Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 21
Það er að þakka samstilltu átaki fjölda einstaklinga, fyrirtækja og stofnana samfélagsins að marktækt úrtak þjóðarinnar gat komið saman og rætt gildi þjóðarinnar og sameiginlega framtíðarsýn fyrir Íslendinga. Á Þjóðfundinum 14. nóvember urðu til um 30.000 tillögur og hugmyndir sem nú er búið að skrá og flokka og er allt þetta efni aðgengilegt á heimasíðu Þjóðfundar www.thjodfundur2009.is. Hægt er að skoða gögnin gegnum leitarvél síðunnar eða hlaða þeim niður og vinna með þau. Boltinn er núna í höndum þjóðarinnar. Það er nú ljóst að með því að koma saman og ræða hugmyndir okkar á jafnréttisgrundvelli getum við fundið sameiginlegar lausnir. Tökum höndum saman um að koma þeim í framkvæmd því að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Með hvatningu til góðra verka og von um bjarta framtíð! Mauraþúfan ÓSKUM ÞJÓÐINNI SKAPANDI NÝS ÁRS! Þjóðfundur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.