Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 22
22 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
SPRENGIEFNIÐ sem Nígeríumaðurinn Umar Farouk Abdulmutallab faldi
í nærfötum sínum var nógu öflugt til að sprengja gat á farþegaþotuna ef
honum hefði tekist að koma af stað sprengingu, að sögn bandaríska dag-
blaðsins The Washington Post í gær.
Blaðið hafði eftir embættismönnum bandarísku alríkislögreglunnar FBI
að hún væri enn að rannsaka sprautu sem maðurinn hugðist nota til að
koma af stað sprengingu. Hermt var að maðurinn hefði falið um 80 grömm
af sprengiefninu PETN í nærbuxum sínum, nær helmingi meira en „skó-
sprengjumaðurinn“ Richard Reid, sem notaði samskonar sprengiefni þeg-
ar hann reyndi að að sprengja bandaríska farþegaþotu í loft upp með
sprengju sem fannst í skó hans fyrir átta árum.
Bandarísk yfirvöld hafa hert öryggisreglur á flugvöllum vegna máls 23 ára
Nígeríumanns sem reyndi að sprengja farþegaþotu í loft upp yfir Detroit. Margar
spurningar hafa vaknað um hvernig maðurinn gat laumað sprengiefni í þotuna.
Nígeríumaðurinn Umar Farouk Abdulmutallab hefur verið ákærður fyrir að reyna að sprengja
farþegaþotu flugfélagsins Northwest Airlines á leiðinni frá Amsterdam til Detroit á jóladag.
SPRENGJA Í NÆRBUXUNUM
Heimildir:
FBI,
fréttir fjölmiðla
Almennt
farrými
Almennt
farrými
Fyrsta
farrými
ATBURÐARÁSIN SÆTI 19A
Northwest Airlines
Airbus
A330-300
E
S
Útgangur
Eldhús
Salerni
S
S
S S
S S
EE
E
E
E
E E
S S
SÆTI 20J
Farþegi finnur
reykjarlykt og
steypir sér yfir
Abdulmutallab
til að stöðva
hann
Sprengiefni
Um 80 g af
PETN í 15 sm
pakka er saumaður
var innan í nærfötin
Sprauta
Fyllt af
efnum til að
koma af stað
sprengingu
Abdulmutallab reynir að sprengja
sprengju, sem saumuð var inn í
nærbuxur hans, eftir að hafa lagt
teppi yfir sig
19A
2
1
Farþeginn og flugþjónn
færa Abdulmutallab
fremst í vélina og festa
hann þar.
Á meðan slökkva
flugþjónar eld í sæti
Nígeríumannsins
Einnig nefnt
pentaerítrítól
Skósprengjumaðurinn
svonefndi, Richard
Reid, notaði samskonar
sprengiefni í tilraun til að
sprengja þotu í loft upp
fyrir átta árum
3
Teppi
PETN
Hefði sprengt gat á þotuna
SJÁLFBOÐALIÐAR aðstoða við að bjarga tug-
um grindhvala, eða marsvína, sem syntu í strand
á Norðurey í Nýja-Sjálandi. Um 20 grindhval-
anna drápust en sjálfboðaliðum og starfs-
mönnum umhverfisverndarstofnunar tókst að
bjarga um 40 öðrum hvölum. Hvalabjörg-
unarmenn voru þó enn á verði við ströndina í
gær þar sem óttast var að grindhvalirnir myndu
synda aftur í strand.
Reuters
GRINDHVÖLUM BJARGAÐ Á NÝJA-SJÁLANDI
ÞÝSKA endur-
tryggingafélagið
Munich Re segir
að mun minna
manntjón hafi
orðið af völdum
náttúruhamfara á
árinu sem er að
líða en að jafnaði
á fyrsta áratug
aldarinnar.
Munich Re
segir að kostnaður tryggingafélaga
vegna náttúruhamfara hafi verið
miklu minni á árinu en í fyrra, meðal
annars vegna þess að fellibyljir á
Norður-Atlantshafi hafi ekki orðið
öflugir í ár.
Félagið áætlar að um 10 þúsund
manns hafi látið lífið af völdum nátt-
úruhamfara í ár en um 75 þúsund að
jafnaði undanfarin 10 ár.
Heildartjón af völdum náttúru-
hamfara er metið á 50 milljarða dala
en þar af var kostnaður trygginga-
félaga 20 milljarðar dala. Á síðasta
ári var áætlað tjón af völdum nátt-
úruhamfara 200 milljarðar dala og
tryggingabætur 50 milljarðar dala,
en það var eitt af verstu hamfara-
árum sögunnar.
Lítið tjón
af völdum
hamfara
Dauðsföllin í ár miklu
færri en á síðasta ári
Ítalir við húsarúst-
ir eftir jarðskjálfta.
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
BRESK yfirvöld óttast að Jemen sé
orðið að vígi nýrrar kynslóðar
hryðjuverkamanna sem tengjast al-
Qaeda. Vitað er að nokkrir breskir
ríkisborgarar hafa fengið þjálfun í
hryðjuverkum í leynilegum búðum í
Jemen á árinu, að því er breska dag-
blaðið The Guardian hefur eftir
embættismönnum í London.
