Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 30
30 Umræðan MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 ✝ Guðlaugur Eyj-ólfsson fæddist í Merkinesi í Höfnum 1. nóvember 1918. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 19. desember sl. For- eldrar hans voru hjónin Eyjólfur Sím- onarson, f. 22.8. 1851, d. 22.8. 1931, og Helga Gísladóttir, f. 7.9. 1881, d. 29.12. 1957. Guðlaugur var yngstur af átta systk- inum. Þau eru Páll, f. 22.9. 1901, d. 4.4. 1986, Helgi Gísli, f. 8.7. 1903, d. 24.8. 1995, Guð- mundur, f. 13.1. 1905, d. 26.3. 1968, Björg, f. 13.6. 1907, d. 1.7. 1981, Ketill, f. 20.4. 1911, d. 11.10. 2006, Símon, f. 3.11. 1913, d. 11.12. 1982, Sigurveig, f. 18.11. 1915, d. 13.3. 2009. Guðlaugur kvæntist 27.11. 1948 Margréti Sigríði Jónsdóttur, f. 13.6. 1925. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Sveinbjörn Pétursson, f. 18.2. 1894, d. 12.10. 1968, og Katrín Guðmundsdóttir, f. 3.1. 1896, d. 20.6. 1979. Margrét ólst upp í Stykkishólmi. Börn þeirra eru 1) Helga Eygló, f. 9.4. 1948, hún er gift Reyni Garðarssyni, f. 19.8. 1947, börn þeirra eru a) Mar- grét Reynisdóttir, f. 15.1. 1981, sambýlismaður hennar er Að- alsteinn Líndal Gísla- son, f. 22.12. 1971. b) Sólveig Reynisdóttir, f. 15.9. 1982. 2) Jón Sveinbjörn, f. 30.6. 1949, hans kona var Jóhanna Bjarnadótt- ir, f. 22.1. 1950, d. 14.10. 1995, sam- býliskona hans er Þórkatla Þórisdóttir, f. 9.4. 1952. Börn hans eru a) Guð- laugur Jónsson, f. 21.12. 1975, giftur Eygló Margréti Hauksdóttur, f. 16.4. 1976, þau eiga eina dóttur og fyrir á hún tvo syni. b) Guðrún Helga Jónsdóttir, f. 15.2. 1982. c) Pétur Jónsson, f. 10.12. 1986. d) Bjarni Þór Lúðvíks- son, f. 26.2. 1973, sambýliskona hans er Elísabet Jónsdóttir, f. 24.8. 1982, þau eiga eina dóttur, fyrir á Bjarni tvo syni og eina dóttur. Guðlaugur starfaði við sjó- mennsku til þrítugs, fyrst í Höfn- um á Reykjanesi og í Vest- mannaeyjum, síðan vann hann í sælgætisiðnaði, fyrst í Sælgæt- isverksmiðjunni Víkingi og síðan í Sælgætisgerðinni Opal, þar sem hann lauk starfsævi sinni. Útför Guðlaugs fer fram frá Seljakirkju í dag, miðvikudaginn 30. desember, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku afi minn, minningarnar um þig eru miklar. Þú varst svo góður afi. Við gerðum svo margt saman. Við fór- um í ferðalög saman bæði innanlands og til útlanda og svo má ekki gleyma öllum ferðunum okkar í kirkjuna okk- ar, Seljakirkju. Afi minn, mig langar að minnast þess hvað þú varst duglegur. Garð- urinn í Akraselinu var alltaf svo fal- legur, þú hugsaðir svo vel um hann. Þú vannst lengi í Sælgætisgerðinni Ópal og ég gleymi því ekki þegar þú komst heim úr Ópal, allur bleikur á höndunum. Þá hafðir þú verið að drassera möndlur. Afi minn, þú bjóst til besta sælgætið og þá sérstaklega var brjóstsykurinn þinn góður. Þegar ég var 13 ára fórum við til Austurríkis með lúðrasveitinni sem Sólveig og Guðrún Helga voru í. Ég, mamma, pabbi og þú fengum að fara með í tón- leikaferð til útlanda. Það var svo spennandi að fara fyrsta skipti til út- landa með afa. Þær áttu eftir að verða fleiri. Þegar þú varst 85 ára fórum við til Danmerkur, það var skemmtileg ferð, en mér er svo minnisstæð ferðin heim í flugvélinni. Þegar flugfreyjan kom með matarbakkann til þín, þá sagðir þú við hana: „Fyrirgefðu, ég borða ekki svona hænsni. Áttu ekki brauð handa mér?