Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 ✝ Guðmundur CesarMagnússon fædd- ist á Fáskrúðsfirði 17. júní 1952. Hann lést 16. desember sl. Hann var yngstur fjögurra alsystkina hjónanna Magnúsar Þórðar Guðmundssonar, f. 24.2. 1905, d. 27.1. 1955, og Þórlaugar Bjarnadóttur, f. 28.10. 1918, d. 3.9. 2004. Al- systkini Ragnar Magnússon, f. 12.9. 1939, d. 18.6. 1987, Bjarni Magnússon, f. 16.3. 1943, Jón- ína Magnúsdóttir, f. 26.7. 1949. Hálf- systkini Cesars samfeðra eru: Guð- rún E. Magnúsdóttir, f. 2.10. 1927, d. 31.1.2002, Ásdís Magnúsdóttir, f. 1.10. 1928, d. 31.8. 1973. Hálfsystkini Cesars sammæðra: Sveinn Rafn Ingason, f. 12.12. 1955, Hjördís og Ragnheiður Valgarðsdætur, f. 12.3. 1957, og Jónatan Valgarðsson, f. 23.6. 1958, d. 31.7. 1984. Eiginkona Cesars er Oddrún Kristófers- dóttir, f. 28.1. 1945. Dætur þeirra eru Arna Rún Cesarsdóttir, f. 28.7. 1983, og Guð- björg Krista Cesars- dóttir, f. 27.2. 1988. Börn Cesars af fyrri samböndum eru El- ísabet S. Guðmunds- dóttir, f. 24.8. 1971, og Atli Már Guðmunds- son, f. 4.12. 1973. Barnabörnin eru 6, það elsta 9 ára og það yngsta 9 mánaða. Guðmundur Cesar ólst upp í Bárð- ardal til 16 ára aldurs, fór þá til sjós og stundaði sjómennsku lengst af ævi sinnar. Útför Guðmundar Cesars fer fram frá Víðistaðakirkju í dag, miðviku- daginn 30. desember 2009, og hefst athöfnin kl. 13. Elskulegi pabbi minn. Þú varst hetja, og ekki bara á þinni hinstu stundu. Þú varst sterk- ur og góður og yndislegur pabbi, og ég á eftir að sakna húmorsins og hlátursins. Rétt eins og allir þá hafðir þú þína ókosti en kostir þínir vógu svo mun meira. Í hverju faðm- lagi fann maður væntumþykjuna sem frá þér lá. Þú gerðir alltaf allt eins vel og þú mögulega gast og ég er þér svo þakklát fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig, allar þær stund- ir sem við sátum saman og spjöll- uðum um alla heima og geima, rök- ræðurnar sem enduðu í rifrildum sem þó að lokum enduðu í hlátra- sköllum. Ég get ekki lýst þakklæt- inu sem ég ber í hjarta mér fyrir að þú hafir bjargað Ívari frá drukknun, syni mínum frá föðurmissi og mér frá ástarmissi. Ég elska þig, elsku- legi pabbi minn, og sakna þín. Þú varst og ert hetjan mín. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Kveðja, Krista. Elsku pabbi. Að heyra að þú værir farinn frá okkur var það erfiðasta sem ég hef þurft að upplifa. Það er enn svo óraunverulegt. Ég vildi óska að ég gæti farið aftur til þess dags er ég kvaddi þig fyrir ferð ykkar Ívars. Ef ég hefði vitað að þetta væri síð- asta færi mitt til að faðma þig þá hefði ég gert það af öllu því sem ég átti. En áföllin gera víst ekki boð á undan sér og ég hélt að þetta yrði bara enn einn túrinn, það hefði aldr- ei nokkurn tíma hvarflað að mér að þú kæmir ekki aftur heim. Ég sakna þess að sjá þig, heyra þig hlæja, sjá þig brosa, þegar þú held- ur utan um mig og fullvissar mig um að allt sé í lagi. Ég vona þó að þér líði vel hvar sem þú ert nið- urkominn. Engin orð geta lýst því hversu erfitt þetta er. Ég á aldrei eftir að heyra þig segja mér fleiri sögur, þú varst eins og endalaus viskubrunnur, vissir ótrúlegustu hluti um ótrúlegustu hluti. Mér fannst stórmerkilegt að pabbi minn vissi svona mikið. Ég hef aldrei, fyrr en nú, áttað mig á því hversu