Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Elsku amma. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért farin. Við sitjum hérna og minn- umst þess þegar þú áttir heima í Kjarrhólmanum. Við vorum oft þar í heimsókn og var það eiginlega okkar annað heimili þegar við vorum yngri. Alltaf var líka vel tekið á móti okkur með kræsingum og pönnukökunum þínum. Ótrúlega hress sama hvað og aldrei í vondu skapi. Það verður skrít- ið að lifa í heimi þar sem amma er ekki til staðar. Með þessum orðum kveðjum við þig amma og vitum að þér líður vel hjá guði. Gott er að hugsa til þess að þú sért farin að hitta afa. Erna Björk, Ingibjörg Anna, Grétar Örn og Elsa Rut Sigurð- arbörn. Elsku amma og langamma. Nú ertu farin á betri stað og þín mun verða sárt saknað. Það var aldrei leiðinlegt að kíkja í Kjarrhólmann til þín, þar sem við fengum kaffi og bollaspá og lifðum eftir spádómum þínum. Enginn mátti vera svangur svo þú tættir til allt í ís- skápnum og jafnvel sauðst súpu fyrir allt liðið, því það var nú oft svo mikið fólk þarna að það minnti á félagsmið- stöð. Þú tókst alltaf svo vel á móti öllum. Það var tilhlökkun fyrir fyrsta laug- ardegi í hverjum mánuði þar sem við hittumst öll fjölskyldan í brunch hjá þér. Þar var þröng á þingi en alltaf svo mikið fjör. Það var merkilegt hvað þú vissir alltaf hvað allir voru að gera þó svo að enginn hefði sagt nokkuð, hvað þú fylgdist alltaf vel með allri fjölskyldunni. Við munum öll eftir há- degisstoppunum, sólbaðssvölunum og öllum þessum góðu minningum með þér. Okkur fannst öllum svo gaman hjá þér að Siggi dröslaðist með fimm ára litlu systur sína frá Vogunum í rútu til að heimsækja ömmu sína. Hvar sem þú varst þá var alltaf svo mikið fjör, mikill hlátur og gleði í kringum þig. Það verður tómlegt að hafa þig ekki með okkur um jólin og geta ekki heimsótt þig í Kjarrhólmann eins og maður er vanur að gera. Við eigum margar góðar minningar um þig og þú verður ætíð geymd í hjörtum okk- ar. Elsku amma og langamma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okk- ur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka Kristrún Jóhanna Ásgeirsdóttir ✝ Kristrún JóhannaÁsgeirsdóttir (Hanna) fæddist 4. ágúst 1930 í Skógum í Arnarfirði. Hún lést 20. desember síðast- liðinn. Útför Kristrúnar Jóhönnu fór fram frá Digraneskirkju 29. desember 2009. þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Eg- ilsson) Kveðja til þín. Sigurður, Guðleif, Harpa og Sara Nóa- börn, makar og börn. Hanna systir kvaddi þennan heim skömmu fyrir jól. Söknuður fjöl- skyldunnar er því mik- ill þessa friðar- og há- tíðisdaga. Eftir hálfs árs baráttu við krabbamein fór hún, sátt við líf sitt og ævistarf og stolt af sínum stóra af- komendahópi. Hún fæddist í torfbæ í Arnarfirði, önnur í röð fimm systkina, komin af bænda- og sjómannsfólki. Hún lifði miklar þjóðfélagsbreytingar frá sjálfsþurftarbúskap til allsnægta nútímans. Nokkurra ára gömul flutt- ist hún með foreldrum sínum og eldri systur til Siglufjarðar þar sem þau settust að. Þar átti hún sín