“ Ég hló mig mátt- lausa. Nei, það þýddi ekki að gefa þér kjúkling að borða, en það var eini maturinn sem þú vildir ekki. Haustið 2007 fórum við til Tenerife. Þú hafðir mjög gaman af þeirri ferð, við geng- um mikið í þeirri ferð en þú hefur alla tíð verið duglegur að fara í gönguferð- ir. Árið 2008 var skemmtilegt hjá okk- ur en þá fórum við í stóra reisu til Par- ísar í ágúst. Þér þótti gaman að fara í Eiffelturninn, skoða fallegu kirkjurn- ar og hoppa í allar lestarnar, 89 ára gamall. Þú talaðir oft um hvað þessi ferð var skemmtileg. Hinn 1. nóvem- ber 2008 varðst þú 90 ára gamall. Þá hélstu stóra veislu í Seljakirkju. Það komu mjög margir og þú varst glaður að hitta alla vinina og frændfólkið. Það var svo gaman að fara með þér og ömmu á æskuslóðir þínar í Hafnirnar. Ég fór oft með þér og ömmu þangað. Þá förum við niður að sjó í fjöruna og niður í Snoppu. Þú elskaðir að vera nálægt sjónum. Við sjóinn varstu al- inn upp og vannst lengi á sjó svo hann þekktirðu vel. Fyrir rúmum mánuði fórum við saman í Hafnirnar og þú þekktir ennþá öll örnefnin og alla staðina. Elsku afi minn, það var skrítið að fara í jólamessuna í Seljakirkju á að- fangadag og enginn afi sat mér við hlið. Við höfum alltaf farið í jólamessu saman frá því að ég man eftir mér, bæði í Seljakirkju og Grensáskirkju. Þú varst trúaður maður og fórst alltaf í kirkju á sunnudögum og ég kom oft með. Eftir messu fórum við oft í heim- sókn til Lilla frænda í Kópavoginn og síðar í Miðskógana. Lilli var alltaf glaður að sjá frænda sinn en hann fékk líka alltaf appelsín og sælgæti í hverri heimsókn. Hann saknar þín mikið. Elsku afi minn, mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og Steina. Amma saknar þín mikið en þú varst henni svo góður. Elsku afi, ég passa hana ömmu mína fyrir þig og Lilla frænda. Guð blessi minninguna um þig. Þín afastelpa, Margrét Reynisdóttir. Afi minn, hann Guðlaugur Eyjólfs- son, var gull af manni sem hugsaði fyrst og fremst um fjölskylduna sína. Hagur fjölskyldumeðlima var í for- gangi hjá honum og hann var alltaf með á hreinu hvað var að gerast í lífi allra afkomenda hvort sem það sneri að atvinnumálum, dagsdaglegu stússi eða veseni með hitt kynið. Kannski lagði hann þetta mikla áherslu á fjöl- skylduna vegna þess hvernig hann fór á mis við föður sinn og systkini vegna fátæktar á sínum yngri árum. Guðlaugur hafði nú gaman af því að bregða á leik og gerðist það ósjaldan að hann hoppaði um á öðrum fæti, teygði sig og beygði á alla kanta og glotti út í eitt. Hann notaði líka ýmsa skemmtilega frasa eins og: „Það var nú kátt um kvöldið á Gili, það var hopp, það var hæ, það var hí.“ Sam- tímis þessum góðu frösum fylgdu gjarna skemmtilegar handahreyfing- ar og látbragð. Ég man einu sinni eft- ir okkur saman í umferðinni þar sem hann var í spyrnu við ungan mann á grænu ljósi. Þá var afi kallinn rétt rúmlega sjötugur og eiturhress að vanda. Mjótt var á munum en mig minnir að hann hafi nú þurft að láta í minni pokann að lokum. Það eyðilagði nú ekki sportið fyrir okkur og við skemmtum okkur konunglega. Svo var það einn góðan sólardag að afi hætti um hádegisbil í vinnunni, en þá unnum við félagarnir saman í sælgæt- isgerðinni Opal. Úti var glampandi sól og allir í sólbaði, þar á meðal sam- starfskonurnar. Afi var voðalega ánægður með lífið þegar hann gekk út, vinkaði til okkar, vatt sér inn í Volvoinn sinn (beinskipta sporttýpan 440 GLT), setti í gang, spólaði út af planinu með tilheyrandi látum og brunaði í burtu. Ótrúlegur töffari á áttræðisaldri þar á ferð. Við afi náðum alltaf mjög