Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 20
20 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009 Morgunblaðið/Árni Sæberg Vextir á hinu nýja, verðtryggða láni verða 5%. Leiðin sem Landsbanki býður viðskiptavinum sínum er svipuð þeirri sem Arion banki hefur kynnt til sögunnar. Hjá Arion banka er hægt að fá niðurfærslu höfuðstóls í 110% og skuldbreytingu í verð- tryggt lán. Íslandsbanki býður einnig upp á niðurfærslu höfuðstóls erlendra lána. Á vefsíðu bankans er ekki tekið fram hver veðsetning fasteignar verður eftir niðurfærslu og skuldbreytingu. thg@mbl.is NBI mun kynna skuldurum sem eiga yfirveðsettar eignir ný úrræði eftir áramót. Þrátt fyrir að úrræðin hafi ekki verið kynnt formlega enn sem komið er, hafa einhverjir við- skiptavinir bankans gengið í gegn- um skuldameðferð samkvæmt hin- um nýju úrræðum. Hægt verður að skuldbreyta fasteignalánum í er- lendri mynt yfir í íslenskt lán með föstum vöxtum. Jafnframt verður hluti skuldarinnar afskrifaður þannig að skuldin nemi aðeins 110% af markaðsvirði fasteignarinnar. Skuldaraúrræði NBI kynnt eftir áramót ÞETTA HELST ... ● GLITNIR var einn af stærstu lántak- endum Royal Bank of Scotland (RBS), að því er kemur fram í frétt Daily Mail. Glitnir skuldaði bankanum um 500 milljónir punda ef marka má þær kröf- ur sem gerðar voru í þrotabú Glitnis. Langstærstur hluti þeirrar upphæðar var afskrifaður á árinu 2008, en RBS tapaði 24 milljörðum punda á því reikningsári. Talsmaður RBS sagði í gær að ekki væri búist við meira tapi til viðbótar en í mesta lagi 50 milljónum punda vegna gjaldþrots Glitnis. RBS fór afar illa úr fjármálakreppunni, og bankinn verður brátt í 84% eigu breska ríkisins. thg@mbl.is RBS afskrifaði Glitni ● Miðað við hag- vaxtarspár fyrir Kína og Japan mun kínverska hagkerfið brátt taka fram úr hinu japanska og verða þannig næst- stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum. Kínverska hagstofan uppfærði nýlega hagvaxt- artölur fyrir árið 2008 og er vöxtur á því ári nú metinn 9,6%, og landsfram- leiðsla um 4.600 milljarðar dollara. Á sama tíma dróst japanska hagkerfið saman um 6%. Á árinu sem nú er að líða er síðan spáð 8% vexti í Kína, og verði sama þróun áfram mun hagkerfið brátt fara fram úr Japan. Kínverska hagkerfið fram úr hinu japanska ● GREINING Íslandsbanka segir að fyrsti þriðjungur ársins hafi einkennst af miklum sveiflum á gengi krónunnar. Hún hafi styrkst um 20% gagnvart evru í byrjun ársins og í byrjun mars var gengi evrunnar 142 krónur. Þá hafi farið að síga á ógæfuhliðina og mánuði síð- ar hafi evran verið komin í 168 krónur. Hún er nú 181 króna. „Ein helsta ástæða þessara miklu sveiflna teljum við að hafi verið stefnu- leysi í inngripum Seðlabankans á gjald- eyrismarkaði,“ segir í Morgunkorni Ís- landsbanka í gær. Stefnulaus gjaldeyris- inngrip Seðlabankans ● ÞRJÚ skuld- bindandi tilboð bárust í 49% hlut í Skeljungi og tengdum félögum, en fyrirtækjaráð- gjöf Íslandsbanka selur nú fyrirtækið í opnu ferli. Ekki fengust upplýsingar frá bankanum um tilboðsgjafa eða fjárhæð tilboðanna. Tilboðin, sem gerð eru með fyr- irvörum, voru opnuð 21. desember í viðurvist löggilts endurskoðanda sem var tilnefndur sem óháður matsaðili. Söluferlið var opið öllum áhuga- sömum fjárfestum sem uppfylltu skil- yrði til þess að geta talist fagfjár- festar samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, ein- staklingum sem hafa verulegan fjár- hagslegan styrk og viðeigandi þekk- ingu, auk fyrirtækja sem höfðu eiginfjárstöðu sem var hærri en sem nemur 100 milljónum króna í árslok 2008. Fá nánari upplýsingar um fjárhag Skeljungs  Í TILKYNNINGU frá Íslandsbanka segir að öllum þremur tilboðsgjöfum verði gefinn kostur á áframhaldandi þátttöku í söluferlinu og veittur að- gangur að nánari upplýsingum um starfsemi og fjárhag fyrirtækisins. Stefnt er að því að bindandi tilboð án fyrirvara berist í byrjun febrúar 2010. ivarpall@mbl.is Þrjú bindandi tilboð í Skeljung og tengd félög Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is BREYTTAR reglur um eiginfjárhlutfall banka, sem kynntar voru á dögunum, munu setja marga evrópska banka í óþægilega stöðu, tíma- bundið að minnsta kosti. Samkvæmt nýju reglunum eru strangari skil- yrði sett fyrir því að fjármálagjörningar, svo- kallaðir blendingsgjörningar (e. hybrid instru- ments), séu taldir til eigin fjár fjármálastofnana. Til slíkra gjörninga má t.d. nefna víkjandi lán, sem mikið hafa verið notuð hér á landi. Ein tegund blendingsgjörninga eru skulda- bréf, sem eru þess eðlis að bankinn má hætta að greiða af þeim eða jafnvel afskrifa hluta höf- uðstólsins, lendi bankinn í erfiðleikum. Raunin hefur hins vegar verið sú