Morgunblaðið - 30.12.2009, Blaðsíða 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 2009
stundum með góðar ráðleggingar.
Mér leið sjaldan eins og ég væri að
tala við mann sem væri 64 árum eldri
en ég. Einu stundirnar sem ég upp-
lifði aldursbilið var þegar hann rifjaði
upp gamlar minningar. Margar
þeirra voru stórfenglegar, aðrar
skemmtilegar en sýndu svo sannar-
lega að afi hafði upplifað tímana
tvenna. Afi sagði mjög skemmtilega
frá og fengu margar frásagnirnar mig
til að brosa. Undir lokin vissi afi að
hans tími hér á jörð væri að styttast
og ræddum við þau tímamót. Eins og
mér fannst það erfitt að halda aftur af
tárunum á þeirri stundu er ég glöð í
dag að hafa átt samtalið við afa. Við
trúum því bæði að eftir þessa jarðvist
förum við til Guðs og þar trúi ég að afi
sé í dag. Samtalið endaði því á orð-
unum: „Afi, ég mun sakna þín mikið
en verðum við bara ekki að segja að
við sjáumst seinna?“ Afi var sammála
því. Já, afa sakna ég mikið. Því með
honum tapaði ég miklum vini en um-
fram allt afa sem mér þótti svo vænt
um. Ég er þó þakklát fyrir öll þau ár
sem við áttum saman. Minningarnar
um hann munu lifa áfram og ég mun
vitna í þennan merka mann um
ókomna tíð.
Elsku afi minn, takk fyrir allt. Við
sjáumst.
Þitt barnabarn,
Sólveig.
Ég kynntist þér fyrst fyrir alvöru í
ágúst 2005 þegar ég og Margrét,
barnabarn þitt, tókum saman. Ég
hafði vitað af bæði Margréti og þér
löngu fyrr. Ég hafði séð þér nokkrum
sinnum bregða fyrir á Brautinni frá
1996 þegar ég var að heimsækja
Gumma sem bjó í næsta húsi við dótt-
ur þína. Ég man að þú varst alltaf svo
flottur í tauinu. Ég er mjög þakklátur
fyrir að hafa kynnst þér. Þú og Mar-
grét þín áttuð stóran þátt í því að mér
og Margréti tókst að eignast okkar
fyrstu íbúð. Ástarþakkir fyrir það
Guðlaugur minn. Við gerðum einnig
ýmislegt saman. Við fórum í tvær
flottar utanlandsferðir. Önnur ferðin
var til Tenerife. Það var frábært
ferðalag. Við fórum m.a. í skoðunar-
ferð með skútu á höfrungaslóðir. Í
þeirri siglingu fannst skipstjóranum
að þú værir rétti maðurinn til að leysa
hann af við stýrið. Við fórum einnig í
minigolf og áttum góðan dag þar. Það
þarf varla að spyrja hver vann mótið
með yfirburðum. Mér er einnig minn-
isstætt eitt kvöld þegar ég, Margrét
og Tóti, vinur minn, ákváðum að kíkja
í kaffi til þín í Árskógana. Þegar við
komum sagðir þú: „Jæja, krakkar
mínir, það er ekkert í skrallvarpinu
(þitt orð yfir sjónvarp). Nú förum við í
keilu.“ Við trúðum varla því sem við
heyrðum. Ætlaði gamli maðurinn að
fara með okkur í keilu, það yrði eitt-
hvað skrautlegt og líklega algjört
burst hugsaði ég. Nei, það var alls
ekki, því þú varst með hæstu stigin
þetta kvöld með tvær eða þrjár fellur
og leystir glennur af fagmennsku
þrátt fyrir að þetta væri þín fyrsta
keiluferð. Síðari utanlandsferðin var
farin í ágúst 2008 til Parísar. Þá
varstu á nítugasta aldursári en ferðin
var vel heppnuð. Við skoðuðum það
merkilegasta í París; Eiffelturninn,
kirkjur og þú gafst unga fólkinu ekk-
ert eftir í lestarferðunum. Margrét
þín fór á hjúkrunarheimilið Eir árið
2006 og það var erfitt fyrir þig að vera
einn heima eftir 58 ára hjónaband en
þið voruð gift í 61 ár. Síðustu mán-
uðina varstu orðinn mjög hjartveikur
og var frábært að upplifa það þegar
þú fluttir sjálfur inn á Eir hinn 4. nóv-
ember sl. og fékkst loksins að flytja
inn til konunnar þinnar eftir allan
þennan aðskilnað. Þið voruð eins og
nýgift þessar sex vikur sem þið áttuð
saman. Svo var komið að kveðjustund
þegar ég, Margrét og Helga Eygló
komum til þín á Eir að kvöldi 18. des-
ember. Við áttum gott spjall saman
en mig óraði ekki fyrir því að það væri
komið að endalokunum því þú hefur
rifið þig upp úr veikindunum áður. Þú
vissir þó betur, að kallið væri komið,
því þú varst búinn að græja allt fyrir
jólahátíðina, skrifa jólakortin, kaupa
jólagjafir og skipuleggja jólamatinn
fyrir fjölskylduna eins og alltaf. Þegar
við kvöddum þig um kvöldið sagðir þú
við Margréti: „Jæja, ég kveð,“ en
Margrét sagði: „Nei, nei, afi minn, jól-
in eru að koma,“ en þú vissir að kallið
var komið. Við hugsum um Margréti
þína og takk fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman.
