrá. Þar eru í
báðum tilfellum sérstaklega tiltekin
fjárlög og alþjóðasamningar.
3.Mjög skýrt og vel þekkt dæmi um hið
gagnstæða er Sviss, ríki með mjög
sterka hefð fyrir beinu lýðræði. Í Sviss
getur almenningur (með undir-
skriftasöfnun) krafist þjóðaratkvæða-
greiðslu um hvaða mál sem er. Eina
skilyrðið er að 50.000 undirskriftir safn-
ist á innan við 100 dögum. Engin mál-
efni eru þar undanskilin, hvorki alþjóða-
samningar né fjárlög. Þessu gleyma
Árni Þór, Steingrímur og félagar alltaf
á hentugan hátt þegar þeir draga
dönsku stjórnarskrána fram sem sitt
eina haldreipi.
4.Því má bæta við að 50.000 manns eru 0,6% af
svissnesku þjóðinni, sem telur um 8 milljónir
manna. Í dag hafa 33.000 undirskriftir á
www.indefence.is verið sannreyndar með sam-
keyrslu við þjóðskrá. Það eru 10,4% af íslensku
þjóðinni (m.v. desembertölur Hagstofunnar). Það
er sautjánfaldur fjöldi þeirra sem til þyrfti ef not-
ast væri við sama hlutfall og í Sviss.
5. Icesave-samningarnir eru ekki alþjóðasamn-
ingar, (og því síður fjárlög). Stór hluti af vand-
anum kemur til vegna þess að þeir eru lánasamn-
ingar gerðir á grundvelli einkaréttar, sem
íslenska ríkið á aðeins aðild að sem ábyrgðaraðili.
6. Þjóðaratkvæðagreiðsla um málið eins og það
liggur nú fyrir Alþingi myndi því ekki snúast um
rétt ríkisins til að skuldbinda ríkissjóð skv. al-
þjóðasamningi. Auk þess hefur Alþingi þegar
samþykkt að veita ríkisábyrgð að uppfylltum
ákveðnum fyrirvörum. Bretar og Hollendingar
eru því með vilyrði Alþingis í höndunum fyrir
fullgildum samningi.Þjóðaratkvæðagreiðsla um
málið myndi því aðeins snúast um það hvort
breytingalögin, (þ.e. nýju útþynntu fyrirvar-
arnir), ættu að gilda eða hvort lögin sem nú eru í
gildi, (gömlu fyrirvararnir frá því í ágúst) ættu að
gilda áfram.
Má halda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB
en ekki um lög vegna ríkisábyrgðar?
Í ljósi þessa vakna mjög mikilvægar spurn-
ingar sem ég skora á Árna Þór Sigurðsson,
Steingrím J. Sigfússon, Björgvin Sigurðsson og
aðra sem hafa fullyrt á þennan hátt að svara op-
inberlega:
Komandi aðildarsamningur Íslands að ESB
hlýtur að teljast einn mikilvægasti alþjóðasamn-
ingur lýðveldissögunnar, og aðild að ESB myndi
krefjast töluverðra fjárskuldbindinga af hendi Ís-
lands, afsals fullveldisréttinda í hendur yfirþjóð-
legu valdi og mögulega einnig sameiginleg yfirráð
yfir auðlindum Íslands að einhverju marki, t.d.
fiskimiðum.
Ef það er rétt sem þeir félagar halda fram (með
sérvöldu dæmi um dönsku stjórnarskrána sér til
stuðnings, tröll hafi svissneskt lýðræði), hvers
vegna eru þá allir stjórnmálaflokkar á Íslandi, og
flest nágrannaríki (t.d. Danmörk og Noregur)
sammála um að aðildarsamninga við Evrópusam-
bandið skuli ótvírætt leggja undir þjóðaratkvæði
til samþykktar eða synjunar?
Hvernig eru það samrýmanleg sjónarmið að
þjóðinni skuli annars vegar skilyrðislaust vera
ætlað að ráða örlögum aðildarsamnings að ESB í
þjóðaratkvæðagreiðslu, en að þjóðin geti hins
vegar ekki fengið að segja álit sitt á einfaldri rík-
isábyrgð á lánasamningum vegna þess að „það sé
almennt viðurkennt að alþjóðasamningar og mál-
efni varðandi fjárskuldbindingar ríkisins séu und-
anskilin, eða henti ekki, þjóðaratkvæði“? Kakan
verður ekki bæði geymd og étin.
Tugþúsundir Íslendinga bíða
eftir skýrum svörum
Rúmlega 30.000 Íslendingar sem hafa ritað
nafn sitt á indefence.is eiga kröfu á skýrum og
greinargóðum svörum frá Árna Þór Sigurðssyni,
Steingrími J. Sigfússyni, Björgvini Sigurðssyni
og öllum öðrum sem hafa á síðustu vikum fullyrt
að þjóðin geti ekki fengið að greiða atkvæði um
ný Icesave-lög, og hafa aðeins nefnt sérvalið
dæmi um dönsku stjórnarskrána því til stuðnings.
