Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „AÐALMÁLIÐ er að það er kergja á meðal lögreglumanna með að það sé verið að fegra ástandið í fjöl- miðlum, með því til dæmis að halda því fram að fækkun lögreglumanna sé minni en hún er eða jafnvel eng- in,“ segir Snorri Magnússon, for- maður Landssambands lögreglu- manna, og vísar í gögn Ríkislögreglustjóra. Að sögn Snorra kemur þar fram að árið 2005 hafi 345 lögregluþjónar verið við störf í Reykjavík, Hafnar- firði og Kópavogi en 333 árið á eftir. Árið 2007 hafi umdæmin þrjú verið sameinuð og talan lækkað í 332 en svo fallið í 298 í fyrra. Nú séu 315 lögregluþjónar við störf á höfuð- borgarsvæðinu og áætlað að þeir verði 304 á næsta ári. „Svo kemur fram að lögreglu- mönnum sem lokið hafi lögreglu- skólanum og starfi á höfuðborg- arsvæðinu hafi ekki fækkað frá því embættin voru sameinuð. Þetta er einfaldlega ekki rétt,“ segir Snorri og vísar til greinar í Morgunblaðinu 22. desember síðastliðinn þar sem rætt var við Stefán Eiríksson, lög- reglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í umræddri grein að í ár og á næsta ári verða jafn margir fullmenntaðir lögreglumenn að störfum á höfuðborgarsvæðinu eða 291, en voru 317 í fyrra og 278 árið áður. Þá var haft eftir Stefáni að hafa þyrfti í huga að þótt lögregl- unemum hefði fækkað úr 36 árið 2007 í að lík- indum engan á næsta ári hefðu þeir aðeins starf- að hluta ársins og ekki verið full- þjálfaðir. Jafnframt stafi fækkunin sem orðið hafi í lögregluliðinu meðal ann- ars af því að yfirmönnum fækki þar sem ekki sé ráðið í stöður þeirra sem láti af störfum. Snorri er þessu ósammála. „Ef litið er í tölur frá Ríkislög- reglustjóra hefur lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 47 frá árinu 2005. Fækkunin er minni ef miðað við tímabilið 2007 til 2008.“ – Áttu við að samanburður á milli 2007 og 2008 gefi ekki rétta mynd? „Já. Það verður að skoða tölurnar frá því fyrir sameiningu til að gera sér grein fyrir heildarstöðunni.“ Heldur ekki í við fólksfjölgun – Hvað viltu segja um þessa fækk- un í ljósi fólksfjölgunar í landinu? „Lögreglumönnum hefur ekki fjölgað í takt við fólksfjölgun í land- inu, hvort sem hún er tímabundin eða ótímabundin. Ef við horfum til aðflutta vinnuaflsins hélt fjölgunin engan veginn í við fólksfjölgun. Við óttumst þessa þróun og að það hafi orðið fækkun í lögreglu í land- inu eins og berlega kemur fram í töl- um í ársskýrslum Ríkislögreglu- stjóra. Við óttumst að sú fækkun endurspeglist í afbrotatölfræðinni.“ – Hvað áttu við? „Þá á ég við að það hefur orðið gríðarleg fjölgun í afbrotum, hegn- ingarlagabrotum og öðrum brotum. Það er alveg ljóst að það er ekki hægt að halda uppi sýnilegu eftirliti með lögreglu nema með lögreglu- mönnum. Ef þeim fækkar dregur úr sýnileika lögreglu í hlutfalli við það.“ – Telurðu að Stefán sé að reyna að fegra ástandið? „Já, ástandið er að okkar mati slæmt og ég tel og vil meina að Stef- án sé ekki að segja hlutina eins og þeir eru í raun og veru. Það hefur orðið fækkun.“ – Af hverju ætti hann að gera það? „Þú verður að spyrja hann að því. Ég get ekki skýrt það fyrir hann. Það er óánægja í röðum okkar lög- reglumanna með fækkunina. Menn eru undir miklu álagi og finna það á sér í vinnu að það er mikið og hefur verið að aukast.“ – Skynjið þið áhyggjur hjá fólki? „Já, við skynjum þær áhyggjur þar sem við komum og ræðum við fólk. Þetta er það sem við erum að heyra í stjórn Landssambands lög- reglumanna að lögreglumenn eru óánægðir með að menn skuli vera að fegra ástandið, að ástandið sé ekki jafn gott eins og yfirmenn vilja vera láta.“ Á að ráða í lausar stöður – Hvað með þau ummæli Stefáns að hluta fækkunarinnar megi skýra með því að ekki sé ráðið í stöður yfirmanna. Teljið þið einnig að þar sé ekki verið að segja alla söguna? „Já, það er mikil óánægja á meðal lögreglumanna með það. Það kemur fram í því að þeir telja að þegar ein- hver hættir í liðinu eigi að ráða ann- an í hans stað og að það eigi ekki að nota þá fækkun til að ná fram pen- ingalegum sparnaði. Það á við um yfirmenn jafnt sem undirmenn. Ef breyta á skipulagi í lögreglunni eins og dómsmálaráðherra hefur gefið til kynna ætti að bregðast við fækkun yfirmanna með því að ráða fleiri almenna lögreglumenn í grunngæslu lögreglunnar.“ Ástandið fegrað í fjölmiðlum Fjöldi lögreglumanna 800 700 600 500 400 300 200 1985-1995 1996 2012 Allar upplýsingar eru fengnar úr ársskýrslum Ríkislögreglustjórans og eru m.v. 1. febrúar ár hvert. Tölur fyrir árin 1985 - 2008 eru rauntölur en þó er m.v. stöðuheimildir til ársins 2001. Tölur fyrir árin 2009 - 2012 eru áætlun um þann fjölda lögreglumanna sem þarf til starfa. 340 301 576 804Landið allt Höfuðborgarsvæðið 2008 Morgunblaðið/Júlíus Álag Miklar annir eru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Formaður Landssambands lögreglu- manna gagnrýnir lögreglustjóra Snorri Magnússon 1.000.0 JÁ, MILLJARÐUR! F í t o n / S Í A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.