Minning þín lifir í hjarta okkar og
Guð veri með þér.
Aðalsteinn Líndal Gíslason.
Í dag kveðjum við Guðlaug Eyjólfs-
son, fyrrverandi verkstjóra. Með hon-
um er genginn einn af þeim mönnum
sem á fyrri helmingi síðustu aldar
brutust úr viðjum fásinnis og fátækt-
ar og lögðu grunninn að þeirri velferð
sem við búum við í dag. Hans kynslóð
ólst upp við nægjusemi, nýtni, spar-
semi, vinnusemi og trúmennsku. Það
voru þessi gildi sem voru í hávegum
höfð á æskuárum hans. Fylgdi hann
þeim alla tíð.
Guðlaugur stundaði sjómennsku
frá Vestmannaeyjum sem vélstjóri.
Síðustu starfsárin var hann verkstjóri
hjá Sælgætisgerðinni Ópal.
Hann gerðist félagi hjá Verkstjóra-
félagi Reykjavíkur 1979. Hann var
alla tíð afar stéttvís, sótti fundi félags-
ins allvel. Hann hafði ákveðnar skoð-
anir á mönnum og málefnum og
ræddum við oft um málefni verk-
stjórastéttarinnar og þau mál sem
honum voru hugleikin.
Ég þakka Guðlaugi Eyjólfssyni
fyrir vegferð hans og votta Margréti,
börnum og barnabörnum mína
dýpstu samúð.
Veri hann að eilífu Guði falinn.
Aðalsteinn Dalmann Októsson.
Elsku Guðlaugur, okkur langar að
þakka þær góðu stundir er við áttum
með þér. Fyrstu kynnin í Ópal þar
sem þú vannst í 30 ár og sást um
brjóstsykurs- og karamellugerð af
þinni snilld eða rjómatoffí sem var í
uppáhaldi. Þú varst með þetta allt á
tæru og eiginlega bragðast þetta sæl-
gæti ekki eins vel nú og þegar það var
í þínum höndum. Stundum skruppum
við saman á kaffihús og vinátta okkar
hélst þar til þú kvaddir. Við hittumst
þrisvar á ári í kringum afmælin okkar
og alltaf hringdir þú og óskaðir okkur
til hamingju með daginn. Við fórum í
Perluna eða einhvern annan huggu-
legan stað og þá mættir þú glansandi
fínn í jakkafötum, með bindi og af
þinni hugulsemi alltaf færandi hendi.
Við sátum yfir kaffibolla og ræddum
um lífið og tilveruna og tíminn flaug
áfram. Við áttum margar góðar
stundir. Við munum sakna þinnar
tryggu vináttu og erfitt verður að fá
ekki símhringingu frá þér á næsta af-
mæli.
Við biðjum Guð að gefa fjölskyldu
þinni styrk í sorginni.
Nú ertu farinn elsku vinur minn.
Frá okkar veröld lausn fékk andi þinn.
Á himinsboga blika stjörnur tvær.
Hve brosi í augum þínum líkjast þær.
Nú gengur þú til fundar Frelsarans.
Friðargjafans, náðar sérhvers manns.
Þar englar biðja í bláum himingeim
og bíða þess þú komir heim.
(Svava Strandberg)
Takk fyrir allt.
Elín og Sigurlaug.