Slíkar fullyrðingar byggðar á sérvöldum rök-
um eru til þess eins fallnar að kasta ryki í augu al-
mennings. Er það einmitt tilgangurinn? Ef flótta-
mennirnir heykjast á því að svara þessum
eðlilegu spurningum hlýtur maður að velta því
fyrir sér.
Eftir Jóhannes
Þór Skúlason »Eru það samrýmanleg sjón-
armið að þjóðinni skuli
annars vegar ætlað að ráða ör-
lögum aðildarsamnings að
ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu,
en að þjóðin geti hins vegar
ekki fengið að segja álit sitt á
einfaldri ríkisábyrgð á lána-
samningum …
Jóhannes Þór
Skúlason
Henta bara sumir alþjóða-
samningar illa fyrir þjóðaratkvæði?
Höfundur er grunnskólakennari
og meðlimur InDefence-hópsins.
KOSTULEG eru
ummæli Steingríms J.
Sigfússonar fjár-
málaráðherra um að
hann sé bjartsýnn á að
menn sjái nú fyrir end-
ann á Icesave-málinu
og það fái farsælar
lyktir. Það er ákaflega
brýnt að koma því frá,
þetta ólánsmál hættir
þá að þvælast fyrir
okkur, segir hann.
Sennilega er Steingrímur að vísa til
þess að málið hætti þá að þvælast fyr-
ir honum og núverandi ríkisstjórn.
Ríkisstjórnin ætlar sér þannig að vísa
vandanum til framtíðar, enginn veit
hvað reikningurinn verður hár eða
hvernig hann verður greiddur. Sam-
þykki Alþingi í dag erlendar skuld-
bindingar vegna viðskipta einkafyr-
irtækis, mun það í raun marka
upphaf þrautagöngu frá sjónarhóli
skattgreiðenda.
Að undanförnu hafa ráðherrar og
ríkisfjölmiðlar gert mest með að um-
ræður um Icesave gangi ekki nógu
hratt fyrir sig á Alþingi en sem
minnst fjallað um efnisatriði málsins,
þ.e. hvað ánauðin mun í raun þýða
fyrir þjóðarbúið. En ný og þungvæg
efnisatriði koma stöðugt fram, sem
krefjast frekari umræðna um málið á
meðal þings og þjóðar.
Áhættugreining IFS á Icesave-
frumvarpinu sýnir að samþykkt
þess hefði miklar og óverjandi
hættur í för með sér fyrir þjóðina.
Áhættan er öll á annan veg og for-
sendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
fyrir greiðsluhæfi íslenska ríkisins
virðist byggjast á óskhyggju og
óhóflegri bjartsýni.
Eftir því sem fleiri lögfræðingar
tjá sig verður ljósara að rík-
isábyrgð á Icesave-skuldbind-
ingum stenst hvorki íslenska né
evrópska löggjöf, þrátt fyrir að
ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi
síðan í febrúar reynt að telja þjóð-
inni trú um hið gagnstæða.
Virtir lögfræðingar hafa lýst mikl-
um efasemdum um að lög um rík-
isábyrgð vegna Icesave standist
ákvæði stjórnarskrár um skýra og
afdráttarlausa lagaheimild vegna
útgjalda ríkissjóðs.
Nú síðast komu fram
upplýsingar um að
greiðslur ríkisins af
lánum muni nema
um 40% af tekjum
þess á næsta ári og
íslenska ríkið sé því
nærri eða yfir
skuldaþolmörkum.
Í skrúfstykki
ofurskulda?
Þar sem um er að
ræða eitt stærsta mál í
sögu lýðveldisins ætti Alþingi að
fresta umræðum meðan þingmenn
fara betur yfir málið. Á því hefur rík-
isstjórnin ekki áhuga heldur keyrir
málið í gegn. Umræður um þessi efn-
isatriði bíða annarra tíma en þá er
hætta á að þjóðin verði komin í skrúf-
stykki ofurskulda. Í sumar var mikill
meirihluti landsmanna (63%) á móti
þáverandi Icesave-frumvarpi rík-
isstjórnarinnar skv. Gallup-könnun.
Þrátt fyrir stöðugan áróður um að
farsælli og jafnvel glæsilegri nið-
urstöðu sé náð með núverandi frum-
varpi og þjóðin sé búin að fá nóg af
málinu, kemur fram með skýrum
hætti í skoðanakönnun MMR nú í
desember að yfirgnæfandi meirihluti
landsmanna (69%) vill fá að kjósa um
frumvarpið. Flestir Íslendingar hafa
áttað sig á því að verið er að ganga á
lýðræðislegan rétt landsmanna með
því að binda hendur þeirra gagnvart
erlendum ríkjum til ófyrirsjáanlegrar
framtíðar vegna skuldbindinga, sem
eru umfram lagaskyldu og geta þar
að auki reynst þjóðarbúinu ofviða.
Skömm þeirra, sem slík ólög sam-
þykkja, verður lengi uppi.
Eftir Kjartan
Magnússon
» Samþykki Alþingi í
dag erlendar skuld-
bindingar vegna við-
skipta einkafyrirtækis,
mun það marka upphaf
þrautagöngu frá sjón-
arhóli skattgreiðenda.
Kjartan
Magnússon
Höfundur er borgarfulltrúi.
Icesave er
rétt að byrja