uppvaxt- arár við leiki, skólagöngu og störf. Ung giftist hún á Siglufirði, Sigurði Þorkelssyni prentara, sem látinn er fyrir tveimur árum. Á Siglufirði var þeirra fyrsta heimili og þar fæddust fyrstu fjögur börnin þeirra. Síðan fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu þar og í Kópavogi alla tíð eftir það. Barnalán þeirra var mikið og urðu börnin ellefu. Upp í hugann koma minningar sem allar eru á einn veg, myndir af konu sem stóð eins og klett- ur á hverju sem gekk. Létt lund, mildi, fordómaleysi og umburðarlyndi voru rík einkenni í hennar fari og að gefa af sér til sinna og annarra. En hún var líka ákveðin og föst fyrir þeg- ar á þurfti að halda. Það þurfti á öllum þessum eiginleikum að halda við umönnun og uppeldi barnanna ellefu. Það var oft mikill erill á heimilinu, börn og vinir þeirra að koma og fara, allir velkomnir og oft þröngt setinn bekkurinn. Saman skópu Hanna og Siggi barnvænt umhverfi og góðan anda á heimilinu þar sem allt gekk upp í sátt og samlyndi. Fjölskyldufað- irinn vann oft langan vinnudag til að endar næðu saman. Hún sagði fyrir ekki svo löngu að mun erfiðara væri að ala upp svo stóran barnahóp við þau kjör og þær kröfur sem tíðkast í dag. Þegar uppeldisstörf voru að baki starfaði hún um árabil á prjónastof- unni Tinnu, en barnauppeldi og heim- ilisrekstur var hennar stóra ævistarf. Starf sem ekki er alltaf metið að verð- leikum. Hún uppskar mannkostabörn og ástúð þeirra. Ég á Hönnu margt að þakka. Hún var alltaf til staðar, hafði alltaf tíma og var ráðholl þegar á þurfti að halda. Oft leysti hún málin einfaldlega með því að spá í bolla og allt varð á ein- hvern hátt skýrara á eftir. Kæra syst- ir, hafðu þökk fyrir alla þína upp- byggilegu nærveru alla tíð. Samúðarkveðjur til ástvina hennar. Helga og fjölskylda. Látin er góð vinkona og mér kær fyrrverandi tengdamóðir til 30 ára. Hanna var alla tíð mjög rólynd og skapgóð kona og alla tíð tilbúin að rétta öðrum hjálparhönd, þótt ærnum störfum hefði hún að sinna, móðir 11 barna, og voru þau hjónin afar sam- taka um að halda vel utan um hópinn sinn. Stutt var á milli hjónanna og var hún Hanna vakin og sofin yfir Sigga og gerði ævikvöldið hans eins ljúft og gott og hún gat. Börnin þeirra 11 eru öll vel úr garði gerð og hafa alið sín börn af trúmennsku enda hafa Hanna og Siggi ræktað hópinn sinn vel. Ég var bara unglingur er ég kom fyrst inn á heimili þeirra, tekið af einlægni af þeim og reyndust þau mér alla tíð vel og voru mér sem foreldrar. Ég man eftir eldhúsinu í Fögru- brekkunni. Þar var mjög langt eld- húsborð, held að það hafi getað setið 20 manns í einu, og oftast fullsetið, all- ir að koma á öllum tímum í mat og drykk. Svo má nú ekki gleyma kaffi- könnunni, það var alltaf nóg kaffi á könnunni og allir bollarnir á grúfu á ofnunum, stundum kaffitaumar frá bollunum, hún Hanna var svo snjöll að lesa úr bolla og allir vildu hvolfa bolla. Ég tók það mjög nærri mér þegar ég frétti um veikindi Hönnu, hún hafði greinst með krabbamein og það mjög alvarlegt, hún var nýbúin að vera í meðferð