Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Skipaðirhafa veriðnýir full- trúar í stjórn Íslandsbanka. Komið hefur fram að meðal nýskip- aðra séu þeir Jón Sig- urðsson, fyrrverandi for- maður Fjármálaeftir- litsins, og Árni Tómas- son, formaður skila- nefndar Glitnis. Stein- grímur J. Sigfússon lýsir yfir undrun sinni á þess- um skipunum. Hann seg- ir jafnframt að eigendur Glitnis verði að útskýra af hverju þeir velji Jón Sigurðsson í þetta starf. Þessi flækja ætti reyndar gott erindi í einhverja af áramótakrossgátunum, en hún yrði þó aðeins ætluð fyrir innvígða og sérstaka snillinga og sennilega bönnuð fyrir börn. En ákveðnar vísbend- ingar eru þó til. Þannig var það Jón Sigurðsson sem setti Árna Tómasson af stað í skilanefndina og skilanefndin heyrði þá undir Fjármálaeftirlitið, en hætti því svo einhvern tímann og fór að heyra undir „eigendur“ Glitnis, það er að segja kröfuhafa í gamla Glitni, sem þó er tekið reglulega fram að menn viti ekki hverjir eru. Skilanefndirnar starfi í einhverju óljósu sambandi við þessa óþekktu eigendur og taki ákvörðun fyrir þeirra hönd um fjölmarga hluti, án þess að skilanefnd- irnar beri þó ábyrgð á þeim ákvörðunum. Það geri auðvitað eigend- urnir, sem hafa þann ókost að menn vita ekki hverjir þeir eru og hvort ákvarðanir skilanefnd- arinnar eru raunverulega bornar undir þá. En þrotabú gamla bankans fer einnig án lagaheim- ildar með eignarhald í nýja bankanum eins og Margeir Pétursson hefur bent á og þar kemur skilanefndin einnig við sögu og svo eiga eig- endur krafn- anna í búið auð- vitað síðasta orðið, en eins og tekið hefur verið fram vita menn ekki hverjir það eru. Fjármálaráðherrann bendir í viðtölum við Rík- isútvarpið á að réttast sé að það og almenningur spyrji eigendur Íslands- banka af hverju þeir Jón og Árni hafi verið skip- aðir í stjórn. Þess varð ekki vart að fréttastofa RÚV spyrði ráðherrann um leiðbeiningar um hvernig hægt væri að ná í þá. Huldumenn og álfar eru þó hugsanlega frem- ur viðlátnir á þessum tíma en endranær. Get- gátur hafa verið uppi um að þessir eigendur sem Steingrímur J. Sigfússon hefur fengið eignarhald á bankanum séu aðallega vogunarsjóðir og „hræ- gammar“ eins og þeir hafa verið nefndir. Nöfn eða símanúmer viðkom- andi liggja þó hvergi fyr- ir. Það væri mjög ósann- gjarnt að halda því fram í alvöru að þessi nýja skip- an bankamála á Íslandi væri eitthvað minni glæsigerningur af hálfu ríkisstjórnarinnar en hinn „glæsilegi“ Icesave- samningur sem fjár- málaráðherrann hreykti sér af á sínum tíma. En meðan RÚV reynir að finna út með eða án hjálpar Steingríms Sig- fússonar hverjir stóðu fyrir skipunum þeirra Árna Tómassonar og Jóns Sigurðssonar mætti kannski reyna að spyrja þá sjálfa. Þeir eru að minnsta kosti ekki enn orðnir ósýnilegir eins og svokallaðir eigendur Ís- landsbanka. Og ein- hverjir hljóta að hafa tal- að við þá, og einhverjir hljóta að hafa skrifað undir skipunarbréfin. Nema það hafi verið gert með ósýnilega blekinu sem ósýnilegu eigend- urnir nota við svona há- tíðleg tækifæri. Fjármálaráðherra leggur til að óþekkti bankaeigandinn sé krafinn svara. } Erfiðasta áramóta- krossgátan B ráðum er árið 2009 að baki og vilja þá margir meina að fyrsti áratug- ur nýs árþúsunds sé liðinn. Minn- ug hinna miklu rifrilda sem urðu í árslok 1999 og enduðu með því að flestir sættust á að aldamótin væru sannarlega ekki fyrr en í lok ársins 2000, þegar 2000 árum væri endanlega lokið, þá á ég erfitt með að koma því heim og saman að áratugurinn sé fylltur nú 9 árum síðar. En gott og vel, þetta er smávægilegt skilgreiningaratriði sem fær að víkja fyrir þörfinni sem við höfum núna á því að gera sjálf okkur upp og skilgreina tímabil sem óhjákvæmilega er lokið með hvelli, óháð öllum dagatölum. Árið 2000 var spenna í loftinu. Þetta voru einhvern veginn stærri tímamót en áður. Nýtt árþúsund var hafið og framtíðin var mætt á staðinn. 