mikill maður þú varst. Þú hefur hjálpað svo mörgum, og haft mikil áhrif á líf fólks. Þú ert sá albesti faðir sem nokkur gæti hugsað sér að eiga. Það er þér að þakka að ég missti ekki barnið mitt, og því mun ég aldrei nokkurn tíma gleyma. Við færum þér þakkir fyrir að færa þessa mestu fórn lífsins. Ég elska þig að eilífu. Arna. Elsku pabbi minn, hetjan mín og hetjan okkar allra. Ekki verður allt eins og maður hefur ætlað sér. Þú varðst bara 57 ára og áttir svo mörg ár eftir. Ár sem ég hefði viljað eiga með þér. Það var svo margt sem við áttum eftir að segja hvort öðru frá og rök- ræða, svo margt sem við áttum eftir að hlæja að og gráta yfir saman. Afabörnin þín áttu eftir að fara í svo marga fleiri veiðitúra með þér og fá að njóta þess að ganga stolt og örugg við hlið þér. Ekki verður allt eins og maður hefur ætlað sér. Þetta vitum við svo vel bæði tvö. Þú varst bara átján ára þegar ég fæddist, en ég veit að þú varst stolt- ur og góður faðir og gerðir það sem þú gast. Að eiga ungan pabba hefur fengið mig til að finnast tíminn vera nægur. Ekki verður allt eins og maður hefur ætlað sér. Erfiðleikar lífsins hafa sett sín spor bæði hjá þér og mér og stund- um hef ég spurt mig hver tilgang- urinn sé. Þegar ég horfi á börnin mín, afa- börnin þín, þá skil ég tilganginn. Ég lofa þér því, pabbi minn, að láta alla þína fallegu og góðu eig- inleika lifa áfram í börnunum mín- um og mér. Þannig ætla ég að heiðra, virða og geyma minningu þína. Núna ertu hjá Guði, vakir yfir og leiðbeinir okkur um ókomin ár. Ég elska þig pabbi, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Elísabet Guðmundsdóttir. Jæja, kallinn minn, nú ertu farinn úr þessu efni og kominn yfir í annað, eins og þú orðaðir það sjálfur við mig á sínum tíma. En ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og allt sem þú færðir mér. Þegar við hittumst fyrst töluðum við um hvernig fjölskyldu þú værir með í boði. Og þú sagðir við mig að ég væri velkominn í þína fjölskyldu og ég þakkaði þér fyrir það rétt eins og dóttir þín var velkomin í mína fjöl- skyldu. Þá hvarflaði ekki að mér að ég myndi gera þig að afa strax. Ég man líka þegar þú hélst á hon- um Úlfari Leoni í fyrsta sinn, það var eins og þú værir með það brot- hættasta í heimi og þegar þú hélst á honum sá ég að þú fylltist stolti af að halda á honum og horfa á hann. En það sem ég vildi líka segja að þú varst ekki bara tengdapabbi minn, því við vorum líka bestu vinir og starfsfélagar. Við vorum líka saman í þessu hræðilega slysi sem varð við Skrúð þar sem þú bjargaðir mér frá drukknun og fórnaðir sjálfum þér fyrir mig svo að ég gæti komið syni mínum, afabarni þínu, upp. En nú þurfum við að kveðjast, vinur minn og tengdapabbi, og megi allir drott- ins englar varðveita þig að eilífu, amen. Fjölskylda mín þakkar áhöfn á Betunni, sjúkradeildinni í Neskaup- stað, björgunarsveitunum og öllu þeim sem komu mér og mínum til aðstoðar á þessum erfiðu stundum, Guð blessi ykkur öll. Kveðja, Ívar Smári. Hann var sjómaður í húð og hár. Einhver sá besti í flotanum, enda hafði hann verið lengur á sjó en á þurru landi. Hann gaf ekki þumlung eftir í samjöfnuði við hina aðsóps- mestu í aðgerð. Og þegar að því kom að fixa trollið, þegar allt var slitið í hengsl, stóð honum enginn á sporði. Það