Stutt viðkynni sem skilja eftir góð-
ar minningar, minningar um mann
sem var einstakt ljúfmenni. Hann var
glaðlyndur og skemmtilegur heim að
sækja. Hann átti auðvelt með að setja
sig inn í umræðu um menn og mál-
efni, var réttsýnn og víðsýnn. Guð-
laugur mundi tímana tvenna og hafði
kynnst mörgum hliðum mannlífsins,
erfiðum jafnt sem léttum og ljúfum.
Eflaust voru það bæði sterk trú og
lífsins skóli Guðlaugs sem mótaði og
menntaði hann á þann veg að hann
leit afar raunsætt og án fordóma á
alla hluti og setti sig inn í málefni sem
voru flókin og breytileg. Það var hon-
um hugleikið hvernig íslensk þjóð
gæti verið sjálfstæð áfram og hvernig
mætti virkja það afl sem býr í fólkinu í
landinu ásamt því hvernig þeir verst
stæðu gætu fengið sem bestan stuðn-
ing.
Guðlaugur var alinn upp við sjóinn.
Hann fór ungur að vinna fyrir sér til
sjós og tengdust margar góðar minn-
ingar hans sjónum á einhvern hátt.
Það var ævintýri líkast að sjá Guð-
laug, þá fast að níræðu, koma í fjör-
una í Höfnum þar sem hann átti
heima sem barn. Þegar hann kom út
úr bílnum og gekk að sjávarmálinu,
og upplifði sjávarilminn og sjávarnið-
inn, þá var eins og hann umbreyttist í
ungling sem hljóp um og hoppaði
stein af steini, tíndi skeljar og geislaði
af áhuga og ánægju.
Guðlaugur var vakandi yfir velferð
fjölskyldunnar og ávallt að hugsa um
hvernig hann gæti sem best stutt þau
gæfuspor sem hver og einn hugðist
stíga. Guðlaugur og Margrét höfðu
verið samferða í lífinu í rúm sextíu ár.
Þau voru samhent og dugleg en lífið
var ekki alltaf auðvelt vegna heilsu
hennar. Guðlaugur stóð alltaf vaktina
og studdi konu sína og sýndi henni
einstaka umhyggju og veitti henni
styrk. Hún hefur misst mikið og bið
ég henni guðsblessunar. Ég trúi og
vona að heimkoma Guðlaugs til æðri
heimkynna hafi verið góð og friðsæl
og honum líði vel.
Þórkatla.
Björgvin Pálsson
✝ Björgvin JónPálsson
fæddist í Hólshúsi
í Miðneshreppi
29. desember
1914. Hann lést
30. nóvember sl.
Foreldrar hans
voru Helga Páls-
dóttir frá Vall-
arhúsum á Miðnesi og Páll Pálsson frá
Bæjarskerjum á Miðnesi. Páll var sonur
Páls Pálssonar og Þórunnar Sveins-
dóttur, stórbænda á Bæjarskerjum.
Björgvin Jón var einn af fimm börnum
Helgu og Páls. En þau eru Páll Ó., lát-
inn, Björgvin Jón, látinn, Þórunn Fjóla,
látin, Margrét Dórotea látin, yngstur er
Sveinn, 86 ára, eini eftirlifandi, kvænt-
ur Eddu Ingibjörgu Margeirsdóttur, bú-
sett í Reykjavík. Helga og Páll ólu einn-
ig upp dótturson sinn, Pál Grétar
Lárusson. Fjölskyldan fluttist frá Hóls-
húsi að Lágafelli í Sandgerði í nýtt hús
sem fjölskyldan hafði byggt.
Björgvin vann alla sína starfsævi í
sjávarútvegi og fiskvinnslu. Var hann
vel liðinn í vinnu enda duglegur og
traustur starfskraftur.
Árið 1957 flutti Björgvin fyrst að
heiman og hóf sambúð með Önnu Mal-
enu Salomínu Leo frá Færeyjum. Anna
fluttist til Íslands ásamt börnum sínum
frá fyrra hjónabandi sem enn bjuggu
hjá henni, en þeim gekk Björgvin í föð-
urstað. Þau eru Eli, látinn, Eva, Kai,
Lea og Anna Frí. Einnig var Björgvin
alla tíð í góðu sambandi við eldri börn
Önnu sem eru Erland, Ína, Kove og Ída.
Anna og Björgvin giftust ekki fyrr en
árið 1970. Þau bjuggu öll sín hjúskap-
arár á Suðurgötu 36 í Sandgerði. Anna
lést árið 1975, eftir það bjó Björgvin
einn, síðast í Miðhúsum í Sandgerði.