vel saman og höfum brallað ótalmargt í gegnum tíðina. Bílferðir voru afar vinsælar hjá okkur bíladelluköppunum, göngu- túrar einnig og svo rólegheit í garð- inum stóra sem þau hjónin áttu í Akraselinu. Stundum sátum við bara og röbbuðum um gömlu stundirnar í lífi afa sem ekki alltaf var dans á rós- um, eða um skólann minn, stelpur og lífið almennt. Við vorum líka ótrúlega flinkir við að rugla og bulla einhverja svakalega steypu sem enginn skildi, ekki einu sinni við sjálfir. Afi, mig langar svo að hafa þig enn hjá mér, heyra rödd þína, finna and- ardráttinn, finna lyktina af þér og upplifa vorið með þér, en ég veit að þú ert nú kominn á góðan stað. Bless afi minn kær. Guðlaugur Jónsson. Komið er að kveðjustund, elsku afi minn. Á nýja staðnum þínum er gott að vera, þar ertu laus við verkina sem skertu orðið lífsgæði þín. Hafðu hug- fast að fjölskyldan sameinast aftur og þá getum við haldið jólin saman eins og þú hafðir ráðgert þessi jól eins og alltaf. Undirbúningur jólanna var í fullum gangi hjá þér, þú hafðir séð fyrir jólagjöfunum, jólakortunum og varst búinn að kaupa hangikjötið fyrir jóladaginn. Ég vil þakka þér, afi, fyrir allar þær samverustundir sem við átt- um og þann tíma sem þú gafst okkur með þér. „Hláturinn lengir lífið,“ trú þín, léttleiki og lífsgleði hefur efalítið hjálpað þér að ná svo háum aldri. Ég kom inn í fjölskylduna sem fyrsta barnabarn ykkar ömmu þegar ég var eins árs gamall. Mig langar að þakka þér, afi minn, fyrir að taka mér sem þínu barnabarni og fyrir að taka virkan þátt í lífi mínu. Alltaf hef ég fengið hlýju og nóg að borða hjá ykk- ur ömmu. Mér er ofarlega í huga hvað þú ert einstaklega góður og virtur maður, afi minn, og hvað þú hefur alltaf viljað öllum vel. Einu gildir hvort um er að ræða fjölskylduna, vinina eða vinnu- félagana, alls staðar fer af þér sama orðsporið. Manstu, afi, sumarið sem við unn- um saman í Ópal, því sumri gleymi ég seint. Ótrúlegt var að fylgjast með þér vinna, hvað þú varst samvisku- samur og ábyrgðarfullur en á sama tíma léttur í lundu og skemmtilegur. Allir nutu samvista með þér og vildu vera sem næst þér. Ég leit mjög upp til þín og þótti mikið til koma þegar þú komst til mín og baðst mig um að að- stoða þig á lagernum. Ég lærði mikið af þér og reyndi alltaf að vera þér inn- an handar. Ég varðveiti minninguna um þig í hjarta mér þar til við hittumst næst, afi minn. Hafðu það sem allra best. Ástarkveðjur, Bjarni Þór. Um hver áramót sit ég við útvarpið og hlusta á sálm séra Valdimars Briem: „Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldr- ei það kemur til baka, nú gengin er sér- hver þess gleði og þraut, það gjörvallt er runnið á eilífðar braut, en minning þess víst skal þó vaka.“ Þegar ég hlusta á sálminn leyfi ég mér að dvelja í fortíðinni um stund og hugsa um liðna tíð. Að þessu sinni mun ég sérstaklega hugsa til þeirra fjölmörgu minninga sem ég á um afa. Afa minn sem var alltaf til staðar í lífi mínu. Afa sem gaukaði að mér litlum miðum með þakkar- eða uppörvunar- orðum þegar ég hafði aðstoðað hann við eitthvað eða hann sá að ég var döpur. Á þessari stundu fengi ég svo sannarlega miða frá afa með uppörv- unarorðum: „Sólveig mín, látum ljósið vísa okkur veginn.