Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 42
42 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand VERTU UNGUR... ÞÚ ERT UNGUR! ER ÞÉR MJÖG ILLT? EKKI LEYFA MÉR AÐ GERA ÞETTA AFTUR GET ÉG EKKI SLOPPIÐ VIÐ AÐ FARA Í LEIKSKÓLA? ÉG EFA ÞAÐ... ALLIR ÞURFA AÐ FARA Í SKÓLA... ÉG HLÝT AÐ GETA GERT EITTHVAÐ TIL AÐ SLEPPA... HELDUR ÞÚ AÐ ÉG GETI KANNSKI FENGIÐ FREST? HVAÐ KALLAR ÞÚ EIGIN- LEGA ÞETTA RUSL? ÞAÐ ER EINMITT ÞAÐ SEM FLESTIR KALLA ÞETTA... KAUPHÖLLIN ER AÐ FARA ENN EINA RÚSSÍBANA- FERÐINA EF ÞESSIR VERÐBRÉFAMIÐLARAR MYNDU EYÐA MEIRI TÍMA Í VINNUNNI ÞÁ VÆRI ÁSTANDIÐ KANNSKI EKKI SVONA SLÆMT ÞÚ ERT HÁLFVITI! ÉG ER EKKI SÁ SEM SKEMMTIR SÉR Í RÚSSÍBANA ÞEGAR HANN ÆTTI AÐ VERA Í VINNUNNI DÓTTIR MÍN FANN LEIKJA- TÖLVU HÉRNA Á SVÆÐINU FRÁBÆRT! ÞAÐ VAR EINMITT EINHVER AÐ SPYRJA UM HANA ÉG HÉLT AÐ HÚN VÆRI HORFIN! TAKK KÆRLEGA FYRIR! ÉG ER STOLT AF ÞÉR, ELSKAN. ÞÚ BREYTTIR RÉTT TÖLVAN MÍN! ÞÚ FANNST TÖLVUNA MÍNA! AF HVERJU FÉKK ÉG ENGIN FUNDAR- LAUN KLUKKAN ER ORÐIN ANSI MARGT... FRÁBÆRT! ÞANNIG AÐ ÞÚ NÆRÐ HONUM Á MORGUN! ÉG KLÚÐRAÐI ÞESSU KÓNGULÓARMAÐUR, ÞÚ ERT BÚINN AÐ VERA!ÆTLAR ÞÚAÐ GÓMA VULTURE Í KVÖLD? Flugeldasala Slysavarnafélagið Landsbjörg og björg- unarsveitirnar standa nú í harðri samkeppni við einkaaðila um sölu flugelda, svo undarlega sem það hljómar. Höf- um það hugfast að sala þeirra er og hefur verið aðaltekjulind samtak- anna. Björgunarsveit- irnar hafa oft unnið kraftaverk, og enginn veit hver eða hverjir þurfa næst á þeim að halda. Undirritaður kaupir ekki flugelda, en leggur þess í stað ákveðna upp- hæð inn á reikning samtakanna. Ég beini þeim tilmælum til þeirra, sem flugelda kaupa, að skipta við slysa- varnafólkið, en að öðrum kosti að leggja eitthvað inn á reikning Landsbjargar. Guðmundur Magnússon. Guðlaun fyrir glaðan dag Maður sér hann næstum fyrir sér: Mér flaug í hug að þakka þér fyrir hve öðrum gestrisnari ég er og alinn upp við góða manna- siði. Og líka það, að pólitíkusar skuli æv- inlega taka flokks- skírteini fram yfir hæfni. Ég flýg að aust- an annað slagið og svo tekst sálin á flug yfir hverjum nýjum bit- lingi. Svo flaug ég vel að merkja inn í ráðið. Í þriðja lagi þakka ég fyrir að Möller skuli ekkert tuða um sparn- að upp í Icesave- svartholið heldur bara leyfa okkur að sóa al- mannafé í dagamun einu sinni á ári. Enda flýgur fiskisagan um að hampam- innst sé að hækka bara skattana á lýðinn. Jæja, ég þarf að fljúga suður á fund í ráðinu og finnst ég eftir allt þetta flugtal vita jafnmikið um flug- mál og þau hin. Eða lítið, gildir einu. Verst að fá ekkert nema vatn og brauð. Fyrrverandi stuðningsmaður Samfylkingarinnar. Ást er… … þegar hann er með mynd af þér í vinnunni. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, opin vinnustofa kl. 9-16.30, postulínsmálning kl. 9 og 13, Grandabíó, útskurður kl. 13. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, heilsugæsla kl. 10, söngstund kl. 11. Dalbraut 18-20 | Leikfimi fellur niður í dag. Opin vinnustofa kl. 9-16. Lokað gamlársdag. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8- 16. Félagsheimilið Gjábakki | Hádeg- isverður og kaffi, félagsvist kl. 13. Lok- að á morgun, gamlársdag, opnað aftur mán. 4. janúar. Kynning á fyrirhugaðri starfsemi í Gjábakka á vormisseri verð- ur þriðjudaginn 5. janúar kl. 14. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9, ganga kl. 10. Kynning á starfsemi í Gullsmára á vormisseri verður 6. janúar kl. 14. Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9- 16.30, spilasalur opinn frá hádegi. Lok- að á morgun, gamlársdag. Opnað aftur 4. jan. Leiðsögn í vinnustofum hefst mánud. 11. jan. og kóræfingar byrja má- nud. 11. jan. kl. 14.30. Hæðargarður 31 | Gjafabréf í fé- lagsstarfið til sölu. Ekkert síðdegiskaffi milli jóla og nýárs, sími 411-2790. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur kemur klukkan 10.30,veitingar. Lífeyrisþegadeild Landssambands lögreglumanna | Fyrsti sunnudags- fundur ársins verður haldinn 3. janúar kl. 10 á Grettisgötu 89. Vesturgata 7 | Sund kl. 10, mynd- mennt/postulínsmálun kl. 9.15, Bónus kl. 12.10, tréskurður kl. 13, veitingar. Pétur Stefánsson lítur yfir farinnveg og yrkir í léttum dúr í árs- lok: Fátækt jókst, og það er þekkt, það er ei málum blandið. Árið var sumum ömurlegt, aðrir flúðu landið. Ýmsir hlutu sálarsjokk af sínu fjárhagstjóni. – Vont er að hafa vinstri flokk að völdum hér á Fróni. Fátt er það sem gleður geð þó gamla árið líði, ef annað birtist okkur, með ennþá verra stríði. Mannlífið er mikið breytt, margur er þrautum hlaðinn. Þó við kveðjum árið eitt, annað kemur í staðinn. Ekki batnar ástandið ýmsir fyllast bræði. Fólkið þarf að venjast við verri lífsins gæði. Á nýju ári hljómar hér hávær mæðustuna. – Þessar vísur þykir mér að þjóðin ætti að muna. Svo bætir hann við innan sviga: Sárlegt tjón ég sjálfur hlaut síst það þarf að fela. – Svo að linist sálarþraut sýp ég á vodkapela. Loks Friðrik Steingrímsson: Skammdeginu burt er bægt birtan völdin þrífur. Blessuð sólin hægt og hægt himnastigann klífur. Vísnahorn pebl@mbl.is Af skammdegi og nýju ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.