orð fór af honum að hann væri einn besti netamaður flot- ans. Sjómennskan varð hans líf eftir að hann var rekinn úr framhalds- skólanum á Laugum um fermingu, eftir að hafa reynt að binda enda á það skólahald (eins og nánar er lýst í Tilhugalífi bls. 349-354). Samt tal- aði hann fínni ensku en flestir þeirra, sem áttu að nota það tungu- mál til að gæta hagsmuna Íslands, án þess að geta það. Isaak Ashimov var hans maður í vísindaskáldskap. Enda gat Sesar lýst himinhvolfinu yfir halamiðum af einlægari lotn- ingu en ég hef heyrt aðra gera. Við vorum eitt sumar saman, há- setar um borð í stórtogaranum Snorra Sturlusyni. Hann var 27 og nýhættur að vera alkóhólisti; ég var 40 og nýhættur að vera skólameist- ari. Þar hitti skrattinn ömmu sína, sagði einhver. En þegar hann rétti mér filterslausa camel og kveikti í með gullbrydduðum kveikjara að lokinni hörkuaðgerð í óðafiskiríi á Halanum, fann ég á mér að upp úr því þætti ég tækur í bræðralagið. Það þýddi vináttu fyrir lífstíð. Löngu seinna upplifði Sesar það að eiturlyfjabarónar í undirheimum Reykjavíkur höfðu náð tökum á dóttur hans. Sesar sagði þeim um- svifalaust stríð á hendur. Þeir gerðu honum fyrirsát og misþyrmdu hon- um – fjórir gegn einum – bleyður sem þeir voru. En hann lét aldrei sinn hlut. Hann borgaði það sem upp var sett til að bjarga lífi dóttur sinnar, eins og nánar er lýst í bók- inni: Sigur í hörðum heimi. Sesari þótti hart til þess að vita að íslenska ríkið var þess hvorki megn- ugt að koma lögum yfir glæpamenn- ina, né heldur að vernda fórnarlömb fantanna fyrir fjárpynd þeirra og fólsku. „Í hvers konar þjóðfélagi lif- um við? Slökkviliðið kemur strax, ef kviknar í; sjúkrabíllinn kemur strax, ef einhver slasast og löggan kemur strax, ef einhver er drepinn. En þegar fólk lendir í þessari tegund af lífsháska, þá gerist bara ekki neitt. Stofnanirnar, sem eiga að sinna þessum málum, eru ónýtar,“ sagði Sesar út frá eigin reynslu. Réttar- ríkið íslenska ræður bara við smá- krimma, en gefst upp frammi fyrir bankaræningjum og eiturlyfjabar- ónum. Sesar var að byrja nýtt líf, þegar seinasta brotið reið yfir. Hann hafði kynnt sér kræklingarækt í Kanada og var harðákveðinn í, að gera sjó- eldi á þessu sælkerahnossi að gjald- eyrisskapandi útflutningsgrein. Hann var kominn vel á veg, enda kunni hann á þessu tökin. Tækni- áhuginn var ósvikinn, getan til að ná tökum á tækninni var til staðar og áratuga sjómannsreynsla á Íslands- miðum, og við strendur Ameríku og Afríku, stóð fyrir sínu. Hann var að sækja trillu austur á Vopnafjörð sem átti að nota í kræklingarækt- inni. Það var hans seinasta sigling. Íslands óhamingju verður nú flest að vopni. Jón Baldvin Hannibalsson. Það var erfitt að fá fréttirnar af andláti þínu. Þó að samskipti okkar hafi ekki verið mikil síðustu ár varstu stór hluti af lífi okkar um nokkurra ára skeið og í kjölfarið einn stærsti hluti af sögu okkar sem tónlistarmanna og margra íslenskra tónlistarmanna þó að fæstir þeirra viti það. Allt hófst þetta snemma árs 1997 þegar þú og Svanur fenguð óbilandi trú á okkur sem hljómsveit og gerðust umboðsmenn okkar. Þú varst staðráðinn í að ná árangri með okkur erlendis og lagðir allt kapp á það. Það var magnþrungið loftið í hljóðverinu þegar von var á þér í fyrsta