Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 J ó l a s ö f n u n Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Oft var þörf en nú er nauðsyn Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b. Eddufelli 2, sími 557 1730 Opið laugard. 2. jan. 10-14 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Opið gamlársdag 10-12, laugard. 2. jan. 10-16 Gleðilegt nýtt ár www.rita.is kg 27 SEK 3 5 7,5 Það er magnaður stígandi í þessari. Rauðar kúlur með hala sem springa út í þéttar silfraðar stjörnur, stígandi ljósagangur sem endar síðan með miklum hávaða og látum. Ein af þeim betri. 2 Hendum ekki verðmætum! Samband íslenskra kristniboðsfélaga ætlar í samstarfi við Póstinn að taka við notuðum frímerkjum í janúar 2010. Ágóðinn af sölu frímerkjanna rennur til þróunarverkefna á sviði menntunar barna, unglinga og fullorðinna í Eþíópíu og Keníu. Best er að skila umslögum með frímerkjunum á. Frímerkjum og umslögum verður safnað á öllum póstafgreiðslum Póstsins frá 28. desember til 31. janúar. Sjá nánar á www.sik.is. Eftir Andra Karl andri@mbl.is FRJÁLS verslun útnefndi í gær Sigurberg Sveinsson og syni hans Svein og Gísla Þór menn ársins í ís- lensku atvinnulífi. Feðgarnir eiga og reka matvöruverslunina Fjarð- arkaup í Hafnarfirði. Í mati dóm- nefndar var lagt til grundvallar frumkvöðlastarf á sviði lágverðs- verslunar á Íslandi, langur og far- sæll feril, hófsemi, dugnaður og út- sjónarsemi sem gert hefði Fjarðarkaup að stöndugu og fram- úrskarandi fyrirtæki. Þetta var í 22. skipti sem Frjáls verslun útnefndi mann ársins í atvinnulífinu á Íslandi og er um að ræða elstu verðlaun á því sviði. „Staðreyndin er sú að við höfum staðið okkur í því að vera einir og sinna ekki öðru en okkur sjálfum og byggt okkur upp þannig,“ segir Sig- urbergur, spurður út í það hver lyk- illinn að velgengninni sé. Í ræðu sem Jón G. Hauksson, rit- stjóri Frjálsrar verslunar, flutti fyr- ir hönd dómnefndar segir að saga Fjarðarkaupa byggist á góðu orð- spori sem ánægðir viðskiptavinir beri út. Fyrirtækið hafi litið á gott orðspor sem bestu auglýsinguna. „Þeir feðgar í Fjarðarkaupum hafa ekki farið í útrás, hvorki til höf- uðborgarinnar né til útlanda. Með sterkt merki, Fjarðarkaup, hefðu einhverjir ætlað að borðleggjandi væri að stækka og stofna keðju verslana. Nei, það hefur ekki komið til greina. Ein verslun í Hafnarfirði. Gera vel í þeirri verslun og færast ekki of mikið í fang. [...] Þeir hafa forðast skuldsetningu. Í efnahags- reikningi Fjarðarkaupa stendur undir liðnum langtímaskuldir: 0 kr.“ Fyrsta lágverðsverslunin Fjarðarkaup voru opnuð í 150 fermetra húsnæði við Trönuhraun 8 í Hafnarfirði í júlí 1973. Um var að ræða fyrstu lágverðsverslunina á Íslandi. Jón sagði galdurinn við Fjarð- arkaup hafa frá fyrsta degi verið að hafa lága álagningu, halda öllum kostnaði niðri, vera í ódýru hús- næði, staðgreiða mikið af inn- kaupum og fá staðgreiðslu- og mag- nafslátt. Láta þannig allar vörur standa undir sér í stað þess að gefa með sumum en taka það aftur inn á álagningu annarra vara. Í dómnefnd Frjálsrar verslunar sitja auk Jóns þeir Benedikt Jó- hannesson, framkvæmdastjóri Heims, útgáfufélags Frjálsrar verslunar og formaður nefnd- arinnar, Ársæll Valfells, lektor við Háskóla Íslands, Jón Helgi Guð- mundsson, forstjóri