“ Sem barn leit ég upp til afa. Hann fékk mig til að brosa, sagði skemmti- legar sögur, tók þátt í leikjum, kom með í ferðalög, hlýjaði köldum hönd- um, nefndi hluti skrýtnum nöfnum og sprellaði í afmælum. Betri afa var ekki hægt að eiga. Einu reglurnar sem ég þurfti að muna þegar ég hitti ömmu og afa var að heilsa, kveðja og þakka fyrir mig … og jú, ekki leika mér í kringum fína dótið í stofunni þeirra. Þegar ég varð eldri lærði ég að meta afa á annan hátt. Við fórum að tala hvort við annað sem jafningjar og áttum stundum saman „tveggja manna tal“ eins og afi kallaði það, en þá ræddum við um allt milli himins og jarðar. Það gat verið málefni líðandi stundar, rifja upp gamlar minningar, trúin á Guð eða einfaldlega að hlæja saman að einhverju sem okkur þótti fyndið. Ég hafði alltaf jafngaman af þessum stundum þar sem afi var oft hnyttinn í tilsvörum auk þess að koma Guðlaugur Eyjólfsson ÞAÐ ER virðing- arvert að enn er til það fólk sem nennir að velta fyrir sér orðspori og virðingu Íslands og Íslendinga á al- þjóðavettvangi. Þetta gerðu til dæmis Þor- valdur Gylfason pró- fessor í grein sinni Ljós heimsins í Fréttablaðinu 17. des. 2009 og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur í sama blaði 16. des. 2009 og þrettán greinar þekktra sérfræðinga í nýjasta tíma- riti Sögu, tímariti sögufélagsins. Þorvaldur rekur í stuttu máli hve við erum háð samskiptum og við- skiptum við erlendar þjóðir en höf- um á sama tíma verið sein til sam- starfs, öfugt við aðrar þjóðir sem hafa kosið skert fullveldi til að eiga sem mest, best og nánast samstarf við aðrar þjóðir. Ísland sker sig því úr að þessu leyti. Sigurbjörg rekur hvernig EES- samningurinn veitti Íslendingum aukið frelsi sem við misnotuðum herfilega í útrás bankanna og neit- um síðan að takast á við þau vanda- mál sem sköpuðust við það á er- lendri grund. Ef þessar tvær fullyrðingar eru skoðaðar saman þá hefur Ísland ekki verið ákafur þátttakandi í al- þjóðlegu samstarfi og þegar þegnar landsins skilja eftir sig sviðinn akur hjá nokkrum nágrannaþjóðum eftir siðlausa útrás með tilheyrandi fjár- mála- og bankahruni þá taka Íslend- ingar ekki lýðræðislega ábyrgð sem þjóð. Í heildina koma því Íslend- ingar fyrir sem varasamir aðilar sem ekki sækjast eftir samstarfi við út- lendinga og vilja ekki taka lýðræð- islega ábyrgð á gerðum sínum. Í þessu sambandi bendir Þorvald- ur á að fullveldið sé sameign með öðrum þjóðum sem við eigum með öðrum og sé okkur einskis virði nema einhver taki mark á því. Ef við berum ekki ábyrgð á gerðum okkar erlendis sem þjóð þá séum við mark- laus sem fullvalda ríki. Marktæk fullvalda þjóð á ekki að hafa stjórn- vald sem ekki ræður við stjórn á málaflokkum ríkisins og sinnir ekki eftirlitsskyldu í samræmi við þær reglur sem við höfum undirgengist og getur ekki stjórnað málefnum þjóðarinnar. Stjórnir fullvalda lýðveldis eiga að axla lýðræðislega ábyrgð og ef vandamál koma upp þá á að bæta kerfið til að mistökin endurtaki sig ekki og standa síðan teinréttir og taka lýðræðislega ábyrgð. Ef mál fara úr böndunum þá þarf viðkomandi þjóðríki þar sem brota- aðilar eiga lögheimili að ábyrgjast þegnana sem eru á er- lendum vettvangi með heimild í gegnum sitt heimaríki, á grundvelli milliríkjasamninga sem þeirra heimaríki hefur gert. Útrásarvíkingarnir voru því í bankarekstri á erlendum vettvangi með heimild sem ís- lenska ríkið aflaði fyrir íslensku þjóðina með aðild að EES- samningnum 1994. Þeir þegnar sem brjóta gegn samningnum eiga að svara til saka til síns ríkisvalds sem þarf að taka lýðræðislega ábyrgð á gerðum þegnanna á erlendum vett- vangi, fari eitthvað úr skorðum. Hafi starfsemi þeirra verið skráð sem löglegur rekstur á hinni