skiptið. Þú gekkst inn og við sáum að þarna var maður sem kall- aði ekki allt ömmu sína. Þarna tókstu þitt fyrsta skref í tónlistar- heiminn og samstarf okkar var haf- ið. Gimp gaf út plötu sumarið 1997 sem fékk vægast sagt slæma dóma en sama hversu langt við fórum nið- ur við lestur gagnrýnisradda pass- aðir þú alltaf upp á að við héldum í trúna á okkur sjálfa. Árið 1999 breyttum við nafninu í Toymachine og ákváðum að herja meira á útlönd undir þinni stjórn enda varst þú bú- inn að koma þér í góð sambönd við tónlistarbransann erlendis. Tónlist okkar þyngdist um leið og róðurinn þyngdist í átt að heimsfrægð. Þú varst farinn að sá fræjum í Banda- ríkjunum fyrir okkur sem og aðra. Okkur líkaði ekki í fyrstu að aðrar hljómsveitir fengju athygli þína og upphófust þá fyrstu árekstrar í sam- starfinu. Málin leystust þó og fyrr en varði hafðir þú náð að smala sam- an stórum hóp af útsendurum og forsvarsmönnum útgáfufyrirtækja eins og EMI og Roadrunner á tón- leika sem haldnir voru í Sjallanum á Akureyri í mars 1999, en þar komu fram Toymachine og Dead Sea Apple. Tónleikarnir mörkuðu upp- haf á viðburði sem við þekkjum sem Iceland Airwaves í dag. Eftir tón- leikana kom sú hugmynd upp milli þín, Svans og Harry Poloner að sniðugt væri að halda árlega hátíð á Íslandi þar sem íslenskir tónlistar- menn fengu tækifæri á að koma sinni tónlist á framfæri fyrir framan álíka hóp og þú smalaðir til Akur- eyrar. Hugmyndin þróaðist áfram og í október 1999 var fyrsta Iceland Airwaves-hátíðin orðin að veruleika undir stjórn annarra manna. Toy- machine kom þar fram og var boðið til New York í kjölfarið í nóvember 1999. Þér hafði tekist að koma Ak- ureyskri hljómsveit úr bílskúrnum og upp á svið hins goðsagnakennda CBGB’S. Þessi ferð var upphafið á endinum á okkar samleið. Margt fór úrskeiðis og mannlegir brestir hjá okkur og þér varð hljómsveitinni að falli. Þú fékkst aldrei viðurkennt op- inberlega hvað þú gerðir fyrir ís- lenska tónlist en við vitum að þú þráðir það en sóttist ekki eftir því. Við töluðum oft um að hafa samband og gera upp fortíðina. Við vildum þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við lítum á þessa minn- ingu sem fyrsta skref okkar í upp- gjöri við þig. Næstu skref verða tek- in á komandi ári þar sem við munum berjast fyrir þína hönd og fá störf þín viðurkennd. Þú varst sannarlega skipstjórinn í brúnni í okkar sam- starfi og kvaddir þennan heim á sama hátt því sannir skipstjórar yf- irgefa ekki sökkvandi skip. Guð blessi minningu þína. Atli Hergeirsson, Baldvin Zóphoníasson, Jens Ólafs- son, Kristján Örnólfsson og Svanur Zóphoníasson. Guðmundur Sesar var tvö sumur við grásleppuveiðar í Selárdal hjá föður mínum Ólafi Hannibalssyni. Þetta var líklega sumrin 1984 og 1985. Fyrra sumarið var hann ein- samall en hið síðara voru Oddrún kona hans og Arna Rún, dóttir þeirra, einnig búsettar hjá okkur feðginum. Sesar var sögumaður mikill og var það hin besta skemmtun og fróðleg líka fyrir mig óharðnaðan unglinginn að hlusta á sögur hans enda var Sesar sigldur maður í bók- staflegri og óbókstaflegri merkingu þess hugtaks. Einna eftirminnileg- astar eru sögur hans af eigin hrak- förum, svo sem þeirri er hann var nýkominn til Eyja á vertíð þegar eldgos hófst. Þegar bankað var upp á hjá