Norvikur og að- aleigandi Byko, og Sigurður Helga- son, stjórnarmaður í Icelandair Group. Forðast skuldsetningu og verðleggja af sanngirni Morgunblaðið/Kristinn Viðurkenning Sigurbergur Sveinsson flytur ræðu eftir að hafa tekið á móti viðurkenningunni í gær, fyrir aftan hann má sjá syni hans, Svein og Gísla. Fjarðarkaups- feðgar viðskipta- menn ársins STJÓRN Ásusjóðs veitti í gær heiðursverðlaun fyrir árið 2009. Verðlaunin hlaut Höskuldur Þráins- son, prófessor í íslenskum málvís- indum við hugvísindadeild Háskóla Íslands. Höskuldur hlýtur þau fyrir margþætt störf, rannsóknir og út- gáfu rita á sviði íslenskra málvís- inda og setningafræði. Íslenska og þau tungumál sem eru henni skyld- ust eru meginfræðasvið Höskuldar. Stofnandi þessa sjóðs var frú Ása Guðmundsdóttir Wright. Hún fæddist á Laugardælum í Árnes- sýslu hinn 12. apríl 1892. Kynntist hún enskum manni, lög- manninum dr. Henry Newcomb Wright, sem hún gekk að eiga. Ása og eiginmaður hennar settust að lokum að á Trínidad í Vestur-Indí- um, sem þá var bresk nýlenda. Ása seldi bújörðina á Trínidad á efri árum og var landinu breytt í fuglafriðland. Búgarðurinn, Spring Hill, heitir nú Asa Wright Nature Centre. Varði hún andvirði hennar í dollurum meðal annars til stofnunar þessa sjóðs í tengslum við Vísinda- félag Íslendinga, sem undanfarin 40 ár hefur veitt viðurkenningu Ís- lendingi, sem unnið hefur veigamik- ið vísindalegt afrek á Íslandi eða fyrir Ísland. Breytingar á gengi dollara og önnur óáran í banka- viðskiptum hafa rýrt sjóðinn. Nú í ár hafa Alcoa-Fjarðaál og HB Grandi veitt sjóðnum veglegan styrk. Verðlaunin eru heiðursskjal og silfurpeningur með lágmynd Ásu en þeim fylgir í ár peningagjöf að upp- hæð þrjár milljónir króna. Hlaut verðlaun úr Ásusjóði Morgunblaðið/Kristinn Afhending Sigrún Ása Sturludóttir veitti Höskuldi verðlaunin. Einn bókstafur var felldur út úr orði í minningargrein sem birtist í Morg- unblaðinu laugardaginn 19. desem- ber sl. sem varð til þess að merking setningarinnar breyttist. Skrifað var um Ólafíu Pálínu Magnúsdóttur, höfundur Pálína Straumberg Páls- dóttir. Rétt er setningin eftirfar- andi: „Þú lofaðir mér líka að kynnast því hvernig smjör var búið til með því að skilja mjólkina í rjóma og und- anrennu, hvernig rjóminn var strokkaður þar til hann varð að smjöri og lofaðir mér að hnoða skök- una þar til hún var hrein og tilbúin til notkunar.“ Hlutaðeigendur eru beðnir velvirð- ingar á þessum leiðu mistökum. Gunnar Einar Stein- grímsson er höfundur Í grein er birtist mánudaginn 14. des og ber yfirskirftina „Beðið með börnum“ var höfundur sagður Vig- fús Þór Árnason sóknarprestur. Hið rétta er að höfundur er Gunn- ar Einar Steingrímsson djákni Graf- arvogskirkju. Beðið er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Merking setningar í minningargrein HJÁLMAR Sveinsson út- varpsmaður gef- ur kost á sér í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í vor og sækist eft- ir 3. sæti á listanum. Hjálmar telur mikla þörf á end- urnýjun í íslenskum stjórnmálum og að nauðsynlegt sé að auka lýð- ræðið. Hann mun leggja áherslu á heildarsýn í málefnum borgar- innar, ekki síst á sviði skipulags- mála. Hjálmar sækist eftir 3. sæti á S-listanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.