að þessi skuldabréf hafa gjarnan verið seld stórum við- skiptavinum bankanna, og þegar á reynir hafa bankar verið ragir við að láta þessa viðskipta- vini taka á sig það tap, sem í eðli skuldabréf- anna felst. Hafa gjörningarnir því ekki gegnt því hlutverki sem þeir eiga að gera, þ.e. að mæta ófyrirséðum erfiðleikum viðkomandi fjár- málafyrirtækis. Þessar nýju reglur þýða að evrópskir bankar munu annað hvort þurfa að selja eignir til að minnka hlutfall eigna og eigin fjár, eða auka eigið fé með því að halda eftir hagnaði milli ára í staðinn fyrir að greiða hann út sem arð. Evr- ópskir bankar hafa notað blendingsgjörninga mun meira en bandarískir og er staða þeirra því veikari en ella. Nýjar reglur um eiginfjárhlutfall setja evrópska banka í erfiða stöðu  Takmarkanir settar á hvað geti talist til eigin fjár  Sumir þurfa að selja eignir Reuters Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is SÚ staðreynd að Icesave-samning- urinn ber fasta vexti en ekki breyti- lega mun kosta íslenska skattgreið- endur tugi milljarða. Þatt er mat þeirra dr. Oddgeirs Ágústs Ottesen hagfræðings og dr. Gunnars Gunn- arssonar stærðfræðings. Icesave- samningurinn ber 5,55% fasta vexti og þar sem verðbólga mælist nú vart í Bretlandi og Hollandi þýðir þetta að nafnvextir eru nánast hinir sömu og raunvextir. Á einhverjum tímapunkti hefur ís- lensku samningsnefndinni boðist að velja á milli breytilegra eða fastra vaxta á láninu. Oddgeir og Gunnar segja að samanburðurinn sem lá að baki valinu á föstum vöxtum hafi ein- ungis verið gerður út frá þeim greiðslum sem koma beint frá ríkinu en ekki þeim sem munu koma frá þrotabúi Landsbankans. Þetta hafi leitt til rangrar ákvörðunar samn- inganefndarinnar og það er þeirra mat að þetta muni kosta skattgreið- endur tugi milljarða á komandi ár- um. Fyllsta ástæða er, að þeirra mati, að íhuga þessa staðreynd áður en lengra er haldið enda er mikið í húfi fyrir ríkissjóð. Þeir Oddgeir og Gunnar benda á að vaxtakjörin hafi verið réttlætt út frá svokölluðum CIRR-vöxtum en þeir eru alla jafna notaðir sem við- mið á lánakjörum útflutningsfyrir- tækja. CIRR-vextir eru ákvarðaðir af OECD og eru lægstu vaxtakjör sem hægt er að bjóða útflutningsfyr- irtækjum án þess að lánakjörin telj- ist til styrkjar. Athygli veki að bæði lánin frá hollenskum og breskum stjórnvöldum vegna Icesave miðist við CIRR-vexti í evrum en þeir voru 4,33% á þeim tíma sem samkomulag- ið var innsiglað. Sambærilegir vextir í pundum voru 3,77% á þeim tíma og því sé furðulegt að ekki skuli hafa verið horft til þess, sérstaklega þar sem breska lánið er í pundum. Odd- geir og Gunnar segja að engar skýr- ingar hafi fengist á þessu en þessi út- færsla þýðir eðli málsins samkvæmt að áhættuálagið á breska láninu er mun hærra en á því hollenska. Áhættuálagið á lánunum til ís- lenska ríkisins verður að teljast hátt eða um 200 punkta yfir lánakostnaði breskra og hollenskra stjórnvalda. Oddgeir og Gunnar benda á að í þessu hljóti að blasa við þversögn í augum þeirra sem telja það öruggt að íslenska ríkið geti staðið undir skuldbindingunum vegna Icesave. Eins og Morgunblaðið greindi frá á aðfangadag skilaði IFS áhættumati vegna Icesave-skuldbindinganna til fjárlaganefndar á Þorláksmessu. Í þeirri skýrslu voru reifuð fleiri rök fyrir því að fljótandi vextir á láninu væru hagstæðari fyrir ríkissjóð. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að vaxtakúrfan í bæði pundum og evru er upphallandi, það er lang- tímavextir eru hærri en skammtíma- vextir, og endurspeglar það verð- bólguvæntingar. Það þýðir að hafi ekki verið tekið tillit til þess að með- altími lánsins er styttri en á venju- legum 15 ára lánum hefði verið hag- kvæmara að leita eftir breytilegum vöxtum á Icesave-lánunum. Auk þess hefðu breytilegir vextir þýtt minni áhættu fyrir íslenska hag- kerfið þar sem vaxtaþróun fylgir hagsveiflum og eftirspurn eftir ís- lenskum útflutningi er mjög háð þeim. Vaxtakostnaðurinn hefði því haldist í hendur við þróun útflutn- ingsverðmætis. Tugmilljarða tap ríkisins Morgunblaðið/Kristinn Mótmæli Icesave-samkomulagið er umdeilt og hefur því verið mótmælt við ýmis tækifæri. Hér má sjá mótmælendur fyrir utan Bessastaði. Ákvörðun um að taka fasta vexti fram yfir breytilega vexti í útfærslu á Icesave- samkomulaginu mun kosta skattgreiðendur tugi milljarða að mati sérfræðinga Í HNOTSKURN »Icesave-samkomulagið fel-ur í sér 5,55% vexti sem eru fastir en ekki breytilegir. » Í skýrslu IFS fyrir Alþingikemur fram að breytilegir vextir hefðu verið hagkvæm- ari en fastir. »Sérfræðingar telja fastavexti munu kosta skatt- borgara tugi milljarða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.