honum um miðja nótt og æpt fyrir framan hurðina: „Það er farið að gjósa,“ taldi hann að verið væri að gera at í sér, þar sem hann var nýr í verbúðinni. Hann sneri sér því bara á hina hliðina og sofnaði aftur en var vakinn skömmu síðar af lag- anna vörðum sem voru að ganga úr skugga um að allir hefðu yfirgefið verbúðina. Ég man að Sesar ræddi líka um hina nýstofnuðu fjölskyldu sína, uppeldismál og hvernig hann sæi framtíðina fyrir sér. Hann vonaði að þau Oddrún myndu eignast annað barn og það varð. Hann var óhrædd- ur við að ræða hinar „mjúku“ hliðar lífsins þótt hann teldist „harðjaxl“ hinn mesti. Ég fór nokkrum sinnum á sjóinn með Sesari. Minnisstæðast er þegar við fórum á smokkfiskveiðar. Smokkfiskur hafði ekki sést í Arn- arfirði árum saman en um mitt sum- ar fylltist fjörðurinn af smokki. Við héldum út í nóttina, þar sem þá var helst veiðivon, með þar til gerða öngla og ég stóð við borðstokkinn og reyndi að ná þeim sem ég sá við yf- irborðið en það ku ekki vera rétt veiðiaðferð. Það var bátur við bát og mikil stemning, veðrið yndislegt og sólarlagið eins og það gerist falleg- ast við Arnarfjörðinn. Við veiddum hvort sinn fiskinn. Rétt áður en við sigldum inn til lendingar bilaði vélin, úti fyrir Krókshausnum í Selárdal. Ég sofnaði stuttu síðar en vaknaði þegar vélin hrökk í gang, líklega að tveimur klukkustundum liðnum. Sesar hafði greinilega gott lag á vél- um og við lentum örugglega. Ég votta Oddrúnu og öðrum ást- vinum Sesars mína dýpstu samúð. Kristín Ólafsdóttir. Guðmundur Cesar Magnússon Það er komið að kveðjustund. Við kveðjum kæra vin- konu og leikfimisyst- ur til margar ára, hana Ingu, sem fallin er frá svo óvænt og allt of snemma. Það var fyrir 22 árum að hún mætti í fyrsta leikfimitímann, hæg- lát og virðuleg með kímni í augum. Hún valdi sér stað í leikfimisaln- um, þar sem hún stóð ætíð síðan. Enginn vogaði sér í plássið hennar Ingu, aftast í salnum við gluggann, það var hennar staður. Hún var einnig stofnfélagi í gönguklúbbn- um okkar, Fjallafreyjum, þar sem útivist og göngur eru í hávegum hafðar, og þótt Inga tæki ekki mik- inn þátt í göngunum okkar síðustu árin, voru útivist, hreyfing og nátt- úran hennar líf og yndi og ófáar golfferðirnar fór hún erlendis með fjölskyldu sinni. Inga hafði ákafleg Ingibjörg Gísladóttir ✝ Ingibjörg Gísla-dóttir fæddist 10. september 1934. Hún andaðist 7. desember síðastliðinn. Útför Ingibjargar fór fram frá Víði- staðakirkju 16. des- ember 2009. góða og hlýja nær- veru. Hún var um- vefjandi fjölskyldu- kona sem var vakin og sofin yfir velferð afkomendanna. Við í leikfimihópnum hennar nutum líka góðs af hennar hlýju kímni og væntum- þykju. Við kveðjum hana með söknuði og biðjum henni Guðs- blessunar í nýjum heimkynnum. Við vit- um að hún á eftir að kíkja til okkar í leikfimisalinn og vaka yfir fólkinu sínu, þótt hún sé farin héðan. Elsku Hjördís og fjölskylda. Guð blessi ykkur og við vottum ykkur öllum okkar innilegustu samúð. Minningin um góða konu lifir. Í minningu mætrar konu margt um hugann fer. Eitt líf með gleði og vonum, úr heimi er farið hér. Ég bið að hana taki og geymi í faðmi sér, Sá er yfir vakir og heyrir allt og sér. (Sv. G.) Fyrir hönd Fjallafreyja, Sigríður Skúladóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.