20. öldin hefur stundum verið kölluð öld öfganna en ef marka má fyrstu ár þeirrar 21. er öfgunum hvergi nærri lokið. Ég man eftir að hafa stundum hugsað með mér í ein- hverjum hégóma þegar ég var barn að það hefði verið skemmtilegra að vera uppi á öðrum tímum þegar stóru at- burðirnir í sögunni voru að gerast; umbyltingar, nýir straumar og dramatískir atburðir. Mig langaði til að fá líka að upplifa atburði sem greyptust svo inn í vitund fólks að það myndi alla ævi hvar það var statt þegar það frétti af þeim, en grunaði auðvitað ekki um hvað ég var í raun að biðja. 21. öldin var varla hafin þegar einn af dramatískustu atburðum mannkynssögunnar hingað til átti sér stað: árásin á Bandaríkin 11. september. Aldrei mun ég gleyma því þegar ég sá fólk stökkva út úr brennandi háhýsi í beinni útsendingu, en ég vildi gjarnan að það hefði aldrei gerst. Einhvern tíma heyrði ég að spurning 21. aldarinnar væri „Hvar ertu?“ Þar til fyrir stuttu var aldrei nokkurn tíma ástæða til að spyrja þessarar spurningar nema í feluleik. Með komu farsímanna og netsins er hinsvegar hægt að spjalla á rauntíma yfir heimshöfin án þess að hafa hugmynd um hvar viðmælandinn er staddur. „Hvar ertu?“ spyr umhyggjusöm móðir á Íslandi. „Ég er hérna við landamæri Laos og Búrma,“ svarar frumburðurinn um hæl. Heimurinn hefur minnkað enn meira þennan áratug og upplýsingasamfélagið hefur blómstrað með hjálp tækninnar. „Penninn“ er orðinn rafrænt vopn í höndum mun fleiri og fjölmiðlun orðin fjölmennari en nokkru sinni. Á hinn bóg- inn hefur eftirlitssamfélagið tvíeflst með hjálp þessarar sömu tækni og vegið hefur verið að persónufrelsinu vegna óljósrar en alltumlykjandi hryðjuverkaógnar. Þegar fram- tíðin átti að byrja um aldamótin byrjaði líka þenslan, neyslan, uppbyggingin og einkavæðingin. Það er ótrúlegt að hugsa til þess hvað þetta hefur í raun verið stutt tímabil og atburðarásin hröð, miðað við hvað afleiðingarnar eru afdrifaríkar, ekki síst hér á Íslandi. Fyrsti áratugur 21. aldarinnar hefur með sanni verið öfgafullur, hvort sem honum er lokið enn eða ekki og svo er að sjá hvernig okkur farnast á þeim næsta. una@mbl.is Una Sighvatsdóttir Pistill Hvar ertu? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is A tvinnutryggingagjaldið sem stendur undir út- gjöldum Atvinnuleys- istryggingasjóðs vegna atvinnuleysisbóta, var fyrir réttu ári 0,65% af launa- greiðslum fyrirtækja. Hafði þá staðið óbreytt í fjögur ár. Með stórauknu atvinnuleysi blasti við að Atvinnuleysistryggingasjóður tæmd- ist í vetur. Veruleg hækkun gjaldsins kemur þó í veg fyrir sjóðþurrð. 1. júlí í sumar var gjaldið hækkað í 2,21% og á sama tíma var gjald í Ábyrgð- arsjóð launa tvöfaldað í 0,2%. Nú um áramótin hækkar tryggingagjaldið enn á ný og það umtalsvert eða í 3,81%. Gaf af sér um 5 milljarða en ætti að skila 30 á árinu 2010 Þegar gjaldið var 0,65% gaf það af sér nálægt fimm milljarða kr. Nú má áætla að hærra atvinnutrygginga- gjald skili allt að 30 milljörðum kr. á næsta ári. Það á að duga til að standa undir útgjöldum vegna atvinnuleys- isbóta ef mið er tekið af fjárlögum næsta árs, skv. upplýsingum Sigurð- ar P. Sigmundssonar, sviðsstjóra rekstrarsviðs Vinnumálastofnunar. „Þetta var stillt þannig af að ríkið þyrfti ekki að hlaupa undir bagga með sjóðnum en bæði útgjöld og tekjur geta að sjálfsögðu orðið eitt- hvað minni eða meiri.