erlendu grund þá er það hið erlenda rík- isvald sem sér um að taka á málum ef eitthvað fer úr böndunum og í samræmi við það hefur Serious Fraud Office, SFO, í Englandi hafið rannsókn á starfsemi Kaupþings banka í Englandi enda starfaði bankinn þar sem enskur banki. Eins og þau Sigurbjörg og Þor- valdur koma bæði inn á þá er sam- starf okkar við erlendar þjóðir feiknalega mikilvæg en til að slíkt samstarf gangi upp verður að vera gagnkvæm virðing og traust sem nú hefur algerlega farið forgörðum enda blasir við að fjöldamargir þætt- ir í samskiptum Íslands við aðrar þjóðir eru í molum. Sigurlaug bendir á að með því að nota væntanlega rannsóknarskýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis til sið- ferðilegrar og pólitískrar endur- reisnar Íslands þar sem allt verði uppi á borðum þá sé von til að koma málefnum Íslands á hærra plan og byggja upp traust að nýju. Þessi skýrsla sé einstakt tækifæri fyrir þjóðina til að hreinsa borðið gagn- vart erlendum þjóðum sem hafa brennt sig illilega á viðskiptum við okkur í bankahruninu. Enn hafa ekki heyrst neinar sögur um hvernig eigi að nota skýrsluna í þessu sam- hengi og ekki vitað annað en það að Alþingi ætlar að glugga í hana eftir að hún kemur út 1. febrúar 2010. Í ljósi sögunnar er ekkert skrýtið að á Íslandi séu mótbárur við að ganga inn í ESB því það er hinn gamalgróni þjóðarsálarrembingur að útlönd séu ekki góður vettvangur fyrir Íslendinga og Sigurlaug spyr hvort óvinir Íslands séu hér (hér á landi). Það er von að fólk spyrji. Í dag er eiginlega eina von Íslend- inga til að vinna sig upp úr hruninu að eiga viðskipti við útlönd. Þannig verður til erlendur gjaldeyrir en það er akkúrat það sem Ísland þarf því nær allar skuldir ríkisins eru í er- lendum gjaldeyri. Það að halda áfram gamla þjóðarsálarremb- ingnum um að útlönd séu vond eyk- ur ekki vöxt í samskiptum við er- lendar þjóðir. Framtíð okkar liggur í viðskiptum við erlendar þjóðir og það er bara spurning hvernig við mótum þessa framtíð. Í dag er hlutfall menntaðra einstaklinga sem sækja menntun sína víða erlendis orðið mjög hátt og því hefur aldrei verið auðveldara fyrir Íslendinga en nú að koma á nánu sambandi, samstarfi og við- skiptum við þær þjóðir sem mest skipta okkur máli. Áfram Ísland! Aukum viðskipti við útlönd Eftir Sigurð Sigurðsson Sigurður Sigurðsson »Eina von Íslendinga til að vinna sig upp úr hruninu er að eiga viðskipti við útlönd og það gerist ekki með því að einangra þjóðina frá öðrum þjóðum Höfundur er cand. phil. byggingaverkfræðingur. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Jólamót á Akureyri Þá er árlegu jólamóti Bridsfélags Akureyrar lokið. Þetta skiptið tóku 25 pör þátt og spiluð voru 56 spil. Fljótlega eftir að mót hófst komust Frímann Stefánsson og Reynir Helgason á toppinn og héldu því næst sleitulaust þar til yfir lauk. Þeir unnu svo mótið nokkuð örugglega með 59,2% skor. Staða sex efstu para var svo eftirfarandi: 59,2% Frímann Stefánss. – Reynir Helgas. 57,3% Stefán Vilhjss. – Örlygur Örlygss. 54,2% Pétur Gíslason – Páll Þórsson 54,0% Sigfús Aðalstss. – Jón Sverriss. 53,4% Jóhannes Jónss. – Kristj. Þorsteinss. 53,1% Hans Reisenhus – Sigurg. Gissurars. Veitt voru verðlaun fyrir fjögur efstu sætin auk neðsta sætisins sem og fyrir hæsta skor gefið út í dobluð- um samningi. Verðlaunin voru ekki af lakara tagi en fyrstu fjögur sætin fengu flugeldatertur auk flugelda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.