Nígeríumaðurinn Umar Farouk
Abdulmutallab, sem reyndi að
sprengja farþegaþotu í loft upp á
leiðinni til Detroit í Bandaríkjunum,
er á meðal þeirra sem hafa verið í
þjálfunarbúðunum í Jemen. Hann er
nú í fangelsi bandarísku alríkislög-
reglunnar í Michigan-ríki og sagði
við yfirheyrslu að hann væri einn af
mörgum ungum mönnum sem hefðu
fengið þjálfun í sprengjutilræðum og
hygðust sprengja bandarískar far-
þegaþotur í loft upp, að sögn banda-
ríska sjónvarpsins ABC.
Yfirvöld í Jemen staðfestu í gær
að Abdulmutallab hefði dvalið þar í
landi frá ágúst þar til í byrjun þessa
mánaðar.
Hótar fleiri hryðjuverkum
Hreyfing sem nefnist al-Qaeda á
Arabíuskaga gaf í gær út yfirlýsingu
þar sem hún kvaðst hafa staðið fyrir
tilrauninni til að sprengja farþega-
þotuna í loft upp yfir Detroit á jóla-
dag. Hreyfingin starfar í Jemen og
Sádi-Arabíu og er undir stjórn fyrr-
verandi aðstoðarmanns hryðju-
verkaleiðtogans Osama bin Ladens.
Hreyfingin sagði að tilraun
Nígeríumannsins hefði mistekist
vegna „tæknilegs vandamáls“. Hún
hótaði fleiri sprengjutilræðum á
Vesturlöndum á næstunni til að
hefna loftárása sem stjórnarher
Jemens hefur gert á stöðvar meintra
liðsmanna al-Qaeda með aðstoð
bandarísku leyniþjónustunnar CIA.
Hermt er að minnst 60 manns hafi
fallið í loftárásum í austurhluta Jem-
ens 17. og 24. desember.
Undirbúa fleiri
sprengjuárásir
Ný kynslóð hryðjuverkamanna fær
þjálfun í leynilegum búðum í Jemen
Reuters
Tilræðismaðurinn Umar Farouk
Abdulmutallab er í fangelsi FBI.
ENN dró úr bjór-
sölu í Danmörku
á árinu sem er að
líða og var hún
um 8% minni en í
fyrra. Sala á bjór
hefur minnkað
umtalsvert und-
anfarin ár, að
sögn vefjarins
Business.dk.
Brugghúsin gátu
þó huggað sig við aukna drykkju á
sérlöguðu öli.
Síðastliðið sumar var sólríkt í
Danmörku. Það hefði að öllu
óbreyttu átt að ýta undir ölþamb en
þrátt fyrir sólríkjuna dró úr ölsöl-
unni. Alls hefur bjórsalan minnkað
um 28% í lítrum talið frá árinu 2000
og undanfarin þrjú ár hefur sala öls í
Danmörku minnkað um 15%.
Í frétt Business.dk kemur fram að
áfengisneysla virðist vera að færast
úr öli yfir í léttvín. Einnig hefur
dregið mikið úr öldrykkju á dönsk-
um vinnustöðum.
Danir draga
úr bjór-
drykkjunni
Danir drekka
minna af öli.
FIMMTUGUR karlmaður frá Jerú-
salem hefur fengið skilnað í ellefta
skipti og oftar en nokkur annar
gyðingur í Ísrael, að sögn dómstóls
rabbína í gær.
Maðurinn sagði dómurunum að
hann sækti yfirleitt um skilnað á
tveggja ára fresti og hæfi þá strax
leit að nýrri eiginkonu. Hann
kvaðst iðrast fyrsta skilnaðarins
vegna þess að þá hefði hafist „enda-
laus leit að næstu reynslu“.
Síðasta eiginkona mannsins sagði
að hann hefði ekki haft neina at-
vinnu síðan þau gengu í hjónaband.
Þau hefðu lifað á tekjum hennar og
safnað miklum skuldum.
Maðurinn á son af fyrra hjóna-
bandi en hefur aldrei greitt neitt
meðlag með honum, að sögn dóm-
stólsins.
Fékk skilnað
í ellefta skipti
og setti met
Barack Obama, forseti Bandaríkj-
anna, hét því í gær að þarlend yf-
irvöld myndu elta uppi alla ofbeld-
is- og öfgamenn sem ógnuðu
Bandaríkjunum „hvort sem þeir
koma frá Afganistan eða Pakistan,
Jemen eða Sómalíu eða hvar sem
þeir leggja á ráðin um árásir á
Bandaríkin“.
Áður hafði Janet Napolitano,
heimavarnaráðherra Bandaríkj-
anna, krafist svara við því hvers
vegna Umar Farouk Abdulmutallab
komst í flugvél til Bandaríkjanna
með sprengju innanklæða þótt
nafn hans hefði verið sett á gát-
lista yfir þá sem kynnu að tengjast
hryðjuverkasamtökum.
Lofar að yfirvöld elti uppi ofstækismennina