“ Spáð er meira atvinnuleysi á kom- andi ári en á yfirstandandi ári og má reikna með um 9% atvinnuleysi á landinu að meðaltali á árinu sem fer í hönd, heldur fleiri verði því án vinnu á komandi mánuðum en í ár þar sem atvinnuleysi var nálægt 8% yfir árið allt. Þegar skattabreytingarnar voru í undirbúningi lögðu Samtök atvinnu- lífsins til hækkun tryggingagjaldsins gegn því að hætt yrði við upptöku auðlinda- og orkuskatta. „Frá okkar sjónarhóli hefur aldrei verið spurning um hvort atvinnulífið þyrfti að standa undir þessu heldur hvenær til þess kæmi. Við leggjum allt kapp á að ná atvinnuleysinu niður svo gjaldið geti lækkað aftur,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Ekki eru þó öll samtök í atvinnulíf- inu sömu skoðunar. FÍS varaði mjög við hækkun tryggingagjaldsins fyrr í vetur þar sem sú skattlagning legðist þyngra á verslunar og þjónustufyr- irtæki en annars konar fyrirtæki í landinu. Áætla megi að a.m.k. 60% starfa í einkageiranum séu í versl- unar- og þjónustugreinum. Því blasi við að frekari hækkun trygginga- gjalds muni bitna hart á þessum geira, ekki síst þegar hún kemur til viðbótar öðrum skattahækkunum sem eiga sér stað. „Þetta er allt til þess fallið að draga úr innlendri eftirspurn. Trygginga- gjaldið er enn einn pósturinn sem þessi fyrirtæki sem hafa lifibrauð sitt af innlendri eftirspurn þurfa að taka á sig. Launakostnaður vegur mjög þung hjá fyrirtækjum í verslun og þjónustu og tryggingagjaldið er ekk- ert annað en launatengt gjald. Þar af leiðandi leggst það þungt á þessi fyr- irtæki sem hlutfall af heildarkostnaði og veltu þeirra,“ segir Almar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri FÍS. Stórfelld hækkun gjaldsins á að duga til Tryggingagjald hækkar verulega um áramótin, í annað skipti á hálfu ári. Tekjurnar gætu orðið nálægt 30 milljörðum og eiga að standa undir fyrirsjáanlegum út- gjöldum Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs á árinu 2010. Þyngri byrðar Tryggingagjaldið sem atvinnurekendur inna af hendi af heildarlaunum starfsmanna sinna snarhækkar um áramótin og á að standa undir stórauknum útgjöldum vegna atvinnuleysis. Morgunblaðið/Golli Hvað er atvinnutrygginga- gjald? Það er hluti af tryggingagjaldi sem greitt er af öllum tegundum launa og skiptist í almennt trygg- ingagjald (sem rennur m.a. í fæð- ingarorlofssjóð og lífeyristrygg- ingar), atvinnutryggingagjald og gjald í ábyrgðarsjóð launa. At- vinnutryggingagjaldið er notað til að fjármagna atvinnuleysisbætur. Hefur gjaldið hækkað á undanförnum árum? Atvinnutryggingagjaldið var 0,8% árið 2004 en lækkaði í 0,65% árið 2005 og var hlutfallið óbreytt til 1. júlí í fyrra þegar það var hækkað í 2,21% og nú um áramótin hækkar það á nýjan leik um 1,6% og verð- ur því 3,81%. Þetta hefur í för með sér að tryggingagjaldið í heild sinni verður 8,6%. Hefur tryggingagjaldið þanist út á umliðnum árum? Tekjur af tryggingagjaldinu hafa aukist verulega á seinasta áratug. Árið 1999 skilaði það tæpum 29 milljörðum kr. reiknað á verðlagi ársins 2008. Árið 2008 rann 41 milljarður kr. í ríkissjóð af þessu gjaldi. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.