og talið að nú væri stund milli stríða og vonandi frestur um langan tíma, en hún veiktist afar snögglega og var kölluð burt allt of fljótt. Það var alltaf fjörugt í kringum Hönnu, hún kát að eðlisfari og alltaf fjörug og börnin hennar og afkom- endur algjörir gleðigjafar. Það væri stór veisla á venjulegu heimili þegar allir afkomendur voru samankomnir hjá Hönnu og Sigga. Ég hef þetta ekki lengra en vil þakka þeim hjónunum fyrir allt sem þau voru mér. Anna systir biður eins fyrir kveðju og einlæga þökk, því Hanna mín og Siggi gerðu ýmislegt fyrir hana, t.d. að passa barn fyrir hana í 10 daga um páska 1974. Ég votta öllum hópnum hennar dýpstu samúð. Guð blessi Hönnu mína. Nói Jóhann Benediktsson. Ellefu barna móðir, hetja hvers- dagsins, er nú fallin. Ég trúi því að ekki sé hún þó hætt móður-ömmu- langömmuvaktinni yfir ungunum sín- um, stórum og smáum – en nú með Sigga sinn sér við hlið að nýju. Það var iðulega líf og fjör í Kjarr- hólmanum, sama á hvaða tíma sólar- hringsins við vorum á ferðinni með Höllu og Ómari – alltaf opið hús og alltaf hlýjar kveðjur. Þvílíkt umburð- arlyndi sem okkur var sýnt og aldrei hastað á neinn þótt eflaust væru til- efnin ærin þegar margir voru mættir í einu og gítarinn og söngurinn ómaði. Jafnaðargeð og dillandi hlátur kemur upp í hugann þegar ég minnist Hönnu í Kjarrhólmanum. Mannvinur mikill og bráðskemmtileg kona þó svo eflaust hafi lífið ekki alltaf verið henni dans á rósum á stóru heimili. Þrátt fyrir annríki dagsins gaf hún sér alltaf tíma í spjall og voru þeir ófáir spáboll- arnir sem hún las í fyrir okkur vin- konurnar og skemmti sér ekki síður en við. Elsku Halla, Ómar og stórfjöl- skyldan öll, innilegar samúðarkveðjur frá okkur Arnari. Guð gefi ykkur gleðilegt nýtt ár og styrk til að takast á við sorgina með gleði í hjarta og fal- legum minningum. Heiða og Arnar. ✝ Innilegar þakkir til allra, bæði innanlands og utan, sem sýndu okkur samkennd og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður og tengdaföður, EGILS EGILSSONAR. Samkennd hjálpar í sorg. Við þökkum sérstaklega góðum vinum í Gnúpverjahreppi og á Flúðum, ásamt kirkju- kór Stóra–Núpskirkju fyrir einstakt framlag og óeigingjarna vinnu. Guðfinna Eydal, Hildur Björg Eydal Egilsdóttir, Haraldur P. Guðmundsson, Ari Eydal Egilsson, Bessi Eydal Egilsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, HLÍFAR ÞÓRBJARGAR JÓNSDÓTTUR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður Unnarbraut 28, Seltjarnarnesi. Sigurjón Jónsson, Helga Ágústína Lúðvíksdóttir, Guðný Elín Jónsdóttir, Reynir Loftsson, Ingibjörg Guðlaug, Jón Garðar Steingrímsson, Ólafía Sigurjónsdóttir, Alejandro Arias, Jón Viðar Reynisson, Hlíf Ágústa Reynisdóttir, Jóna Snædís Reynisdóttir, Steingrímur Árni Jónsson og systkini hinnar látnu. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, systur, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR PÉTURSDÓTTUR, Breiðabliki, Neskaupstað. Sigurbjörg Ólafsdóttir, Ragna Ólafsdóttir, Stefán Ólafsson, María Pétursdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Minningar á mbl.is Ólafur Jakobsson Höfundar: Guðrún Anna og Símon Axel Rafn og Kristín Ásta Sonja Hafdís Pálsdóttir Jóhann Arnfinnsson Jóna Valdimars- dóttir Höfundur: Hulda Rós Guðnadóttir Meira: mbl.is/minningar Jóna Valdi- marsdóttir ✝ Jóna Valdi-marsdóttir fæddist 21. apríl 1919, á Hvítanesi á Akranesi. Hún lést á dval- arheimilinu Höfða 20. desember 2009. Foreldrar hennar voru Rannveig Þórðardóttir, f. 8.5. 1895, d. 20.3. 1925, frá Leirá í Borgarfirði, og Valdimar Eyjólfsson, f. 19.8. 1891, d. 6.6. 1976, frá Hábæ á Akranesi. Eftir lát Rannveigar ólust Jóna og alsystkini hennar upp á Hvíta- nesi hjá móðurömmu sinni Guðnýju Stefánsdóttur, f. 7.11. 1869, d. 26.11. 1951, og móðurbróður Þórði (Steina), f. 23.8. 1899, d. 22.11. 1989, maka hans Sigríði Guðmundsdóttur, f. 4.1. 1910 og börnum þeirra. Jóna átti 2 alsystkini, Þórð, f. 23.7. 1916, d. 20.12. 2008, og Ársæl Ottó, f. 2.10. 1921, d. 20.12. 2003; og 4 hálf- systkini, Geir, f. 5.6. 1927, Rannveigu Önnu, f. 22.10. 1928, Valdimar, f. 15.9. 1931, og Jón Valdimar, f. 10.4. 1935, sem öll eru látin. Jóna giftist 8. júlí 1939 Þórði Egils- syni, vélstjóra og síðar pípulagn- ingameistara, f. 14.9. 1916, fæddum á Skarði í Snæfjallahreppi í Ísafjarð- ardjúpi, d. 4.12. 1998 á Akranesi. For- eldrar hans voru Egill Jónsson, f. 6.5. 1887, d. 14.5. 1958, og Guðrún Ingi- björg Þórðardóttir, f. 26.3. 1886, d. 9.4. 1964. Jóna og Þórður bjuggu all- an sinn búskap á Akranesi ef frá er talið 17 ára tímabil er þau bjuggu í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Jóna bjó á Höfða frá janúar 2008. Börn Jónu og Þórðar eru: 1) Guðni, f. 6.9. 1939, framkvæmdastjóri Borgarplasts hf., maki Sjöfn Guðmundsdóttir, f. 17.5. 1935. Dætur þeirra eru: a) Hulda Rós, f. 13.6. 1973, dóttir Esja Rós, f. 12.11. 2008; b) Sunna Jóna, f. 15.7. 1975, dóttir Líf, f. 23.11. 2003; c) Brynja Þóra, f. 9.9. 1976, maki Andri Pálsson, f. 7.9. 1974, börn Dýrleif Sjöfn, f. 26.4. 2002, og Úlfur Páll, f. 16.4. 2004. 2) Rannveig, f. 13.4. 1941, d. 8.8. 1941. 3) Gylfi, f. 5.12. 1944, framkvæmdastjóri Spalar ehf, maki Marta Kristín Ás- geirsdóttir, f. 18.8. 1956. Börn þeirra eru: a) Ása Björg, f. 13.5. 1982, maki Garðar Axelsson, f. 15.7. 1979, börn Gylfi Kristinn, f. 9.8. 2005 og Arnar Már, f. 25.1. 2008, b) Þórður Már, f. 7.9. 1985; c) Birkir Örn, f. 14.1. 1987; d) Harpa Lind, f. 29.5. 1991. Jóna starfaði sem húsfreyja mestan hluta ævinnar en vann einnig ýmis störf utan heimilisins. Sem ung kona starfaði hún í síld á Siglufirði og í mötuneyti hjá Halldóru Hallsteins- dóttur á Akranesi, þar sem hún kynnt- ist manni sínum. Eftir að hún gifti sig og eignaðist börn vann hún á haustin við síldarsöltun en einnig á Prjóna- stofunni Evu í nokkur ár. Síðar starfaði hún á Borgarspítalanum í Reykjavík einnig í nokkur ár. Frá því að barna- börnin byrjuðu að fæðast helgaði hún sig að mestu húsfreyjustörfunum. Útför Jónu fór fram í kyrrþey. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hef- ur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.