Þar átti hann gott ævikvöld í sambýli
við góða nábúa og umönnun fyrir-
myndarstarfsfólks. Systir hans Margrét
hafði einnig búið síðustu ár ævinnar í
þessu elskulega sambýli.
Margrét, systurdóttir Björgvins, ann-
aðist þau systkinin, Begga og Möggu,
af kærleika og umhyggju síðustu árin.
Þau hjónin Margrét og Magnús veittu
þeim öldruðum mikinn stuðning og
styrk, að öðrum ættingjum ólöstuðum,
því hann var elskaður af öllum sínum
ættingjum.
Björgvin tók virkan þátt í starfsemi
verkalýðs- og sjómannafélags Miðnes-
hrepps, var einn af stofnendum Knatt-
spyrnufélagsins Reynis, þótt ekki léki
hann knattspyrnu. Söngurinn var hans
ástríða. Hann var einn af stofnendum
Karlakórs Miðnesinga í Sandgerði og
söng þar meðan kórinn starfaði. Þegar
sá kór hætti starfsemi gekk Björgvin í
Karlakór Keflavíkur. Í gegnum kór-
starfið eignaðist hann marga góða
vini. Björgvin söng í Kirkjukór Hvals-
neskirkju í nærri 60 ár samfleytt. Einn-
ig söng hann í Kirkjukór Útskálakirkju
og Kór eldri borgara.
Síðasta æviárið dvaldist Björgvin á
Hjúkrunarheimilinu Garðvangi og naut
þar góðrar umönnunar. Hann fékk frið-
sælt andlát, umvafinn kærleika sinna
nánustu eftir langa og góða jarðvist.
Björgvin var jarðsunginn 12. desem-
ber sl.
Meira: mbl.is/minningar
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir,
mágur og tengdasonur,
ÓMAR LOGI GÍSLASON,
sem lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi
þriðjudaginn 22. desember, verður jarðsunginn frá
Digraneskirkju miðvikudaginn 6. janúar kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast Loga er bent á Krabba-
meinsfélag Íslands.
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Kolbrún Ýrr Logadóttir,
Þorgeir Logason,
Thelma Sylvía Logadóttir,
Gísli Logi Logason,
Gísli Felixson,
Einar Gíslason, Soffía Þorfinnsdóttir,
Efemía Gísladóttir, Skúli Ragnarsson,
Sigríður Kolbrún Bjarnadóttir, Guðmundur Aronsson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SIGRÍÐUR KRISTÍN ÁRNADÓTTIR,
Lindasíðu 4,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn
24. desember.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstu-
daginn 8. janúar kl. 14.00.
Erna Fossdal, Jón Stefánsson,
Þorgerður L. Fossdal, Baldur Ragnarsson,
Árnína G. Fossdal,
Ingibjörg E. Fossdal, Þórður Sverrisson,
Ósk Fossdal, Páll Gestsson,
Bjarnheiður J. Fossdal, Björn G. Torfason,
Sigríður Fossdal, Ólafur G. Ivarsson,
Ari B. Fossdal, Ingibjörg Ólafsdóttir,
Birkir Þ. Fossdal, María H. Kristinsdóttir,
Einar Óli Fossdal, Sigríður H. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, afi og bróðir,
EYSTEINN GÍSLI THORDARSON
fv. framkvæmdastjóri og
tvívegis Ólympíufari á skíðum,
Angles Camp, Kaliforníu,
Bandaríkjunum,
lést á heimili sínu á aðfangadagskvöld.
Bálför mun fara fram í Bandaríkjunum og jarðneskar
leifar jarðsettar á Íslandi í Ólafsfirði eftir nokkrar vikur að ósk hins látna.
Nánar tilkynnt um þá athöfn síðar.
Pamela Thordarson,
Gunnar Thordarson,
Leifur Thordarson,
Elise Thordarson,
Stefán Thordarson,
Jón Þórðarson,
Sigurður H. Þórðarson,
Ármann Þórðarson,
María Sigríður Þórðardóttir,
Svanberg Þórðarson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, sonur og bróðir,
BJÖRN BJÖRNSSON,
Lækjargötu 32,
Hafnarfirði,
sem lést af slysförum föstudaginn 18. desember,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðju-
daginn 5. janúar kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvini
Sjálfsbjargar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Björn Viðar Björnsson,
Margrét Björnsdóttir,
Halldór Guðfinnsson,
Hildigunnur Guðfinnsdóttir,
Björn Ólafur Ingvarsson,
Þorsteinn Björnsson.